Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. janúar 2025 20:36 Fjölskylda og vinir Ásgeirs H. Ingólfssonar minntust hans í kvöld. Vísir/Stöð 2/Aðsent Vinir og fjölskylda Ásgeirs H. Ingólfssonar, skálds og blaðamanns, komu saman á svokallaðri Lífskviðu í Kjarnaskógi í dag. Ásgeir hafði undanfarnar vikur skipulagt viðburðinn sem hálfgerða kveðjustund eftir að hafa nýverið verið greindur með ólæknandi krabbamein. Hann hugðist sjálfur vera viðstaddur Lífskviðuna í dag en lést sviplega í nótt. Aðstandendur Ásgeirs ákváðu að halda viðburðinum til streitu og breyttu honum í minningarstund um vin sinn. Formleg dagskrá var á staðnum í kvöld, þar sem ævi og störf Ásgeirs voru heiðruð. Jón Bjarki Magnússon, vinur Ásgeirs, festi viðburðinn á filmu. Einn öflugasti menningarblaðamaður landsins Hinn 48 ára Ásgeir var frá Akureyri og bjó þar fyrstu tuttugu ár sín. Eftir það flakkaði hann töluvert og bjó í Reykjavík, á Laugarvatni og á Sauðárkróki, í Längenfeld í Austurríki, Southampton á Englandi og í Prag, Tábor og Zlín í Tékklandi. Hann var með BA-gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands, MA-gráðu í blaðamennsku og kennsluréttindi frá sama skóla auk MA-gráðu í ritlist frá Háskólanum í Southampton. Ásgeir starfaði við ýmislegt svo sem blaðamennsku, kennslu, þýðingar, textavinnu og skrif. Þekktastur er hann þó fyrir menningarblaðamennsku sína og gagnrýni. Hann kom víða við á blaðamannaferli sínum og starfaði bæði á ristjórnum og í lausamennsku. Síðustu ár skrifaði hann bókadóma og bíódóma fyrir Heimildina en skrifaði þar að auki fyrir Stundina, Fréttatímann, RÚV, Morgunblaðið, Smuguna, Klapptré, Starafugl, Krítík, The Reykjavík Grapevine, Cineuropa, Stúdentablaðið, Muninn, Kistuna, Land og syni og Torfið. Þar af ritstýrði hann þeim þremur síðastnefndu. Hann hélt einnig úti eigin menningarvef sem hét Menningarsmygl þar sem hann skrifaði um menningu og listir á breiðum grunni. Leitaði að ljósmæðrum og ljósfeðrum eftir greininguna Ásgeir var í viðtali á Heimildinni í gær þar sem hann lýsti viðbrögðum sínum við að vera tilkynnt að hann væri að fara að deyja. Hann væri ógiftur, barnlaus og ætti engar eignir en þó væru ákveðnir hlutir sem hann vildi gefa frá sér. „Það sem ég á eftir eru öll mín ókláruðu verk; þau sem ég er kominn áleiðis með og þau sem eru enn á byrjunarstigi,“ sagði hann við Heimildina Mestu verðmæti Ásgeirs taldi hann bundin í tölvum og stílabókum en ekki á bankabókinni. Þar lægi heimspekin að baki Lífskviðunni. „Í tölvunni eigum við myndir og myndbönd, texta og ljóð, uppskriftir og tónlist, alls konar bara eftir áhugasviði fólks. Kannski getur einhver farið í þessi gögn síðar en kannski ekki. Það sem mig langaði að gera var að finna ljósmæður og ljósfeður og ritstjóra fyrir allt sem ég á, til að hjálpa mér að koma því í eitthvert form eða halda áfram með verkin sem ég byrjaði á,“ sagði hann einnig við Heimildina. Á Lífskviðunni ætlaði Ásgeir að deila verkum sínum, kláruðum og ókláruðum. Eftir sviplegt andlát Ásgeirs í nótt ákváðu vinir og fjölskylda að breyta Lífskviðunni í minningarstund og boðaði fjöldi listamanna komu sína til að lesa upp ljóð, flytja tónlist og sýna myndlist. Andlát Menning Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Ásgeir hafði undanfarnar vikur skipulagt viðburðinn sem hálfgerða kveðjustund eftir að hafa nýverið verið greindur með ólæknandi krabbamein. Hann hugðist sjálfur vera viðstaddur Lífskviðuna í dag en lést sviplega í nótt. Aðstandendur Ásgeirs ákváðu að halda viðburðinum til streitu og breyttu honum í minningarstund um vin sinn. Formleg dagskrá var á staðnum í kvöld, þar sem ævi og störf Ásgeirs voru heiðruð. Jón Bjarki Magnússon, vinur Ásgeirs, festi viðburðinn á filmu. Einn öflugasti menningarblaðamaður landsins Hinn 48 ára Ásgeir var frá Akureyri og bjó þar fyrstu tuttugu ár sín. Eftir það flakkaði hann töluvert og bjó í Reykjavík, á Laugarvatni og á Sauðárkróki, í Längenfeld í Austurríki, Southampton á Englandi og í Prag, Tábor og Zlín í Tékklandi. Hann var með BA-gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands, MA-gráðu í blaðamennsku og kennsluréttindi frá sama skóla auk MA-gráðu í ritlist frá Háskólanum í Southampton. Ásgeir starfaði við ýmislegt svo sem blaðamennsku, kennslu, þýðingar, textavinnu og skrif. Þekktastur er hann þó fyrir menningarblaðamennsku sína og gagnrýni. Hann kom víða við á blaðamannaferli sínum og starfaði bæði á ristjórnum og í lausamennsku. Síðustu ár skrifaði hann bókadóma og bíódóma fyrir Heimildina en skrifaði þar að auki fyrir Stundina, Fréttatímann, RÚV, Morgunblaðið, Smuguna, Klapptré, Starafugl, Krítík, The Reykjavík Grapevine, Cineuropa, Stúdentablaðið, Muninn, Kistuna, Land og syni og Torfið. Þar af ritstýrði hann þeim þremur síðastnefndu. Hann hélt einnig úti eigin menningarvef sem hét Menningarsmygl þar sem hann skrifaði um menningu og listir á breiðum grunni. Leitaði að ljósmæðrum og ljósfeðrum eftir greininguna Ásgeir var í viðtali á Heimildinni í gær þar sem hann lýsti viðbrögðum sínum við að vera tilkynnt að hann væri að fara að deyja. Hann væri ógiftur, barnlaus og ætti engar eignir en þó væru ákveðnir hlutir sem hann vildi gefa frá sér. „Það sem ég á eftir eru öll mín ókláruðu verk; þau sem ég er kominn áleiðis með og þau sem eru enn á byrjunarstigi,“ sagði hann við Heimildina Mestu verðmæti Ásgeirs taldi hann bundin í tölvum og stílabókum en ekki á bankabókinni. Þar lægi heimspekin að baki Lífskviðunni. „Í tölvunni eigum við myndir og myndbönd, texta og ljóð, uppskriftir og tónlist, alls konar bara eftir áhugasviði fólks. Kannski getur einhver farið í þessi gögn síðar en kannski ekki. Það sem mig langaði að gera var að finna ljósmæður og ljósfeður og ritstjóra fyrir allt sem ég á, til að hjálpa mér að koma því í eitthvert form eða halda áfram með verkin sem ég byrjaði á,“ sagði hann einnig við Heimildina. Á Lífskviðunni ætlaði Ásgeir að deila verkum sínum, kláruðum og ókláruðum. Eftir sviplegt andlát Ásgeirs í nótt ákváðu vinir og fjölskylda að breyta Lífskviðunni í minningarstund og boðaði fjöldi listamanna komu sína til að lesa upp ljóð, flytja tónlist og sýna myndlist.
Andlát Menning Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira