Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2025 10:42 Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir engar forsendur uppi til að réttlæta það að þingflokki Sjálfstæðisflokksins verði gert að yfirgefa herbergið. Vísir/Vilhelm Samfylkingin hefur óskað eftir því að fá úthlutað stærsta þingflokksherberginu í Alþingishúsinu – herbergi sem hefur hýst þingflokk Sjálfstæðisflokksins í 84 ár. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir kröfuna fáránlega enda fullkomlega óþarfa, auk þess að þingflokksherbergið hefur sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að skrifstofustjóri Alþingis hefði sent Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, erindi í byrjun mánaðar þar sem fram kom að Samfylkingin hefði óskað eftir stærsta þingflokksherberginu í ljósi breytts þingstyrks. Engar forsendur Hildur segir í samtali við fréttastofu að hún hafi sent skrifstofustjóra athugasemdir vegna málsins þar sem hún sagði að engar forsendur væru uppi til að réttlæta það að þingflokki Sjálfstæðisflokksins verði gert að yfirgefa herbergið. „Ég gef mér að þessi sjónarmið mín hafi verið nægilega skýr til að fólk hafi áttað sig á að það eru engar forsendur uppi til að réttlæta það að þingflokki Sjálfstæðisflokksins sé hent út að nauðsynjalausu úr þingflokksherbergi sínu sem hann hefur haft í 84 ár, eða frá 1941, og hefur auðvitað mikið sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir flokkinn. Ef eitthvað annað kemur á daginn hef ég sagt við þingflokkinn í tvígang að það verði þá skipulagðar vaktir um setuverkfall í þingflokksherberginu,“ segir Hildur og hlær. Úr þingflokksherbergi Sjálfstæðismanna í Alþingishúsinu. Á veggjunum má sjá málverk af fyrrverandi formönnum Sjálfstæðisflokksins. Ekki nauðsyn nú Í alþingiskosningunum í nóvember tryggði Samfylkingin sér flest þingsæti, eða fimmtán, en Sjálfstæðisflokkurinn fjórtán. Hildur segir að í athugasemdum sínum til skrifstofustjóra hafi hún sagt að hún gæti ekki séð að sú krafa Samfylkingarinnar stæðist reglur forsætisnefndar um úthlutun þingflokksherbergja. Í reglunum kæmi fram að almennt skyldi stefnt að því að þingflokkar haldi þingflokksherbergjum sínum nema nauðsyn annarra og stærri þingflokka kalli á breytingar. „Ég rakti að ég gæti ekki séð að nein sú nauðsyn væri uppi gagnvart þingflokki Samfylkingar sem telur fimmtán þingmenn þegar til dæmis nýlegt fordæmi er um að nítján manna þingflokkur hafi verið heilt kjörtímabil í því herbergi sem er næst stærst. Það eru vissulega til fordæmi fyrir því í gegnum tíðina að þingflokkar hafi þurft að víkja úr þingflokksherbergjum sínum þar sem stærri þingflokkar þyrftu rými til fundarhalda en nauðsynin sem gerð er krafa um er einfaldlega ekki uppi nú til að réttlæta það að Sjálfstæðisflokkurinn víki úr sínu gamla herbergi sem almennt skuli stefnt að flokkurinn haldi,“ segir Hildur. Hægt að sameina herbergi í Skála Hildur segist ennfremur hafa tekið fram að ef skrifstofa þingsins kysi af öðrum ástæðum að mæta sjónarmiðum Samfylkingar um að vilja stærra þingflokksherbergi þá væri – í ljósi fækkunar á þingflokkum í kjölfar nýafstaðinna alþingiskosninga – hægt að koma til móts við óskir flokksins að breyta núverandi herbergjaskipan í viðbyggingunni í Skála með því að sameina þau herbergi sem fyrir eru eins og fordæmi eru fyrir. Hildur segist ekkert hafa heyrt frekar frá skrifstofustjóra vegna málsins. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Morgunblaðið greindi frá því í morgun að skrifstofustjóri Alþingis hefði sent Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, erindi í byrjun mánaðar þar sem fram kom að Samfylkingin hefði óskað eftir stærsta þingflokksherberginu í ljósi breytts þingstyrks. Engar forsendur Hildur segir í samtali við fréttastofu að hún hafi sent skrifstofustjóra athugasemdir vegna málsins þar sem hún sagði að engar forsendur væru uppi til að réttlæta það að þingflokki Sjálfstæðisflokksins verði gert að yfirgefa herbergið. „Ég gef mér að þessi sjónarmið mín hafi verið nægilega skýr til að fólk hafi áttað sig á að það eru engar forsendur uppi til að réttlæta það að þingflokki Sjálfstæðisflokksins sé hent út að nauðsynjalausu úr þingflokksherbergi sínu sem hann hefur haft í 84 ár, eða frá 1941, og hefur auðvitað mikið sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir flokkinn. Ef eitthvað annað kemur á daginn hef ég sagt við þingflokkinn í tvígang að það verði þá skipulagðar vaktir um setuverkfall í þingflokksherberginu,“ segir Hildur og hlær. Úr þingflokksherbergi Sjálfstæðismanna í Alþingishúsinu. Á veggjunum má sjá málverk af fyrrverandi formönnum Sjálfstæðisflokksins. Ekki nauðsyn nú Í alþingiskosningunum í nóvember tryggði Samfylkingin sér flest þingsæti, eða fimmtán, en Sjálfstæðisflokkurinn fjórtán. Hildur segir að í athugasemdum sínum til skrifstofustjóra hafi hún sagt að hún gæti ekki séð að sú krafa Samfylkingarinnar stæðist reglur forsætisnefndar um úthlutun þingflokksherbergja. Í reglunum kæmi fram að almennt skyldi stefnt að því að þingflokkar haldi þingflokksherbergjum sínum nema nauðsyn annarra og stærri þingflokka kalli á breytingar. „Ég rakti að ég gæti ekki séð að nein sú nauðsyn væri uppi gagnvart þingflokki Samfylkingar sem telur fimmtán þingmenn þegar til dæmis nýlegt fordæmi er um að nítján manna þingflokkur hafi verið heilt kjörtímabil í því herbergi sem er næst stærst. Það eru vissulega til fordæmi fyrir því í gegnum tíðina að þingflokkar hafi þurft að víkja úr þingflokksherbergjum sínum þar sem stærri þingflokkar þyrftu rými til fundarhalda en nauðsynin sem gerð er krafa um er einfaldlega ekki uppi nú til að réttlæta það að Sjálfstæðisflokkurinn víki úr sínu gamla herbergi sem almennt skuli stefnt að flokkurinn haldi,“ segir Hildur. Hægt að sameina herbergi í Skála Hildur segist ennfremur hafa tekið fram að ef skrifstofa þingsins kysi af öðrum ástæðum að mæta sjónarmiðum Samfylkingar um að vilja stærra þingflokksherbergi þá væri – í ljósi fækkunar á þingflokkum í kjölfar nýafstaðinna alþingiskosninga – hægt að koma til móts við óskir flokksins að breyta núverandi herbergjaskipan í viðbyggingunni í Skála með því að sameina þau herbergi sem fyrir eru eins og fordæmi eru fyrir. Hildur segist ekkert hafa heyrt frekar frá skrifstofustjóra vegna málsins.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira