Baráttukonur minnast Ólafar Töru Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. febrúar 2025 11:47 Ólafar Töru Harðardóttur baráttukonu er minnst með hlýhug. Vísir/Samsett Fjöldi fólks hefur minnst baráttukonunnar Ólafar Töru Harðardóttur sem lést langt fyrir aldur fram í fyrradag. Hún stofnaði samtökin Öfga og Vitund og lét mikið að sér kveða í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. Forseti Íslands, samstarfsfólk og baráttukonur minnast hennar með hlýhug. Ólöf Tara fæddist árið 1990. Hún stofnaði samtökin Öfga og Vitund sem börðust fyrir breytingum í þágu þolenda ofbeldis. Hún hlaut fjölda verðlauna fyrir ötult starf sitt en hún rak einnig fyrirtæki sem sinnti þjálfun sem var sérsniðin að þörfum kvenna. „Ólöf Tara bjó lengi við ofbeldi í nánu sambandi og mótaði það hana mikið. Hún helgaði síðustu ár lífs síns baráttu gegn ofbeldi og breyttum hugsunarhætti þjóðfélagsins í þeim efnum. En sárin rista djúpt og féll Ólöf Tara fyrir eigin hendi,“ segir í tilkynningu sem aðstandendur Ólafar Töru gáfu út í gær. Þyngra en tárum taki Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, minntist Ólafar og baráttu hennar í færslu á samfélagsmiðlum. „Það er þyngra en tárum taki að ung manneskja full af baráttumóð þjáist svo af sárum sínum að hún geti ekki horft fram á veginn með von í brjósti. Ég tek heilshugar undir hvatningu foreldra hennar, megi baráttan halda áfram og skila árangri, því ofbeldi af hverjum toga sem það er, er ólíðandi. Megi hvert okkar hugsa vel um orð okkar og gjörðir, leggja okkur fram um að breiða út kærleika en ekki sársauka,“ skrifar Halla. Magnaður brjálæðingur Hildur Lilliendahl Viggósdóttir aðgerðarsinni lýsir Ólöfu sem „mögnuðum brjálæðingi sem lét feðraveldið aldrei í friði.“ Hún segir heiminn fátækari án hennar. „Við getum verið brjálæðingar og búið til pláss fyrir nýja brjálæðinga og tekið okkur hlé og verið góð við hina brjálæðingana sem taka sér hlé. Við getum dreift álaginu meðvitað á meðan við hömumst í þessu sameiginlega markmiði um að brjóta niður feðraveldið. En umfram allt getum við reynt að vera góð hvert við annað. Okkur er ekki endilega öllum gefið að vera opinská um erfiðleikana okkar en þess þá heldur eigum við að leggja okkur fram við að tékka hvert á öðru,“ skrifar Hildur. „Hvíl í krafti“ Edda Falak, baráttukona og áhrifavaldur, segir mikinn missi af Ólöfu Töru. „Heimsins fallegasta sál og baráttusystir. Ólöf var alltaf til staðar og breytti bæði samfélaginu öllu og mínu lífi til hins betra. Ég vildi óska að hún gæti séð allar kveðjurnar og hversu mikilvæg hún var,“ skrifar hún. Sema Erla Serdaroglu minnist Ólafar sem hetju og fyrirmyndar. Hún segir Ólöfu hafa barist til síðasta dags. „Fjölskylda, vinir og samfélagið syrgir og minnist hennar á sama tíma og himininn grætur og kröftugir vindar blása um landið. Það er viðeigandi því Ólöf var náttúruafl, jarðýta, hetja og fyrirmynd. Sem barðist gegn kynbundnu ofbeldi og fyrir réttlæti til handa þolendum ofbeldis til síðasta dags,“ skrifar hún. Hún segir Ólöfu Töru ekki hafa hikað við að rugga bátnum þrátt fyrir þann ólgusjó sem fylgir baráttu hennar „Hvíl í krafti kæra baráttusystir. Við höldum baráttunni áfram og nafni þínu á lofti,“ segir hún. Kynbundið ofbeldi Tengdar fréttir Ólöf Tara Harðardóttir er látin Ólöf Tara Harðardóttir, baráttukona og þjálfari, lést á heimili sínu í gærkvöldi. Hún stofnaði samtökin Öfga og Vitund og var kraftmikil í baráttu gegn kynbundu ofbeldi. 31. janúar 2025 18:18 Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Skiltið skein of skært vegna bilunar í búnaði Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Ólöf Tara fæddist árið 1990. Hún stofnaði samtökin Öfga og Vitund sem börðust fyrir breytingum í þágu þolenda ofbeldis. Hún hlaut fjölda verðlauna fyrir ötult starf sitt en hún rak einnig fyrirtæki sem sinnti þjálfun sem var sérsniðin að þörfum kvenna. „Ólöf Tara bjó lengi við ofbeldi í nánu sambandi og mótaði það hana mikið. Hún helgaði síðustu ár lífs síns baráttu gegn ofbeldi og breyttum hugsunarhætti þjóðfélagsins í þeim efnum. En sárin rista djúpt og féll Ólöf Tara fyrir eigin hendi,“ segir í tilkynningu sem aðstandendur Ólafar Töru gáfu út í gær. Þyngra en tárum taki Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, minntist Ólafar og baráttu hennar í færslu á samfélagsmiðlum. „Það er þyngra en tárum taki að ung manneskja full af baráttumóð þjáist svo af sárum sínum að hún geti ekki horft fram á veginn með von í brjósti. Ég tek heilshugar undir hvatningu foreldra hennar, megi baráttan halda áfram og skila árangri, því ofbeldi af hverjum toga sem það er, er ólíðandi. Megi hvert okkar hugsa vel um orð okkar og gjörðir, leggja okkur fram um að breiða út kærleika en ekki sársauka,“ skrifar Halla. Magnaður brjálæðingur Hildur Lilliendahl Viggósdóttir aðgerðarsinni lýsir Ólöfu sem „mögnuðum brjálæðingi sem lét feðraveldið aldrei í friði.“ Hún segir heiminn fátækari án hennar. „Við getum verið brjálæðingar og búið til pláss fyrir nýja brjálæðinga og tekið okkur hlé og verið góð við hina brjálæðingana sem taka sér hlé. Við getum dreift álaginu meðvitað á meðan við hömumst í þessu sameiginlega markmiði um að brjóta niður feðraveldið. En umfram allt getum við reynt að vera góð hvert við annað. Okkur er ekki endilega öllum gefið að vera opinská um erfiðleikana okkar en þess þá heldur eigum við að leggja okkur fram við að tékka hvert á öðru,“ skrifar Hildur. „Hvíl í krafti“ Edda Falak, baráttukona og áhrifavaldur, segir mikinn missi af Ólöfu Töru. „Heimsins fallegasta sál og baráttusystir. Ólöf var alltaf til staðar og breytti bæði samfélaginu öllu og mínu lífi til hins betra. Ég vildi óska að hún gæti séð allar kveðjurnar og hversu mikilvæg hún var,“ skrifar hún. Sema Erla Serdaroglu minnist Ólafar sem hetju og fyrirmyndar. Hún segir Ólöfu hafa barist til síðasta dags. „Fjölskylda, vinir og samfélagið syrgir og minnist hennar á sama tíma og himininn grætur og kröftugir vindar blása um landið. Það er viðeigandi því Ólöf var náttúruafl, jarðýta, hetja og fyrirmynd. Sem barðist gegn kynbundnu ofbeldi og fyrir réttlæti til handa þolendum ofbeldis til síðasta dags,“ skrifar hún. Hún segir Ólöfu Töru ekki hafa hikað við að rugga bátnum þrátt fyrir þann ólgusjó sem fylgir baráttu hennar „Hvíl í krafti kæra baráttusystir. Við höldum baráttunni áfram og nafni þínu á lofti,“ segir hún.
Kynbundið ofbeldi Tengdar fréttir Ólöf Tara Harðardóttir er látin Ólöf Tara Harðardóttir, baráttukona og þjálfari, lést á heimili sínu í gærkvöldi. Hún stofnaði samtökin Öfga og Vitund og var kraftmikil í baráttu gegn kynbundu ofbeldi. 31. janúar 2025 18:18 Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Skiltið skein of skært vegna bilunar í búnaði Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Ólöf Tara Harðardóttir er látin Ólöf Tara Harðardóttir, baráttukona og þjálfari, lést á heimili sínu í gærkvöldi. Hún stofnaði samtökin Öfga og Vitund og var kraftmikil í baráttu gegn kynbundu ofbeldi. 31. janúar 2025 18:18