Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. janúar 2025 14:33 Will Ferrell og Rachel McAdams í hlutverkum sínum í Eurovision myndinni sem tekin var upp hér á landi. Bandaríski leikarinn Will Ferrell ætlar að umbreyta Eurovision kvikmyndinni sem sló í gegn árið 2020 í söngleik á Broadway. Hann segist einfaldlega ekki geta slitið sig frá Eurovision. Þessu greindi leikarinn frá í spjallþætti breska sjónvarpsmannsins Graham Norton um helgina. Eurovision myndin var gefin út á Netflix og hverfðist um íslensku Eurovision keppendurna Lars Erickssong og Singrit Ericksdottir. Will Ferrell fór með hlutverk Lars og Rachel McAdams með hlutverk Singritar auk þess sem Ferrell átti hugmyndina og skrifaði handritið. Aðalsögusvið myndarinnar á Íslandi var heimabær persónanna í Húsavík auk þess sem samnefnda lagið Husavik naut gríðarlegra vinsælda. Íbúar í bænum sögðu í samtali við fréttastofu í kjölfar frumsýningar myndarinnar í júní hafa fundið fyrir auknum áhuga ferðamanna á bænum. Nú er búið að koma þar fyrir álfabyggð og Eurovision safni og ljóst að áhuginn mun ekki minnka eftir að söngleikur verður settur á svið. Í rannsóknarvinnu í Malmö Í þætti spjallþáttastjórnandans Graham Norton sem einmitt sjálfur lýsir keppninni í Bretlandi sagðist Will Ferrell hafa verið viðstaddur Eurovision í Malmö í Svíþjóð á síðasta ári. Það er ekki fyrsta keppnin sem hann er viðstaddur enda mikill aðdáandi. „Við erum að reyna að þróa þetta í Broadway söngleik. Við fórum með lagahöfundi og leikstjóra [á Eurovision] þar sem þeir höfðu aldrei séð keppnina. Það vill svo til að konan mín er sænsk, þannig að Malmö Svíþjóð, Eurovision og hér erum við!“ Husavik var meðal annars tilnefnt til Óskarsverðlauna. Sænska söngkonan Molly Sanden mætti til Húsavíkur þar sem sérstakt myndband var tekið upp af því tilefni með Húsvíkingum. Ferrell hefur áður sagt að þegar hann hafi fyrst séð keppnina hafi hann einfaldlega setið þögull í þrjá tíma. Hann hafi verið gjörsamlega gáttaður og yfir sig hrifinn. „Þetta fór úr stórkostlegum atriðum til algjörlega fáránlegra og ég man ég sat á þessari stundu og hugsaði bara: „Þetta væri frábær bíómynd en ég bjóst við því að einhver í Evrópu hefði þegar gert þetta.“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður Stöðvar 2 heimsótti Húsavík stuttu eftir frumsýningu Eurovision myndarinnar árið 2020. Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Fór þetta fram hjá þér í nýju Eurovision-myndinni? Samantekt um ýmislegt sem áhorfendur myndarinnar gætu hafa misst af. 3. júlí 2020 09:07 Gefa út íslenska útgáfu af laginu Húsavík „Signý Gunnarsdóttir samdi íslenskan texta við Husavik - My Hometown og skoraði á okkur Ödda í hljómsveitinni Kókos að taka lagið. Við að sjálfsögðu tókum áskoruninni og smelltum í smá gigg.“ 21. júlí 2020 14:31 Húsið sem Lars og Erik bjuggu í Eurovision-myndinni til sölu Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út í lok júní en í henni fara stórleikarnir Wil Ferrell, Rachel McAdams og Pierce Brosnan með aðalhlutverkin. 22. júlí 2020 11:30 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Þessu greindi leikarinn frá í spjallþætti breska sjónvarpsmannsins Graham Norton um helgina. Eurovision myndin var gefin út á Netflix og hverfðist um íslensku Eurovision keppendurna Lars Erickssong og Singrit Ericksdottir. Will Ferrell fór með hlutverk Lars og Rachel McAdams með hlutverk Singritar auk þess sem Ferrell átti hugmyndina og skrifaði handritið. Aðalsögusvið myndarinnar á Íslandi var heimabær persónanna í Húsavík auk þess sem samnefnda lagið Husavik naut gríðarlegra vinsælda. Íbúar í bænum sögðu í samtali við fréttastofu í kjölfar frumsýningar myndarinnar í júní hafa fundið fyrir auknum áhuga ferðamanna á bænum. Nú er búið að koma þar fyrir álfabyggð og Eurovision safni og ljóst að áhuginn mun ekki minnka eftir að söngleikur verður settur á svið. Í rannsóknarvinnu í Malmö Í þætti spjallþáttastjórnandans Graham Norton sem einmitt sjálfur lýsir keppninni í Bretlandi sagðist Will Ferrell hafa verið viðstaddur Eurovision í Malmö í Svíþjóð á síðasta ári. Það er ekki fyrsta keppnin sem hann er viðstaddur enda mikill aðdáandi. „Við erum að reyna að þróa þetta í Broadway söngleik. Við fórum með lagahöfundi og leikstjóra [á Eurovision] þar sem þeir höfðu aldrei séð keppnina. Það vill svo til að konan mín er sænsk, þannig að Malmö Svíþjóð, Eurovision og hér erum við!“ Husavik var meðal annars tilnefnt til Óskarsverðlauna. Sænska söngkonan Molly Sanden mætti til Húsavíkur þar sem sérstakt myndband var tekið upp af því tilefni með Húsvíkingum. Ferrell hefur áður sagt að þegar hann hafi fyrst séð keppnina hafi hann einfaldlega setið þögull í þrjá tíma. Hann hafi verið gjörsamlega gáttaður og yfir sig hrifinn. „Þetta fór úr stórkostlegum atriðum til algjörlega fáránlegra og ég man ég sat á þessari stundu og hugsaði bara: „Þetta væri frábær bíómynd en ég bjóst við því að einhver í Evrópu hefði þegar gert þetta.“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður Stöðvar 2 heimsótti Húsavík stuttu eftir frumsýningu Eurovision myndarinnar árið 2020.
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Fór þetta fram hjá þér í nýju Eurovision-myndinni? Samantekt um ýmislegt sem áhorfendur myndarinnar gætu hafa misst af. 3. júlí 2020 09:07 Gefa út íslenska útgáfu af laginu Húsavík „Signý Gunnarsdóttir samdi íslenskan texta við Husavik - My Hometown og skoraði á okkur Ödda í hljómsveitinni Kókos að taka lagið. Við að sjálfsögðu tókum áskoruninni og smelltum í smá gigg.“ 21. júlí 2020 14:31 Húsið sem Lars og Erik bjuggu í Eurovision-myndinni til sölu Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út í lok júní en í henni fara stórleikarnir Wil Ferrell, Rachel McAdams og Pierce Brosnan með aðalhlutverkin. 22. júlí 2020 11:30 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Fór þetta fram hjá þér í nýju Eurovision-myndinni? Samantekt um ýmislegt sem áhorfendur myndarinnar gætu hafa misst af. 3. júlí 2020 09:07
Gefa út íslenska útgáfu af laginu Húsavík „Signý Gunnarsdóttir samdi íslenskan texta við Husavik - My Hometown og skoraði á okkur Ödda í hljómsveitinni Kókos að taka lagið. Við að sjálfsögðu tókum áskoruninni og smelltum í smá gigg.“ 21. júlí 2020 14:31
Húsið sem Lars og Erik bjuggu í Eurovision-myndinni til sölu Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út í lok júní en í henni fara stórleikarnir Wil Ferrell, Rachel McAdams og Pierce Brosnan með aðalhlutverkin. 22. júlí 2020 11:30