Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. febrúar 2025 14:06 Bát rak upp í hafnargarð í Norðfirði. Landsbjörg Björgunarsveitir sinntu fimmtán útköllum víða um land í gær vegna veðursins sem gengur yfir landið. Í morgun losnuðu þakplötur af byggingum í Bolungarvík og ferðamenn í vanda voru sóttir á Fagradal í nótt. Gular og appelsínugular veðurviðvaranir hafa verið í gildi víða um land síðastliðinn sólarhring, með suðaustan og sunnan illviðri fram á morguninn í dag. Björgunarsveitir víða um landið hafa ekki varhluta af veðurofsanum að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar. „Gærdagurinn var nokkuð annasamur, það voru fimmtán útköll í gær en í morgun hefur þetta verið aðeins rólegra,“ segir Jón Þór. Bát rak upp í hafnargarðinn Útköllin hafa verið af ýmsum toga, allt frá Vestfjörðum og austur á firði. „Það var kallað út í morgun, Björgunarsveitin Ernir í Bolungarvík vegna beitningarskúrs þar sem þakplötur voru að losna af og björgunarsveitin Gerpir á Norðfirði var kölluð út vegna báts sem hafði slitnað upp í smábátahöfninni og rekið upp í hafnargarðinn. Það var í raun og veru ekki hægt að gera annað þar heldur en að tryggja hann þar sem hann var og verður hugað að honum betur þegar það lægir og batnar veðrið,“ segir Jón Þór. Engin slasast Þá aðstoðuðu björgunarsveitir einnig ferðamenn í vanda. „Það var kallað út nótt, björgunarsveitir á Héraði vegna fólks sem var í vandræðum í rútu á Fagradal og það voru níu manns sem þurfti að ferja niður á Egilsstaði. Það gekk að mér skilst bara nokkuð vel,“ segir Jón Þór. Til þessa hafi björgunarsveitir ekki þurft að sinna alvarlegum útköllum þar sem fólk hafi slasast eða verið í hættu. „Nei sem betur fer ekki og við vonum að svo verði áfram bara.“ Björgunarsveitir Bolungarvík Fjarðabyggð Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Sjá meira
Gular og appelsínugular veðurviðvaranir hafa verið í gildi víða um land síðastliðinn sólarhring, með suðaustan og sunnan illviðri fram á morguninn í dag. Björgunarsveitir víða um landið hafa ekki varhluta af veðurofsanum að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar. „Gærdagurinn var nokkuð annasamur, það voru fimmtán útköll í gær en í morgun hefur þetta verið aðeins rólegra,“ segir Jón Þór. Bát rak upp í hafnargarðinn Útköllin hafa verið af ýmsum toga, allt frá Vestfjörðum og austur á firði. „Það var kallað út í morgun, Björgunarsveitin Ernir í Bolungarvík vegna beitningarskúrs þar sem þakplötur voru að losna af og björgunarsveitin Gerpir á Norðfirði var kölluð út vegna báts sem hafði slitnað upp í smábátahöfninni og rekið upp í hafnargarðinn. Það var í raun og veru ekki hægt að gera annað þar heldur en að tryggja hann þar sem hann var og verður hugað að honum betur þegar það lægir og batnar veðrið,“ segir Jón Þór. Engin slasast Þá aðstoðuðu björgunarsveitir einnig ferðamenn í vanda. „Það var kallað út nótt, björgunarsveitir á Héraði vegna fólks sem var í vandræðum í rútu á Fagradal og það voru níu manns sem þurfti að ferja niður á Egilsstaði. Það gekk að mér skilst bara nokkuð vel,“ segir Jón Þór. Til þessa hafi björgunarsveitir ekki þurft að sinna alvarlegum útköllum þar sem fólk hafi slasast eða verið í hættu. „Nei sem betur fer ekki og við vonum að svo verði áfram bara.“
Björgunarsveitir Bolungarvík Fjarðabyggð Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Sjá meira