Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Margrét Helga Erlingsdóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 22. janúar 2025 12:03 Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Rögnu Kristínar Guðbrandsdóttur um enn fleiri aukaverkanir ADHD-lyfja hjá fullorðnum. Vísir/Bjarni Ný íslensk rannsókn sýnir að einn af hverjum 264 sem hófu lyfjameðferð við ADHD fór í fyrsta geðrofið eða maníu innan árs frá töku lyfjanna. Geðrof og manía eru sjaldgæfar en grafalvarlegar aukaverkanir ADHD lyfja. Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Rögnu Kristínar Guðbrandsdóttur, læknis og doktorsnema. Hún kynnti rannsóknina á læknadögum sem nú fara fram. Hún segir að kveikjan að rannsókninni sé sú mikla aukning á ávísunum ADHD-lyfja til fullorðinna á síðustu árum. Hún skoðaði lyfjanotkunina í samhengi við innlagnir á geðdeildir vegna maníu eða geðrofa innan árs frá töku ADHD-lyfjanna. „Við sáum það í minni rannsókn - og aðrar rannsóknir hafa sýnt það einnig - að geðrof og maníur eru tiltölulega sjaldgæfar aukaverkanir þessara lyfja og almennt er talið að hættan sé svona 0,1-1% við notkun á lyfjunum. Við sáum það í okkar rannsókn að hættan á geðrofi og maníu í kjölfar þessara lyfja er 0,38% eða einn af hverjum 264 sem byrjar á lyfjunum fer í fyrsta geðrofið eða maníuna innan árs frá því þeir hófu meðferð. Fólk sem hefur enga fyrri sögu um geðrof eða maníu og byrjar síðan á lyfjunum og fer í geðrof eða maníu og þarf að leggjast inn á spítala þannig að þetta eru talsvert alvarleg veikindi innan árs frá því þeir hófu meðferð á lyfjunum,“ segir Ragna. Læknar verði að horfa til fjölskyldusögu skjólstæðinga Ragna bindur vonir við að rannsóknin opni augu fólks gagnvart þessari sjaldgæfu en alvarlegu aukaverkun og að læknar muni í auknum mæli líta til fjölskyldusögu skjólstæðings um geðrof áður en ákvörðun er tekin um ávísun. „Að okkar mati þá mætti gera betur í þessum efnum og fyrsta skrefið er að læknar og einstaklingar sem fara á þessi lyf séu meðvitaðir um þennan möguleika á að þessar aukaverkanir komi fram og þá þarf að vega og meta gagnsemi lyfjanna miðað við áhættuna sem hlýst af því að skrifa upp á þau og þá sérstaklega mikilvægt að þeir einstaklingar sem hafa fyrri sögu um geðrof eða maníu eða fjölskyldusögu eða eitthvað slíkt að það sé farið mjög varlega í ávísunum á þessum lyfjum til þeirra.“ Heilbrigðismál ADHD Geðheilbrigði Lyf Tengdar fréttir „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Í nýrri Grænbók heilbrigðisráðuneytisins um ADHD kemur fram að lyfjameðferð sé beitt í of ríkum mæli og að skýra þurfi betur viðmið fyrir lyfjagjöf til að tryggja að lyf séu aðeins notuð þegar þau eru nauðsynleg. Formaður ADHD samtakanna segir að nokkrar tillögur vinnuhópsins muni valda mikilli ólgu meðal fólks á biðlista eftir greiningu. 28. desember 2024 19:21 Rannsaka tengsl sköpunargáfu og ADHD Íslensk erfðagreining rannsakar nú erfðir sköpunargáfu og tengsl sköpunargáfu við ofureinbeitingu og taugaþroskaraskanir svo sem ADHD. Allir eldri en 18 ára geta tekið þátt, óháð því hvort þeir telja sig skapandi eða ekki. 10. október 2024 15:43 Vilhjálmur Hjálmarsson kjörinn varaformaður ÖBÍ Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna, var kjörinn varaformaður Öryrkjabandalags Íslands á aðalfundi samtakanna í Reykjavík í dag. 5. október 2024 22:21 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Rögnu Kristínar Guðbrandsdóttur, læknis og doktorsnema. Hún kynnti rannsóknina á læknadögum sem nú fara fram. Hún segir að kveikjan að rannsókninni sé sú mikla aukning á ávísunum ADHD-lyfja til fullorðinna á síðustu árum. Hún skoðaði lyfjanotkunina í samhengi við innlagnir á geðdeildir vegna maníu eða geðrofa innan árs frá töku ADHD-lyfjanna. „Við sáum það í minni rannsókn - og aðrar rannsóknir hafa sýnt það einnig - að geðrof og maníur eru tiltölulega sjaldgæfar aukaverkanir þessara lyfja og almennt er talið að hættan sé svona 0,1-1% við notkun á lyfjunum. Við sáum það í okkar rannsókn að hættan á geðrofi og maníu í kjölfar þessara lyfja er 0,38% eða einn af hverjum 264 sem byrjar á lyfjunum fer í fyrsta geðrofið eða maníuna innan árs frá því þeir hófu meðferð. Fólk sem hefur enga fyrri sögu um geðrof eða maníu og byrjar síðan á lyfjunum og fer í geðrof eða maníu og þarf að leggjast inn á spítala þannig að þetta eru talsvert alvarleg veikindi innan árs frá því þeir hófu meðferð á lyfjunum,“ segir Ragna. Læknar verði að horfa til fjölskyldusögu skjólstæðinga Ragna bindur vonir við að rannsóknin opni augu fólks gagnvart þessari sjaldgæfu en alvarlegu aukaverkun og að læknar muni í auknum mæli líta til fjölskyldusögu skjólstæðings um geðrof áður en ákvörðun er tekin um ávísun. „Að okkar mati þá mætti gera betur í þessum efnum og fyrsta skrefið er að læknar og einstaklingar sem fara á þessi lyf séu meðvitaðir um þennan möguleika á að þessar aukaverkanir komi fram og þá þarf að vega og meta gagnsemi lyfjanna miðað við áhættuna sem hlýst af því að skrifa upp á þau og þá sérstaklega mikilvægt að þeir einstaklingar sem hafa fyrri sögu um geðrof eða maníu eða fjölskyldusögu eða eitthvað slíkt að það sé farið mjög varlega í ávísunum á þessum lyfjum til þeirra.“
Heilbrigðismál ADHD Geðheilbrigði Lyf Tengdar fréttir „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Í nýrri Grænbók heilbrigðisráðuneytisins um ADHD kemur fram að lyfjameðferð sé beitt í of ríkum mæli og að skýra þurfi betur viðmið fyrir lyfjagjöf til að tryggja að lyf séu aðeins notuð þegar þau eru nauðsynleg. Formaður ADHD samtakanna segir að nokkrar tillögur vinnuhópsins muni valda mikilli ólgu meðal fólks á biðlista eftir greiningu. 28. desember 2024 19:21 Rannsaka tengsl sköpunargáfu og ADHD Íslensk erfðagreining rannsakar nú erfðir sköpunargáfu og tengsl sköpunargáfu við ofureinbeitingu og taugaþroskaraskanir svo sem ADHD. Allir eldri en 18 ára geta tekið þátt, óháð því hvort þeir telja sig skapandi eða ekki. 10. október 2024 15:43 Vilhjálmur Hjálmarsson kjörinn varaformaður ÖBÍ Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna, var kjörinn varaformaður Öryrkjabandalags Íslands á aðalfundi samtakanna í Reykjavík í dag. 5. október 2024 22:21 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
„Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Í nýrri Grænbók heilbrigðisráðuneytisins um ADHD kemur fram að lyfjameðferð sé beitt í of ríkum mæli og að skýra þurfi betur viðmið fyrir lyfjagjöf til að tryggja að lyf séu aðeins notuð þegar þau eru nauðsynleg. Formaður ADHD samtakanna segir að nokkrar tillögur vinnuhópsins muni valda mikilli ólgu meðal fólks á biðlista eftir greiningu. 28. desember 2024 19:21
Rannsaka tengsl sköpunargáfu og ADHD Íslensk erfðagreining rannsakar nú erfðir sköpunargáfu og tengsl sköpunargáfu við ofureinbeitingu og taugaþroskaraskanir svo sem ADHD. Allir eldri en 18 ára geta tekið þátt, óháð því hvort þeir telja sig skapandi eða ekki. 10. október 2024 15:43
Vilhjálmur Hjálmarsson kjörinn varaformaður ÖBÍ Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna, var kjörinn varaformaður Öryrkjabandalags Íslands á aðalfundi samtakanna í Reykjavík í dag. 5. október 2024 22:21