Áslaug hafi þennan „x-factor“ Bjarki Sigurðsson skrifar 26. janúar 2025 19:18 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir heitir því að verða formaður allra sjálfstæðismanna nái hún kjöri. Hún tilkynnti formannsframboð fyrir fullum sal af stuðningsfólki sínu í dag. Fyrrverandi og núverandi kjörnir fulltrúar flokksins segja Áslaugu boða nýtt upphaf fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Boðað var til fundarins í gær og þótti nokkuð ljóst hvað myndi gerast þar. Áslaug hafði áður lýst því yfir að hún íhugaði alvarlega formannsframboð. „Við þurfum að snúa bökum saman undir merkjum sjálfstæðisstefnunnar. Miðað við þá sem mættu hér í dag þá hef ég fulla trú á því. Ég yrði alltaf formaður allra sjálfstæðismanna. Við eigum að ná meiri árangri og það gerum eingöngu saman, þó að styrkleiki okkar sé líka í því að geta tekist á um fólk og málefni, en koma saman út á við síðan,“ segir Áslaug. Það vakti athygli að enginn sitjandi þingmaður flokksins mætti á fundinn. Hins vegar mátti þar finna ýmsa fulltrúa af sveitarstjórnarstigi og úr innra starfi flokksins. Þeir stuðningsmenn sem fréttastofa ræddi við voru himinlifandi með ákvörðun Áslaugar. „Mér líður alveg einstaklega vel og þeir sem voru hér, geta ekki annað en sammælst um það að hér er kominn stjórnmálamaður sem er með ástríðu og skýra hugmyndafræði. Hvað viltu meira? Ég styð Áslaugu Örnu eins og hægt er og hef alltaf gert. Ég hef mikla trú á því að hún muni marka nýtt upphaf fyrir okkur sjálfstæðismenn,“ segir Óli Björn Kárason, fyrrverandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Óli Björn Kárason var um tíma þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm „Mér líst mjög vel á þetta. Þetta fjölmenni hér á fundinum sýnir að hefur mjög breiðan og góðan stuðning. Ræða hennar var líka mjög góð. Þannig að þetta er mjög vel heppnaður fundur og vel heppnað fyrsta skref hjá henni inn í formannssætið,“ segir Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra.Friðrik Þór „Hún hefur verið gríðarlega öflug og kraftmikil í öllu sem hún hefur gert. Hún er algjör jarðýta. Þannig ég trúi því að það komi ferskir vindar með henni, ekki spurning,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.Stöð 2/Einar „Ég held að hún hafi þennan „x-factor“ sem er stundum talað um að þurfi að prýða góðan leiðtoga,“ segir Orri Hauksson, fyrrverandi forstjóri Símans, og stuðningsmaður Áslaugar. Orri Hauksson. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Boðað var til fundarins í gær og þótti nokkuð ljóst hvað myndi gerast þar. Áslaug hafði áður lýst því yfir að hún íhugaði alvarlega formannsframboð. „Við þurfum að snúa bökum saman undir merkjum sjálfstæðisstefnunnar. Miðað við þá sem mættu hér í dag þá hef ég fulla trú á því. Ég yrði alltaf formaður allra sjálfstæðismanna. Við eigum að ná meiri árangri og það gerum eingöngu saman, þó að styrkleiki okkar sé líka í því að geta tekist á um fólk og málefni, en koma saman út á við síðan,“ segir Áslaug. Það vakti athygli að enginn sitjandi þingmaður flokksins mætti á fundinn. Hins vegar mátti þar finna ýmsa fulltrúa af sveitarstjórnarstigi og úr innra starfi flokksins. Þeir stuðningsmenn sem fréttastofa ræddi við voru himinlifandi með ákvörðun Áslaugar. „Mér líður alveg einstaklega vel og þeir sem voru hér, geta ekki annað en sammælst um það að hér er kominn stjórnmálamaður sem er með ástríðu og skýra hugmyndafræði. Hvað viltu meira? Ég styð Áslaugu Örnu eins og hægt er og hef alltaf gert. Ég hef mikla trú á því að hún muni marka nýtt upphaf fyrir okkur sjálfstæðismenn,“ segir Óli Björn Kárason, fyrrverandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Óli Björn Kárason var um tíma þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm „Mér líst mjög vel á þetta. Þetta fjölmenni hér á fundinum sýnir að hefur mjög breiðan og góðan stuðning. Ræða hennar var líka mjög góð. Þannig að þetta er mjög vel heppnaður fundur og vel heppnað fyrsta skref hjá henni inn í formannssætið,“ segir Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra.Friðrik Þór „Hún hefur verið gríðarlega öflug og kraftmikil í öllu sem hún hefur gert. Hún er algjör jarðýta. Þannig ég trúi því að það komi ferskir vindar með henni, ekki spurning,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.Stöð 2/Einar „Ég held að hún hafi þennan „x-factor“ sem er stundum talað um að þurfi að prýða góðan leiðtoga,“ segir Orri Hauksson, fyrrverandi forstjóri Símans, og stuðningsmaður Áslaugar. Orri Hauksson.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira