Áslaug hafi þennan „x-factor“ Bjarki Sigurðsson skrifar 26. janúar 2025 19:18 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir heitir því að verða formaður allra sjálfstæðismanna nái hún kjöri. Hún tilkynnti formannsframboð fyrir fullum sal af stuðningsfólki sínu í dag. Fyrrverandi og núverandi kjörnir fulltrúar flokksins segja Áslaugu boða nýtt upphaf fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Boðað var til fundarins í gær og þótti nokkuð ljóst hvað myndi gerast þar. Áslaug hafði áður lýst því yfir að hún íhugaði alvarlega formannsframboð. „Við þurfum að snúa bökum saman undir merkjum sjálfstæðisstefnunnar. Miðað við þá sem mættu hér í dag þá hef ég fulla trú á því. Ég yrði alltaf formaður allra sjálfstæðismanna. Við eigum að ná meiri árangri og það gerum eingöngu saman, þó að styrkleiki okkar sé líka í því að geta tekist á um fólk og málefni, en koma saman út á við síðan,“ segir Áslaug. Það vakti athygli að enginn sitjandi þingmaður flokksins mætti á fundinn. Hins vegar mátti þar finna ýmsa fulltrúa af sveitarstjórnarstigi og úr innra starfi flokksins. Þeir stuðningsmenn sem fréttastofa ræddi við voru himinlifandi með ákvörðun Áslaugar. „Mér líður alveg einstaklega vel og þeir sem voru hér, geta ekki annað en sammælst um það að hér er kominn stjórnmálamaður sem er með ástríðu og skýra hugmyndafræði. Hvað viltu meira? Ég styð Áslaugu Örnu eins og hægt er og hef alltaf gert. Ég hef mikla trú á því að hún muni marka nýtt upphaf fyrir okkur sjálfstæðismenn,“ segir Óli Björn Kárason, fyrrverandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Óli Björn Kárason var um tíma þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm „Mér líst mjög vel á þetta. Þetta fjölmenni hér á fundinum sýnir að hefur mjög breiðan og góðan stuðning. Ræða hennar var líka mjög góð. Þannig að þetta er mjög vel heppnaður fundur og vel heppnað fyrsta skref hjá henni inn í formannssætið,“ segir Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra.Friðrik Þór „Hún hefur verið gríðarlega öflug og kraftmikil í öllu sem hún hefur gert. Hún er algjör jarðýta. Þannig ég trúi því að það komi ferskir vindar með henni, ekki spurning,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.Stöð 2/Einar „Ég held að hún hafi þennan „x-factor“ sem er stundum talað um að þurfi að prýða góðan leiðtoga,“ segir Orri Hauksson, fyrrverandi forstjóri Símans, og stuðningsmaður Áslaugar. Orri Hauksson. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Boðað var til fundarins í gær og þótti nokkuð ljóst hvað myndi gerast þar. Áslaug hafði áður lýst því yfir að hún íhugaði alvarlega formannsframboð. „Við þurfum að snúa bökum saman undir merkjum sjálfstæðisstefnunnar. Miðað við þá sem mættu hér í dag þá hef ég fulla trú á því. Ég yrði alltaf formaður allra sjálfstæðismanna. Við eigum að ná meiri árangri og það gerum eingöngu saman, þó að styrkleiki okkar sé líka í því að geta tekist á um fólk og málefni, en koma saman út á við síðan,“ segir Áslaug. Það vakti athygli að enginn sitjandi þingmaður flokksins mætti á fundinn. Hins vegar mátti þar finna ýmsa fulltrúa af sveitarstjórnarstigi og úr innra starfi flokksins. Þeir stuðningsmenn sem fréttastofa ræddi við voru himinlifandi með ákvörðun Áslaugar. „Mér líður alveg einstaklega vel og þeir sem voru hér, geta ekki annað en sammælst um það að hér er kominn stjórnmálamaður sem er með ástríðu og skýra hugmyndafræði. Hvað viltu meira? Ég styð Áslaugu Örnu eins og hægt er og hef alltaf gert. Ég hef mikla trú á því að hún muni marka nýtt upphaf fyrir okkur sjálfstæðismenn,“ segir Óli Björn Kárason, fyrrverandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Óli Björn Kárason var um tíma þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm „Mér líst mjög vel á þetta. Þetta fjölmenni hér á fundinum sýnir að hefur mjög breiðan og góðan stuðning. Ræða hennar var líka mjög góð. Þannig að þetta er mjög vel heppnaður fundur og vel heppnað fyrsta skref hjá henni inn í formannssætið,“ segir Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra.Friðrik Þór „Hún hefur verið gríðarlega öflug og kraftmikil í öllu sem hún hefur gert. Hún er algjör jarðýta. Þannig ég trúi því að það komi ferskir vindar með henni, ekki spurning,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.Stöð 2/Einar „Ég held að hún hafi þennan „x-factor“ sem er stundum talað um að þurfi að prýða góðan leiðtoga,“ segir Orri Hauksson, fyrrverandi forstjóri Símans, og stuðningsmaður Áslaugar. Orri Hauksson.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira