Óvíst hvenær fundað verður aftur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. janúar 2025 11:51 Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari telur enn ekki ástæðu til að boða til fundar í deilunni. Vísir/Einar Enginn fundur hefur enn verið boðaður í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga en verkföll skella á að óbreyttu eftir viku. Ríkissáttasemjari segir óvíst hvenær fundað verður aftur. Algjör pattstaða er uppi í kjaraviðræðum kennara og ríkis og sveitarfélaga. Síðasti formlegi fundurinn í deilunni var á miðvikudaginn í síðustu viku. Eftir þann fund sagði Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari ekki ástæðu til að boða til nýs fundar. Nú fimm dögum seinna er staðan enn óbreytt. Ástráður sagði í samtali við fréttastofu í morgun að verið sé að vinna að lausn deilunnar. Enginn formlegur samningafundur hafi þó verið boðaður og óvíst hvenær það verður. Ef ekki nást samningar hefjast verkföll kennara í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum næsta mánudag. Þá hefst líka undirbúningur að verkfallsgerðum kennara í framhaldsskólum. Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar sveitarfélaga segir stöðuna lítið hafa breyst síðan í síðustu viku og að hún sé sammála Ástráði um að enn sé ekki ástæða til að boða til fundar. „Ekki enn þá en við bara sjáum til hvernig okkur miðar og hvort að það verður ástæða til að ríkissáttasemjari boði til fundar.“ Vísir Ekkert nýtt hafi komið fram í deilunni sem geti liðkað fyrir lausn hennar en það þýði þó ekki að enginn sé að reyna. „Við erum bara í stöðugri vinnu að reyna að leysa þessa deilu. Við erum búin að vera að vinna um helgina og við munum nota tímann mjög vel fram að verkfalli. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Börn og uppeldi Tengdar fréttir Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Formaður Kennarasambandsins segir löngu ljóst að stjórnvöld þurfi að stíga inn í kjaradeilu þeirra og ríkis og sveitarfélaga. Kennarar hafi lagt fram tilboð í vikunni til að reyna að liðka fyrir lausn deilunnar sem hafi ekki verið svarað. 24. janúar 2025 20:26 Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir kæru foreldrahóps leikskólabarna vera aðför að kennurum barna þeirra en fréttastofa greindi frá því í hádegisfréttum að foreldrahópurinn hefði stefnt Kennarasambandi Íslands því hann teldi hinar ótímabundnu verkfallsaðgerðir í leikskólum vera ólöglegar. 23. janúar 2025 14:56 Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira
Algjör pattstaða er uppi í kjaraviðræðum kennara og ríkis og sveitarfélaga. Síðasti formlegi fundurinn í deilunni var á miðvikudaginn í síðustu viku. Eftir þann fund sagði Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari ekki ástæðu til að boða til nýs fundar. Nú fimm dögum seinna er staðan enn óbreytt. Ástráður sagði í samtali við fréttastofu í morgun að verið sé að vinna að lausn deilunnar. Enginn formlegur samningafundur hafi þó verið boðaður og óvíst hvenær það verður. Ef ekki nást samningar hefjast verkföll kennara í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum næsta mánudag. Þá hefst líka undirbúningur að verkfallsgerðum kennara í framhaldsskólum. Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar sveitarfélaga segir stöðuna lítið hafa breyst síðan í síðustu viku og að hún sé sammála Ástráði um að enn sé ekki ástæða til að boða til fundar. „Ekki enn þá en við bara sjáum til hvernig okkur miðar og hvort að það verður ástæða til að ríkissáttasemjari boði til fundar.“ Vísir Ekkert nýtt hafi komið fram í deilunni sem geti liðkað fyrir lausn hennar en það þýði þó ekki að enginn sé að reyna. „Við erum bara í stöðugri vinnu að reyna að leysa þessa deilu. Við erum búin að vera að vinna um helgina og við munum nota tímann mjög vel fram að verkfalli.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Börn og uppeldi Tengdar fréttir Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Formaður Kennarasambandsins segir löngu ljóst að stjórnvöld þurfi að stíga inn í kjaradeilu þeirra og ríkis og sveitarfélaga. Kennarar hafi lagt fram tilboð í vikunni til að reyna að liðka fyrir lausn deilunnar sem hafi ekki verið svarað. 24. janúar 2025 20:26 Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir kæru foreldrahóps leikskólabarna vera aðför að kennurum barna þeirra en fréttastofa greindi frá því í hádegisfréttum að foreldrahópurinn hefði stefnt Kennarasambandi Íslands því hann teldi hinar ótímabundnu verkfallsaðgerðir í leikskólum vera ólöglegar. 23. janúar 2025 14:56 Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira
Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Formaður Kennarasambandsins segir löngu ljóst að stjórnvöld þurfi að stíga inn í kjaradeilu þeirra og ríkis og sveitarfélaga. Kennarar hafi lagt fram tilboð í vikunni til að reyna að liðka fyrir lausn deilunnar sem hafi ekki verið svarað. 24. janúar 2025 20:26
Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir kæru foreldrahóps leikskólabarna vera aðför að kennurum barna þeirra en fréttastofa greindi frá því í hádegisfréttum að foreldrahópurinn hefði stefnt Kennarasambandi Íslands því hann teldi hinar ótímabundnu verkfallsaðgerðir í leikskólum vera ólöglegar. 23. janúar 2025 14:56
Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12