Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. janúar 2025 16:15 Þriggja manna hagræðingarhópur hefur verið skipaður. Vísir/Vilhelm Frestur til að leggja til hagræðingartillögur í samráðsgátt stjórnvalda rennur út á miðnætti. Hátt á fjórða þúsund tillaga hafa þegar borist. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra kallaði eftir sparnaðarráðum í rekstri ríkisins í Samráðsgátt stjórnvalda í upphaf árs og fóru tillögurnar strax að hrannast inn. Fram kom í lýsingu gáttarinnar að árinu í ár sé áætlað að útgjöld íslenska ríkisins verði um 1.550 milljarðar króna eða 16 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Tillögurnar sem hafa borist eru jafnmismunandi og þær eru margar. Meðal þeirra er að Ísland gangi úr Atlantshafsbandalaginu, fækka sendiráðum og stofnunum og aðstoðarmönnum ráðherra. Margar tillögurnar snúa einnig að rekstri Ríkisútvarpsins eða jafnvel tilvist þess. Flestir velja þó að gera tillögur sínar ekki aðgengilegar almenningi. Kristrún Frostadóttir hefur sagst vongóð um að margar gagnlegar tillögur berist í gáttina og að almenna þekkingin reynist gjarnan vel. „Okkur finnst skipta máli að eiga víðtækt samráð,“ hefur Kristrún sagt. Ríkisstjórnin ætlar að vinna árið 2025 eftir samþykktu fjárlagafrumvarpi fyrri ríkisstjórnar en hefur farið mikinn í vangaveltum um hagræðingu. Fram hefur einnig komið að tillögurnar verði greindar með gervigreind í fyrsta fasa. Þá hefur þegar verið skipaður þriggja manna hagræðingarhópur sem taki hugmyndirnar allar saman. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hafa ritað forstöðumönnum hjá ríkinu bréf þar sem óskað er eftir hugmyndum og sjónarmiðum um hvernig megi hagræða í rekstri ríkisins. 16. janúar 2025 16:45 Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Víst er að landsmenn hafa tekið því boði Kristrúnar Frostadóttur fagnandi að fá að viðra sjónarmið sín opinberlega um hvað gæti orðið til sparnaðar í rekstri hins opinbera. 3. janúar 2025 14:51 Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sparnaðarráðum rignir inn í Samráðsgátt stjórnvalda eftir að forsætisráðherra kallaði í dag eftir tillögum frá almenningi, fyrirtækjum og hagsmunaaðilar um hvar og hvernig megi hagræða í rekstri ríkisins. Forsætisráðherra býst við mörgum gagnlegum ábendingum enda hafi hún góða reynslu af slíku samráði. 2. janúar 2025 18:42 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra kallaði eftir sparnaðarráðum í rekstri ríkisins í Samráðsgátt stjórnvalda í upphaf árs og fóru tillögurnar strax að hrannast inn. Fram kom í lýsingu gáttarinnar að árinu í ár sé áætlað að útgjöld íslenska ríkisins verði um 1.550 milljarðar króna eða 16 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Tillögurnar sem hafa borist eru jafnmismunandi og þær eru margar. Meðal þeirra er að Ísland gangi úr Atlantshafsbandalaginu, fækka sendiráðum og stofnunum og aðstoðarmönnum ráðherra. Margar tillögurnar snúa einnig að rekstri Ríkisútvarpsins eða jafnvel tilvist þess. Flestir velja þó að gera tillögur sínar ekki aðgengilegar almenningi. Kristrún Frostadóttir hefur sagst vongóð um að margar gagnlegar tillögur berist í gáttina og að almenna þekkingin reynist gjarnan vel. „Okkur finnst skipta máli að eiga víðtækt samráð,“ hefur Kristrún sagt. Ríkisstjórnin ætlar að vinna árið 2025 eftir samþykktu fjárlagafrumvarpi fyrri ríkisstjórnar en hefur farið mikinn í vangaveltum um hagræðingu. Fram hefur einnig komið að tillögurnar verði greindar með gervigreind í fyrsta fasa. Þá hefur þegar verið skipaður þriggja manna hagræðingarhópur sem taki hugmyndirnar allar saman.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hafa ritað forstöðumönnum hjá ríkinu bréf þar sem óskað er eftir hugmyndum og sjónarmiðum um hvernig megi hagræða í rekstri ríkisins. 16. janúar 2025 16:45 Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Víst er að landsmenn hafa tekið því boði Kristrúnar Frostadóttur fagnandi að fá að viðra sjónarmið sín opinberlega um hvað gæti orðið til sparnaðar í rekstri hins opinbera. 3. janúar 2025 14:51 Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sparnaðarráðum rignir inn í Samráðsgátt stjórnvalda eftir að forsætisráðherra kallaði í dag eftir tillögum frá almenningi, fyrirtækjum og hagsmunaaðilar um hvar og hvernig megi hagræða í rekstri ríkisins. Forsætisráðherra býst við mörgum gagnlegum ábendingum enda hafi hún góða reynslu af slíku samráði. 2. janúar 2025 18:42 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hafa ritað forstöðumönnum hjá ríkinu bréf þar sem óskað er eftir hugmyndum og sjónarmiðum um hvernig megi hagræða í rekstri ríkisins. 16. janúar 2025 16:45
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Víst er að landsmenn hafa tekið því boði Kristrúnar Frostadóttur fagnandi að fá að viðra sjónarmið sín opinberlega um hvað gæti orðið til sparnaðar í rekstri hins opinbera. 3. janúar 2025 14:51
Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sparnaðarráðum rignir inn í Samráðsgátt stjórnvalda eftir að forsætisráðherra kallaði í dag eftir tillögum frá almenningi, fyrirtækjum og hagsmunaaðilar um hvar og hvernig megi hagræða í rekstri ríkisins. Forsætisráðherra býst við mörgum gagnlegum ábendingum enda hafi hún góða reynslu af slíku samráði. 2. janúar 2025 18:42