„Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. janúar 2025 14:34 Þorgerður Katrín segir ljóst að bakslag hafi átt sér stað í mannréttindamálum um heim allan, þar á meðal í sterkum lýðræðisríkjum í Evrópu og í Bandaríkjunum. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra þykir miður að sjá það raungerast að bandarísk stjórnvöld hverfi frá þeirri afstöðu sem stjórnvöld hafa sýnt á alþjóðavettvangi í mannréttindamálum undanfarin ár. Strax og Donald Trump Bandaríkjaforseti tók við embætti fór hann að láta til sín taka í málum tengdum mannréttindum hinsegin fólks. Eftir að hann sór embættiseið sinn undirritaði hann meðal annars tilskipun þar sem kveðið er á um að alríkið viðurkenni aðeins tvö kyn, karlkyn og kvenkyn, sem séu ákvörðuð við fæðingu. Þá undirritaði hann aðra tilskipun sem kvað á um að leggja ætti niður allar aðgerðir er vörðuðu fjölbreytni og inngildingu. Til stendur að segja fjölda starfsmanna sem unnið hafa við málaflokkinn upp. Augljóst bakslag Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra gerði málið að umfjöllunarefni sínu í færslu á Facebook í dag en Samtökin 78 skoruðu á íslensk stjórnvöld á dögunum að fordæma tilskipanirnar. „Um nýja forsetatilskipun í Bandaríkjunum langar mig til að segja að mér þykir afar miður ef við sjáum það raungerast að bandarísk stjórnvöld hverfi svo skjótt frá því frjálslyndi og þeirri afstöðu sem stjórnvöld hafa sýnt á alþjóðavettvangi í þessum málaflokki undanfarin ár.“ Hún segir ljóst að bakslag hafi átt sér stað í mannréttindamálum um heim allan, þar á meðal í sterkum lýðræðisríkjum í Evrópu og í Bandaríkjunum. Það sé sorglegur veruleiki sem beri að taka alvarlega og bregðast við. Ásetningur Þorgerðar að Ísland beiti sér Síðast þegar Bandaríkin undirgengust allsherjarúttekt mannréttindamála á vegum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, árið 2020, hafi mikilvægi réttinda hinsegin fólks verið sérstaklega tilgreint í tilmælum Íslands til Bandaríkjanna. Það sé ásetningur hennar að Ísland sjái áfram fyrir mannréttindum hinsegin fólks í allsherjarúttekt mannréttindaráðsins. „Til að stuðla að framförum og sporna við afturför munum við tala skýrt á alþjóðavettvangi, vera ófeimin við að eiga samtöl við önnur ríki, lýsa okkar afstöðu og á hverju hún grundvallast. Hún grundvallast auðvitað á þeirri trú okkar að mannréttindi séu algild og eigi við alls staðar.“ Loks heitir Þorgerður því að í hennar ráðherratíð muni Ísland leggja lóð sitt á vogarskálarnar til að sporna við því bakslagi sem hefur átt sér stað í mannréttindamálum. „Við ætlum áfram að vera öflugir málsvarar réttinda hinsegin fólks og herða róðurinn ef eitthvað er.“ Bandaríkin Málefni trans fólks Hinsegin Donald Trump Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Fleiri fréttir Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Sjá meira
Strax og Donald Trump Bandaríkjaforseti tók við embætti fór hann að láta til sín taka í málum tengdum mannréttindum hinsegin fólks. Eftir að hann sór embættiseið sinn undirritaði hann meðal annars tilskipun þar sem kveðið er á um að alríkið viðurkenni aðeins tvö kyn, karlkyn og kvenkyn, sem séu ákvörðuð við fæðingu. Þá undirritaði hann aðra tilskipun sem kvað á um að leggja ætti niður allar aðgerðir er vörðuðu fjölbreytni og inngildingu. Til stendur að segja fjölda starfsmanna sem unnið hafa við málaflokkinn upp. Augljóst bakslag Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra gerði málið að umfjöllunarefni sínu í færslu á Facebook í dag en Samtökin 78 skoruðu á íslensk stjórnvöld á dögunum að fordæma tilskipanirnar. „Um nýja forsetatilskipun í Bandaríkjunum langar mig til að segja að mér þykir afar miður ef við sjáum það raungerast að bandarísk stjórnvöld hverfi svo skjótt frá því frjálslyndi og þeirri afstöðu sem stjórnvöld hafa sýnt á alþjóðavettvangi í þessum málaflokki undanfarin ár.“ Hún segir ljóst að bakslag hafi átt sér stað í mannréttindamálum um heim allan, þar á meðal í sterkum lýðræðisríkjum í Evrópu og í Bandaríkjunum. Það sé sorglegur veruleiki sem beri að taka alvarlega og bregðast við. Ásetningur Þorgerðar að Ísland beiti sér Síðast þegar Bandaríkin undirgengust allsherjarúttekt mannréttindamála á vegum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, árið 2020, hafi mikilvægi réttinda hinsegin fólks verið sérstaklega tilgreint í tilmælum Íslands til Bandaríkjanna. Það sé ásetningur hennar að Ísland sjái áfram fyrir mannréttindum hinsegin fólks í allsherjarúttekt mannréttindaráðsins. „Til að stuðla að framförum og sporna við afturför munum við tala skýrt á alþjóðavettvangi, vera ófeimin við að eiga samtöl við önnur ríki, lýsa okkar afstöðu og á hverju hún grundvallast. Hún grundvallast auðvitað á þeirri trú okkar að mannréttindi séu algild og eigi við alls staðar.“ Loks heitir Þorgerður því að í hennar ráðherratíð muni Ísland leggja lóð sitt á vogarskálarnar til að sporna við því bakslagi sem hefur átt sér stað í mannréttindamálum. „Við ætlum áfram að vera öflugir málsvarar réttinda hinsegin fólks og herða róðurinn ef eitthvað er.“
Bandaríkin Málefni trans fólks Hinsegin Donald Trump Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Fleiri fréttir Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Sjá meira