Taka ákvörðun í mars um hvort flokksþingi verði flýtt Atli Ísleifsson skrifar 31. janúar 2025 10:17 Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknar og Lilja Alfreðsdóttir varaformaður. Vísir/Vilhelm Miðstjórn Framsóknarflokksins mun koma saman til fundar „um eða upp úr miðjum mars“. Þar verður tekin ákvörðun um hvort flokksþingi verði flýtt. Þetta segir Helgi Héðinsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, í samtali við fréttastofu. Hann segir að landsstjórn flokksins hafi fundað í gær og þar hafi þetta verið ákveðið. Nokkurt ákall hefur verið um að flokksþingi Framsóknar verði flýtt og að kosið verði um forystu flokksins eftir þingkosningarnar þar sem Framsókn fékk 7,8 prósent atkvæða og þar sem þingmannafjöldinn fór úr þrettán í fimm. Þannig sagði Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar, í Samtalinu í gær að hún vildi flýta flokksþingi. Þá sagðist hún ekki útiloka formannsframboð. Lilja missti þingsæti sitt í síðustu kosningum eftir að hafa setið á þingi frá árinu 2016. Í landsstjórn flokksins eiga formenn sérsambanda og forysta flokksins sæti. Helgi segir að enn eigi eftir að ákveða endanlega dagsetningu miðstjórnarfundar en að ljóst sé að það verði einhverja helgina um miðjan eða upp úr miðjum mars. Var frestað vegna kosninga Upphaflega átti miðstjórn Framsóknarflokksins að koma saman til fundar í nóvember síðastliðnum en þeim fundi var frestað vegna alþingiskosninganna. Miðstjórn Framsóknar fer með umboð flokksins á milli flokksþinga og útfærir meginstefnu hans í landsmálum. Flokksþing Framsóknar fór síðast fram í apríl 2024 þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson var endurkjörinn formaður og Lilja varaformaður. Flokksþing flokksins eru alla jafna haldin á tveggja ára fresti og ætti næsta því að fara fram vorið 2026. Framsóknarflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að hún bjóði sig fram til embættis formanns flokksins fyrir næsta flokksþing sem hún vill flýta. Flokkurinn verði að bregðast við miklum breytingum í innanlands- og utanríkismálum. 30. janúar 2025 14:05 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira
Þetta segir Helgi Héðinsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, í samtali við fréttastofu. Hann segir að landsstjórn flokksins hafi fundað í gær og þar hafi þetta verið ákveðið. Nokkurt ákall hefur verið um að flokksþingi Framsóknar verði flýtt og að kosið verði um forystu flokksins eftir þingkosningarnar þar sem Framsókn fékk 7,8 prósent atkvæða og þar sem þingmannafjöldinn fór úr þrettán í fimm. Þannig sagði Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar, í Samtalinu í gær að hún vildi flýta flokksþingi. Þá sagðist hún ekki útiloka formannsframboð. Lilja missti þingsæti sitt í síðustu kosningum eftir að hafa setið á þingi frá árinu 2016. Í landsstjórn flokksins eiga formenn sérsambanda og forysta flokksins sæti. Helgi segir að enn eigi eftir að ákveða endanlega dagsetningu miðstjórnarfundar en að ljóst sé að það verði einhverja helgina um miðjan eða upp úr miðjum mars. Var frestað vegna kosninga Upphaflega átti miðstjórn Framsóknarflokksins að koma saman til fundar í nóvember síðastliðnum en þeim fundi var frestað vegna alþingiskosninganna. Miðstjórn Framsóknar fer með umboð flokksins á milli flokksþinga og útfærir meginstefnu hans í landsmálum. Flokksþing Framsóknar fór síðast fram í apríl 2024 þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson var endurkjörinn formaður og Lilja varaformaður. Flokksþing flokksins eru alla jafna haldin á tveggja ára fresti og ætti næsta því að fara fram vorið 2026.
Framsóknarflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að hún bjóði sig fram til embættis formanns flokksins fyrir næsta flokksþing sem hún vill flýta. Flokkurinn verði að bregðast við miklum breytingum í innanlands- og utanríkismálum. 30. janúar 2025 14:05 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira
Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að hún bjóði sig fram til embættis formanns flokksins fyrir næsta flokksþing sem hún vill flýta. Flokkurinn verði að bregðast við miklum breytingum í innanlands- og utanríkismálum. 30. janúar 2025 14:05