Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. janúar 2025 14:56 Haraldur segir að margir kennarar hafi orðið fyrir vonbrigðum vegna kæru foreldrahóps. Vísir/vilhelm Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir kæru foreldrahóps leikskólabarna vera aðför að kennurum barna þeirra en fréttastofa greindi frá því í hádegisfréttum að foreldrahópurinn hefði stefnt Kennarasambandi Íslands því hann teldi hinar ótímabundnu verkfallsaðgerðir í leikskólum vera ólöglegar. Mál foreldranna var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku en aðalmeðferð er á dagskrá í næstu viku. Haraldur segir í skriflegu svari til fréttastofu að honum þyki vegferð foreldranna „sérstök“ og að kæran sé aðför að kennurum barna þeirra því Kennarasambandið geri ekkert sem sé í óþökk félagsfólksins. Foreldrahópurinn sé með þessu að gera tilraun til að svipta kennara þeim lagalega neyðarrétti að geta barist fyrir bættum kjörum. Hann segir vegferðina „sérstaka“ og „skrýtna“ og að hún sé foreldrahópnum til skammar og minnkunar. Hann viti ekki hvernig þeir ætli að horfa í augun á kennurum barna sinna eftir kæruna. Haraldur segist hafa heyrt í mörgum og vonbrigðin sem kennararnir upplifi verði vart lýst með orðum. Hér að neðan má lesa skriflegt svar Haraldar í heild sinni: „Þetta er afar sérstök vegferð sem þessi þó litli hópur foreldra í þessum 4 leikskólum er á. Þetta er auðvitað ekkert annað en aðför að kennurum barna þeirra því KÍ er auðvitað ekkert nema félagsfólkið sjálft og KÍ gerir ekkert í óþökk félagsfólks. Hér er verið að gera tilraun til að svipta kennurum þeim lagalega neyðarrétti að geta barist fyrir bættum kjörum og þá framtíðar afkomu sinnar og sinna sem og fyrir leikskólakerfinu öllu sem líður alla daga út um allt land vegna langvarandi skorts á fagfólki. Nú þegar þessi stefna verður birt verður það opinbert hvaða foreldrar fóru í þessa skrítnu vegferð. Þetta er þeim til skammar og minnkunar og ég veit í raun ekki hvernig þeir ætla að horfa í augun á kennurum barna sinna eftir þetta. Ég hef heyrt í mörgum og vonbrigðin sem kennararnir upplifa í garð þessa hóps verður vart lýst með orðum. Við munum einfaldlega taka til varna fyrir dómstólum ef málið er dómtækt. Við höfum þar góðan málstað að verja enda höfum við í öllu ferlinu farið í einu og öllu að lögum.“ Skóla- og menntamál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Börn og uppeldi Leikskólar Tengdar fréttir Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12 Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Trúnaðarmenn Félags framhaldsskólakennara hafa lýst yfir þungum áhyggjum af pattstöðu í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Trúnaðarmennirnir eru sammála um að hefja skuli undirbúning verkfalla sem hefjast í næsta mánuði að óbreyttu. 17. janúar 2025 17:30 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Mál foreldranna var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku en aðalmeðferð er á dagskrá í næstu viku. Haraldur segir í skriflegu svari til fréttastofu að honum þyki vegferð foreldranna „sérstök“ og að kæran sé aðför að kennurum barna þeirra því Kennarasambandið geri ekkert sem sé í óþökk félagsfólksins. Foreldrahópurinn sé með þessu að gera tilraun til að svipta kennara þeim lagalega neyðarrétti að geta barist fyrir bættum kjörum. Hann segir vegferðina „sérstaka“ og „skrýtna“ og að hún sé foreldrahópnum til skammar og minnkunar. Hann viti ekki hvernig þeir ætli að horfa í augun á kennurum barna sinna eftir kæruna. Haraldur segist hafa heyrt í mörgum og vonbrigðin sem kennararnir upplifi verði vart lýst með orðum. Hér að neðan má lesa skriflegt svar Haraldar í heild sinni: „Þetta er afar sérstök vegferð sem þessi þó litli hópur foreldra í þessum 4 leikskólum er á. Þetta er auðvitað ekkert annað en aðför að kennurum barna þeirra því KÍ er auðvitað ekkert nema félagsfólkið sjálft og KÍ gerir ekkert í óþökk félagsfólks. Hér er verið að gera tilraun til að svipta kennurum þeim lagalega neyðarrétti að geta barist fyrir bættum kjörum og þá framtíðar afkomu sinnar og sinna sem og fyrir leikskólakerfinu öllu sem líður alla daga út um allt land vegna langvarandi skorts á fagfólki. Nú þegar þessi stefna verður birt verður það opinbert hvaða foreldrar fóru í þessa skrítnu vegferð. Þetta er þeim til skammar og minnkunar og ég veit í raun ekki hvernig þeir ætla að horfa í augun á kennurum barna sinna eftir þetta. Ég hef heyrt í mörgum og vonbrigðin sem kennararnir upplifa í garð þessa hóps verður vart lýst með orðum. Við munum einfaldlega taka til varna fyrir dómstólum ef málið er dómtækt. Við höfum þar góðan málstað að verja enda höfum við í öllu ferlinu farið í einu og öllu að lögum.“
„Þetta er afar sérstök vegferð sem þessi þó litli hópur foreldra í þessum 4 leikskólum er á. Þetta er auðvitað ekkert annað en aðför að kennurum barna þeirra því KÍ er auðvitað ekkert nema félagsfólkið sjálft og KÍ gerir ekkert í óþökk félagsfólks. Hér er verið að gera tilraun til að svipta kennurum þeim lagalega neyðarrétti að geta barist fyrir bættum kjörum og þá framtíðar afkomu sinnar og sinna sem og fyrir leikskólakerfinu öllu sem líður alla daga út um allt land vegna langvarandi skorts á fagfólki. Nú þegar þessi stefna verður birt verður það opinbert hvaða foreldrar fóru í þessa skrítnu vegferð. Þetta er þeim til skammar og minnkunar og ég veit í raun ekki hvernig þeir ætla að horfa í augun á kennurum barna sinna eftir þetta. Ég hef heyrt í mörgum og vonbrigðin sem kennararnir upplifa í garð þessa hóps verður vart lýst með orðum. Við munum einfaldlega taka til varna fyrir dómstólum ef málið er dómtækt. Við höfum þar góðan málstað að verja enda höfum við í öllu ferlinu farið í einu og öllu að lögum.“
Skóla- og menntamál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Börn og uppeldi Leikskólar Tengdar fréttir Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12 Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Trúnaðarmenn Félags framhaldsskólakennara hafa lýst yfir þungum áhyggjum af pattstöðu í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Trúnaðarmennirnir eru sammála um að hefja skuli undirbúning verkfalla sem hefjast í næsta mánuði að óbreyttu. 17. janúar 2025 17:30 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12
Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Trúnaðarmenn Félags framhaldsskólakennara hafa lýst yfir þungum áhyggjum af pattstöðu í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Trúnaðarmennirnir eru sammála um að hefja skuli undirbúning verkfalla sem hefjast í næsta mánuði að óbreyttu. 17. janúar 2025 17:30