Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. janúar 2025 07:01 Foreldrar um sextíu barna á Maríuborg lýsa yfir mikilli óánægju með leikskólastjórann. Reykjavíkurborg Foreldrar sextíu barna sem eru eða voru á leikskólanum Maríuborg í Grafarholti hafa sent borgarráði Reykjavíkur bréf þar sem þess er krafist að leikskólastjóra Maríuborgar verði vikið frá störfum. Í bréfinu er að finna alvarlegar kvartanir vegna starfshátta á leikskólanum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. Þar segir að auk kröfu um brottrekstur leikskólastjórans sé þess farið á leit að borgin skoði mál tengd leikskólastjóranum sem upp hafi komið. Leikskólastjórinn hafi verið ráðinn í fast starf frá og með upphafi síðasta árs, en kvartanir yfir framferði hans hafi komið fram frá haustinu 2023. Þær kvartanir, sem snúið hafi að „óásættanlegri hegðun, ófaglegum vinnubrögðum og skorti á faglegri forystu“ hafi Austurmiðstöð Reykjavíkur ekki tekið til greina. Telja til fjölda atvika Auk þess að lýsa yfir vantrausti á leikskólastjórann hafi foreldrar látið fylgja með skrá yfir um 30 atvik sem foreldrarnir telji ámælisverð. Þess á meðal er atvik þar sem drengur fannst ekki þegar foreldri hans hafi komið að sækja hann. Eins er nefnt að starfsmaður hafi „látið barn heyra það“, talað hafi verið niður til barna og að þrír starfsmenn hafi verið úti á leikskólalóðinni með 35 börnum. Í eitt skipti hafi leikskólastjórinn hringt í foreldri klukkan rúmlega fjögur síðdegis og sagt að hann væri að leita að syni þess sem búið væri að sækja. Tók drenginn úr leikskólanum Morgunblaðið hefur eftir foreldrum lýsingar á því að börn kvíði því að fara í leikskólann og á óviðeigandi hegðun starfsmanna í garð barnanna. Einn drengur hafi „öskurgrátið“ alla morgna, sér í lagi þegar leikskólastjórinn hafi verið að störfum. Sá hafi lent í barsmíðum af hendi annarra drengja á leikskólanum, sem hafi verið án eftirlits inni á klósetti. Ástæða barsmíðanna hafi verið sú að drengurinn ætti ekki föður. Þegar móðir drengsins hafi kvartað yfir málinu við leikskólastjórann er hann sagður hafa svarað henni með því að drengurinn væri oft lítill í sér því móðir hans hafi verið með krabbamein. Í kjölfarið hafi móðirin tekið drenginn úr leikskólanum og flutt í annað sveitarfélag. Í upprunalegri útgáfu fréttarnir var sagt að leikskólastjórinn hefði verið grunaður um að villa á sér heimildir sem bakvörður í Bolungarvík í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins. Það er ekki rétt og velvirðingar er beðist á þessum leiðu mistökum. Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. Þar segir að auk kröfu um brottrekstur leikskólastjórans sé þess farið á leit að borgin skoði mál tengd leikskólastjóranum sem upp hafi komið. Leikskólastjórinn hafi verið ráðinn í fast starf frá og með upphafi síðasta árs, en kvartanir yfir framferði hans hafi komið fram frá haustinu 2023. Þær kvartanir, sem snúið hafi að „óásættanlegri hegðun, ófaglegum vinnubrögðum og skorti á faglegri forystu“ hafi Austurmiðstöð Reykjavíkur ekki tekið til greina. Telja til fjölda atvika Auk þess að lýsa yfir vantrausti á leikskólastjórann hafi foreldrar látið fylgja með skrá yfir um 30 atvik sem foreldrarnir telji ámælisverð. Þess á meðal er atvik þar sem drengur fannst ekki þegar foreldri hans hafi komið að sækja hann. Eins er nefnt að starfsmaður hafi „látið barn heyra það“, talað hafi verið niður til barna og að þrír starfsmenn hafi verið úti á leikskólalóðinni með 35 börnum. Í eitt skipti hafi leikskólastjórinn hringt í foreldri klukkan rúmlega fjögur síðdegis og sagt að hann væri að leita að syni þess sem búið væri að sækja. Tók drenginn úr leikskólanum Morgunblaðið hefur eftir foreldrum lýsingar á því að börn kvíði því að fara í leikskólann og á óviðeigandi hegðun starfsmanna í garð barnanna. Einn drengur hafi „öskurgrátið“ alla morgna, sér í lagi þegar leikskólastjórinn hafi verið að störfum. Sá hafi lent í barsmíðum af hendi annarra drengja á leikskólanum, sem hafi verið án eftirlits inni á klósetti. Ástæða barsmíðanna hafi verið sú að drengurinn ætti ekki föður. Þegar móðir drengsins hafi kvartað yfir málinu við leikskólastjórann er hann sagður hafa svarað henni með því að drengurinn væri oft lítill í sér því móðir hans hafi verið með krabbamein. Í kjölfarið hafi móðirin tekið drenginn úr leikskólanum og flutt í annað sveitarfélag. Í upprunalegri útgáfu fréttarnir var sagt að leikskólastjórinn hefði verið grunaður um að villa á sér heimildir sem bakvörður í Bolungarvík í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins. Það er ekki rétt og velvirðingar er beðist á þessum leiðu mistökum.
Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði