Leggur fram innanhússtillögu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. janúar 2025 11:53 Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari leggur fram innanhússtillögu í dag. Vísir/Vilhelm Ríkissáttasemjari leggur fram innanhússtillögu í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög á fundi í Karphúsinu klukkan fjögur í dag. Ekki þarf að setja innanhússtillögu í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna en samninganefndir beggja aðila þurfa að fallast á hana innan tiltekins tíma. Ástráður Haraldsson ríkissáttsemjari mun leggja fram innanhússtillögu að kjarasamningi til lausnar kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög klukkan fjögur í dag. Samninganefndir deiluaðila fá einn til tvo sólahringa til að taka afstöðu til tillögunnar. Fallist nefndirnar á kjarasamninginn fer hann í almenna atkvæðagreiðslu sem þarf að ljúka þann 14. febrúar. Tekur undir áhyggjur en aðgerðir séu nauðsynlegar Umboðsmaður barna hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna boðaðra verkfallsaðgerða kennara sem hefjast um mánaðamótin í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum takist ekki að semja á næstu dögum. Fram kemur að staða viðræðna valdi miklum vonbrigðum. Umboðsmaður hefur miklar áhyggjur af börnum í viðkvæmri stöðu. Þá bendir hún á að börn eru skólaskyld og hafi stjórnarskrárvarinn rétt til menntunar og fræðslu. Þorsteinn Sæberg formaður skólastjórafélags Íslands og situr í samninganefnd Kennarasambandsins í kjaradeilunni tekur undir með umboðsmanni. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þorsteinn Sæberg er formaður Skólastjórafélags Íslands og situr í samninganefnd Kennarasambandsins. Þau hittast á samningafundi hjá Ríkissáttasemjara í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga. Búist er við tíðindum á fundinum.Vísir „Við deilum áhyggjum umboðsmanns. En við þurfum svo það sé hlustað á okkur að beita aðgerðum eins og verkföllum,“ segir Þorsteinn. Umboðsmaður segir í yfirlýsingunni sérlega þungbært að verkfallsaðgerðir bitni aftur á fjórum leikskólum sem voru í verkfalli í fyrra. Þorsteinn segir að það sé tilkomið vegna frestunar á verkföllum. „Þetta eru bara lögin um verkföll. Það er einbeittur vilji hjá Kennarasambandinu að við náum samningum áður en verkföll skella á. Ég vil leyfa mér að fullyrða að það sé ekkert stórt bil milli aðila,“ segir hann. Ekkert samkomulag um mat á réttindum eða viðmiðunarhópum Þorsteinn segir að krafan sé að vinna í átt að samkomulagi sem var gert fyrir níu árum um að samræma laun kennara við hinn almenna vinnumarkað. „Við erum að tala um að fara að saman í vegferð sem snýst um það að jafna laun milli markaða eins og lofað var 2016. Við viljum búta fílinn niður á næstu fimm til sex árum,“ segir hann. Aðspurður um til hvaða almennra sérfræðilauna sé horft til svarar Þorsteinn: „Við erum ekki búin að finna þessa viðmiðunarhópa. Við teljum okkur vita hvaða hópa við getum miðað okkur við. Við erum bara að miða við tölur hagstofunnar,“ segir hann. Hann segir að enn unnið að því að verðmeta réttindi kennara. „Við höfum heyrt ráðmenn eða aðra sem tjá sig fjálglega í fjölmiðlum benda á að það séu gæði á opinbera markaðnum sem séu umfram almenna markaðinn. Við erum sammála því. Það þarf þá að verðmeta þau gæði. Því miður höfum við ekki náð almennilegu samkomulagi um matið,“ segir hann. Segir meðallaun kennara níu prósentum lægri en meðallaun í landinu Þorsteinn bendir á að kennaralaun séu mun lægri en meðallaun í landinu samkvæmt Hagstofunni. Þar kemur fram að 2023 voru regluleg meðallaun í landinu 724 þúsund krónur á mánuði. Heildarmeðallaun þ.e. með yfirvinnu og álagi voru 935 þúsund krónur. „Almenn meðallaun í landinu öllu samkvæmt Hagstofunni eru níu prósentum hærri en meðallaun okkar félagsmanna,“ segir hann. Þorsteinn segir vonbrigði að kjaradeilan sé ekki komin lengra. „Ég myndi vilja sjá samningaviðræðurnar á betri stað í dag en þær eru. En það er algjörlega ljóst á þessum tímapunkti að báðir aðilar hafa slakað eitthvað til. Við erum sannarlega hjá Kennarasambandi Íslands að reyna að ná samkomulagi fyrir mánaðamótin,“ segir Þorsteinn. Kjaramál Stéttarfélög Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Ástráður Haraldsson ríkissáttsemjari mun leggja fram innanhússtillögu að kjarasamningi til lausnar kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög klukkan fjögur í dag. Samninganefndir deiluaðila fá einn til tvo sólahringa til að taka afstöðu til tillögunnar. Fallist nefndirnar á kjarasamninginn fer hann í almenna atkvæðagreiðslu sem þarf að ljúka þann 14. febrúar. Tekur undir áhyggjur en aðgerðir séu nauðsynlegar Umboðsmaður barna hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna boðaðra verkfallsaðgerða kennara sem hefjast um mánaðamótin í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum takist ekki að semja á næstu dögum. Fram kemur að staða viðræðna valdi miklum vonbrigðum. Umboðsmaður hefur miklar áhyggjur af börnum í viðkvæmri stöðu. Þá bendir hún á að börn eru skólaskyld og hafi stjórnarskrárvarinn rétt til menntunar og fræðslu. Þorsteinn Sæberg formaður skólastjórafélags Íslands og situr í samninganefnd Kennarasambandsins í kjaradeilunni tekur undir með umboðsmanni. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þorsteinn Sæberg er formaður Skólastjórafélags Íslands og situr í samninganefnd Kennarasambandsins. Þau hittast á samningafundi hjá Ríkissáttasemjara í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga. Búist er við tíðindum á fundinum.Vísir „Við deilum áhyggjum umboðsmanns. En við þurfum svo það sé hlustað á okkur að beita aðgerðum eins og verkföllum,“ segir Þorsteinn. Umboðsmaður segir í yfirlýsingunni sérlega þungbært að verkfallsaðgerðir bitni aftur á fjórum leikskólum sem voru í verkfalli í fyrra. Þorsteinn segir að það sé tilkomið vegna frestunar á verkföllum. „Þetta eru bara lögin um verkföll. Það er einbeittur vilji hjá Kennarasambandinu að við náum samningum áður en verkföll skella á. Ég vil leyfa mér að fullyrða að það sé ekkert stórt bil milli aðila,“ segir hann. Ekkert samkomulag um mat á réttindum eða viðmiðunarhópum Þorsteinn segir að krafan sé að vinna í átt að samkomulagi sem var gert fyrir níu árum um að samræma laun kennara við hinn almenna vinnumarkað. „Við erum að tala um að fara að saman í vegferð sem snýst um það að jafna laun milli markaða eins og lofað var 2016. Við viljum búta fílinn niður á næstu fimm til sex árum,“ segir hann. Aðspurður um til hvaða almennra sérfræðilauna sé horft til svarar Þorsteinn: „Við erum ekki búin að finna þessa viðmiðunarhópa. Við teljum okkur vita hvaða hópa við getum miðað okkur við. Við erum bara að miða við tölur hagstofunnar,“ segir hann. Hann segir að enn unnið að því að verðmeta réttindi kennara. „Við höfum heyrt ráðmenn eða aðra sem tjá sig fjálglega í fjölmiðlum benda á að það séu gæði á opinbera markaðnum sem séu umfram almenna markaðinn. Við erum sammála því. Það þarf þá að verðmeta þau gæði. Því miður höfum við ekki náð almennilegu samkomulagi um matið,“ segir hann. Segir meðallaun kennara níu prósentum lægri en meðallaun í landinu Þorsteinn bendir á að kennaralaun séu mun lægri en meðallaun í landinu samkvæmt Hagstofunni. Þar kemur fram að 2023 voru regluleg meðallaun í landinu 724 þúsund krónur á mánuði. Heildarmeðallaun þ.e. með yfirvinnu og álagi voru 935 þúsund krónur. „Almenn meðallaun í landinu öllu samkvæmt Hagstofunni eru níu prósentum hærri en meðallaun okkar félagsmanna,“ segir hann. Þorsteinn segir vonbrigði að kjaradeilan sé ekki komin lengra. „Ég myndi vilja sjá samningaviðræðurnar á betri stað í dag en þær eru. En það er algjörlega ljóst á þessum tímapunkti að báðir aðilar hafa slakað eitthvað til. Við erum sannarlega hjá Kennarasambandi Íslands að reyna að ná samkomulagi fyrir mánaðamótin,“ segir Þorsteinn.
Kjaramál Stéttarfélög Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira