Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Árni Sæberg skrifar 27. janúar 2025 16:30 Lögreglan í Vestmanneyjum mun að óbreyttu rannsaka eigin ætluð brot. Vísir/Vilhelm Karlmaður segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við Héraðssaksóknara, sem hefur beint kæru mannsins á hendur Lögreglunni í Vestmannaeyjum til meðferðar hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum. Maðurinn, sem er innflytjandi í atvinnurekstri, vill ekki láta nafns síns getið af ótta við að spilla máli sínu á hendur lögreglunni. Í samtali við Vísi segir hann að málið megi rekja til þess að góður vinur hans lést í Vestmannaeyjum árið 2023. Lögregla hafi farið heim til mannsins, sem hafi verið kominn á virðulegan aldur, þegar ekki hafði heyrst frá honum um nokkurt skeið og komið að honum látnum. Lögreglan hafi fjarlægt líkið úr íbúð mannsins, sem hann hafði á leigu hjá Vestmannaeyjabæ. Leigusalanum hleypt inn Íbúðin hafi hins vegar ekki verið innsigluð heldur hafi lögreglan leyft leigusalanum, Vestmannaeyjabæ, að fara inn í íbúðina og ráðstafa henni að vild. Íbúðin hafi verið tæmd í snatri og þrifin hátt og lágt. Inni í íbúðinni hafi eins og gengur verið mikið magn lausafjármuna, bæði í eigu húsráðanda og viðmældanda Vísis. Hann hafi fengið að geyma ýmsa muni tengda atvinnurekstri hans heima hjá vini sínum. Hann áætli að verðmæti munanna hlaupi á nokkrum milljónum króna. Munirnir séu nú hvergi finnanlegir. Kærði lögregluna en kæran endar hjá lögreglunni Maðurinn kærði lögregluna og Vestmannaeyjabæ bæði persónulega og fyrir hönd fyrirtækis síns vegna málsins. Kærunni beindi hann eðli málsins samkvæmt til Héraðssaksóknara, enda vildi hann síður að sá kærði rannsakaði eigið ætlað brot. Það gerði maðurinn með vísan til ákvæðis lögreglulaga um að Héraðssaksóknari skuli rannsaka ætluð brot lögreglumanna. Í erindi mannsins til Ríkissaksóknara, þar sem óskað er eftir því að því verði beint til Héraðssaksóknara að rannsaka málið, segir að í lok desember hafi Héraðssaksóknari tilkynnt manninum að kærunni yrði vísað til Lögreglunnar í Vestmannaeyjum til rannsóknar. Embætti Héraðssaksóknara rannsaki einkum efnahags- og skattalagabrot. Málið heyri því ekki undir embætti Héraðssaksóknara. Ríkissaksóknari aðhefst ekki Maðurinn segir að Ríkissaksóknari hafi brugðist við erindi hans í dag. Niðurstaðan væri sú að Ríkissaksóknari ætli ekki að beina því til Héraðssaksóknara að taka málið til rannsóknar. Málið sé því í algjörri kyrrstöðu, enda hafi hann dregið kæruna til baka áður en hún barst Lögreglunni í Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjar Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Maðurinn, sem er innflytjandi í atvinnurekstri, vill ekki láta nafns síns getið af ótta við að spilla máli sínu á hendur lögreglunni. Í samtali við Vísi segir hann að málið megi rekja til þess að góður vinur hans lést í Vestmannaeyjum árið 2023. Lögregla hafi farið heim til mannsins, sem hafi verið kominn á virðulegan aldur, þegar ekki hafði heyrst frá honum um nokkurt skeið og komið að honum látnum. Lögreglan hafi fjarlægt líkið úr íbúð mannsins, sem hann hafði á leigu hjá Vestmannaeyjabæ. Leigusalanum hleypt inn Íbúðin hafi hins vegar ekki verið innsigluð heldur hafi lögreglan leyft leigusalanum, Vestmannaeyjabæ, að fara inn í íbúðina og ráðstafa henni að vild. Íbúðin hafi verið tæmd í snatri og þrifin hátt og lágt. Inni í íbúðinni hafi eins og gengur verið mikið magn lausafjármuna, bæði í eigu húsráðanda og viðmældanda Vísis. Hann hafi fengið að geyma ýmsa muni tengda atvinnurekstri hans heima hjá vini sínum. Hann áætli að verðmæti munanna hlaupi á nokkrum milljónum króna. Munirnir séu nú hvergi finnanlegir. Kærði lögregluna en kæran endar hjá lögreglunni Maðurinn kærði lögregluna og Vestmannaeyjabæ bæði persónulega og fyrir hönd fyrirtækis síns vegna málsins. Kærunni beindi hann eðli málsins samkvæmt til Héraðssaksóknara, enda vildi hann síður að sá kærði rannsakaði eigið ætlað brot. Það gerði maðurinn með vísan til ákvæðis lögreglulaga um að Héraðssaksóknari skuli rannsaka ætluð brot lögreglumanna. Í erindi mannsins til Ríkissaksóknara, þar sem óskað er eftir því að því verði beint til Héraðssaksóknara að rannsaka málið, segir að í lok desember hafi Héraðssaksóknari tilkynnt manninum að kærunni yrði vísað til Lögreglunnar í Vestmannaeyjum til rannsóknar. Embætti Héraðssaksóknara rannsaki einkum efnahags- og skattalagabrot. Málið heyri því ekki undir embætti Héraðssaksóknara. Ríkissaksóknari aðhefst ekki Maðurinn segir að Ríkissaksóknari hafi brugðist við erindi hans í dag. Niðurstaðan væri sú að Ríkissaksóknari ætli ekki að beina því til Héraðssaksóknara að taka málið til rannsóknar. Málið sé því í algjörri kyrrstöðu, enda hafi hann dregið kæruna til baka áður en hún barst Lögreglunni í Vestmannaeyjum.
Vestmannaeyjar Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira