Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. janúar 2025 18:34 Dagur B. Eggertsson alþingismaður og fyrrverandi borgarstjóri. Vísir/Einar Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri sat sinn síðasta borgarstjórnarfund í dag þar sem hann bauðst lausnar frá störfum. Dagur varð borgarfulltrúi fyrst árið 2002, og hefur verið borgarstjóri eða formaður borgarráðs undanfarin fimmtán ár. „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þennan tíma og þakklátur því fólki sem ég hef unnið með á vettvangi borgarstjórnar og hjá Reykjavíkurborg. Þið eruð ótrúlega mörg og ég vona að þið vitið hver þið eruð!“ sagði Dagur á Facebook í tilefni dagsins. Lengri tími en upphaflega var ætlað Dagur segir að tíminn í borgarstjórn hafi verið magnaður, og mikið lengri en hann ætlaði sér. Hann og Arna konan hans hafi ætlað „bara að prófa“ þegar þau fluttu heim til Íslands, tveir ungir læknar. Hann þakkar þeim borgarbúum og landsmönnum sem hann hefur fengið að kynnast og vinna með á þessum vettvangi. „Ég elska Reykjavík! Takk fyrir mig,“ segir hann að lokum. Dagur og Ingibjörg Sólrún vorið 2002. Dagur segir Ingibjörgu bera mesta ábyrgð á því að hafa dregið hann inn í pólitík.Dagur B. Eggertsson Borgin tekið stakkaskiptum Samfylkingarfélagið í Reykjavík sendir Degi kærar kveðjur og fer yfir feril Dags í borgarstjórninni í langri færslu á Facebook. „Það eru óneitanlega stór og merk tímamót núna þegar okkar besti maður í borginni, Dagur Bergþóruson Eggertsson, lætur formlega af störfum sem borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavíkurborg og snýr sér altafið að störfum sem þingmaður Samfylkingarinnar...“ segir í færslunni. Samfylkingarfélagið segir að Reykjavík hafi tekið „algerum stakkaskiptum á þessum tíma - og eflst hvert og hvar sem litið er. Um það hefur Dagur skrifað heila bók...“ Dagur var formaður borgarráðs 2010 - 2014 þegar Jón Gnarr var borgarstjóri.Samfylkingin „Dagur hefur notið virðingar langt út fyrir raðir flokksmanna og langt út fyrir landsteina. Þar veldur einkum persónuleiki hans sem einkennist af mikilli skipulagsgáfu, einbeitni og mannúð.“ „Samfylkingarfélagið í Reykjavík þakkar Degi B. Eggertssyni einlæglega fyrir ómetanlegt starf fyrir Samfylkinguna í borginni og hlakkar til að eiga svo öflugan þingmann á Alþingi Íslendinga,“ segir í lok færslunnar, og kvittar þar undir Sigfús Ómar Höskuldsson, formaður félagsins. Ferill Dags í borgarstjórn er í grófum dráttum eftirfarandi: 2002 - fyrst kjörinn í borgarstjórn af Reykjavíkurlistanum sem Samfylkingin átti aðild að. 2006 - oddviti Samfylkingarinnar sem bauð fram undir eigin nafni. Mikill öldugangur var í borgarstjórn á þessu kjörtímabili og meirihlutar urðu nokkrir. Dagur varð borgarstjóri frá október 2007 - janúar 2008 í svokölluðum „hundrað daga meirihlutanum“, sem myndaður var af öllum flokkum í borgarstjórn nema Sjálfstæðisflokknum. 2010 - myndaði meirihluta með Besta flokknum þegar Jón Gnarr varð borgarstjóri. Dagur varð formaður borgarráðs. 2014 - myndaði meirihluta með Bjartri framtíð, Vinstri grænum og Pírötum. Varð borgarstjóri. 2018 - myndaði nýjan meirihluta með Viðreisn, Vinstri grænum og Pírötum. 2022 - myndaði nýjan meirihluta með Framsóknarflokknum, Viðreisn og Pírötum. Var borgarstjóri til ársins 2024, þegar Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins tók við eftir samkomulagi. Varð aftur formaður borgarráðs þangað til hann var kjörinn á alþingi 30. nóvember 2024. Samfylkingin Borgarstjórn Reykjavík Alþingi Tímamót Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
„Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þennan tíma og þakklátur því fólki sem ég hef unnið með á vettvangi borgarstjórnar og hjá Reykjavíkurborg. Þið eruð ótrúlega mörg og ég vona að þið vitið hver þið eruð!“ sagði Dagur á Facebook í tilefni dagsins. Lengri tími en upphaflega var ætlað Dagur segir að tíminn í borgarstjórn hafi verið magnaður, og mikið lengri en hann ætlaði sér. Hann og Arna konan hans hafi ætlað „bara að prófa“ þegar þau fluttu heim til Íslands, tveir ungir læknar. Hann þakkar þeim borgarbúum og landsmönnum sem hann hefur fengið að kynnast og vinna með á þessum vettvangi. „Ég elska Reykjavík! Takk fyrir mig,“ segir hann að lokum. Dagur og Ingibjörg Sólrún vorið 2002. Dagur segir Ingibjörgu bera mesta ábyrgð á því að hafa dregið hann inn í pólitík.Dagur B. Eggertsson Borgin tekið stakkaskiptum Samfylkingarfélagið í Reykjavík sendir Degi kærar kveðjur og fer yfir feril Dags í borgarstjórninni í langri færslu á Facebook. „Það eru óneitanlega stór og merk tímamót núna þegar okkar besti maður í borginni, Dagur Bergþóruson Eggertsson, lætur formlega af störfum sem borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavíkurborg og snýr sér altafið að störfum sem þingmaður Samfylkingarinnar...“ segir í færslunni. Samfylkingarfélagið segir að Reykjavík hafi tekið „algerum stakkaskiptum á þessum tíma - og eflst hvert og hvar sem litið er. Um það hefur Dagur skrifað heila bók...“ Dagur var formaður borgarráðs 2010 - 2014 þegar Jón Gnarr var borgarstjóri.Samfylkingin „Dagur hefur notið virðingar langt út fyrir raðir flokksmanna og langt út fyrir landsteina. Þar veldur einkum persónuleiki hans sem einkennist af mikilli skipulagsgáfu, einbeitni og mannúð.“ „Samfylkingarfélagið í Reykjavík þakkar Degi B. Eggertssyni einlæglega fyrir ómetanlegt starf fyrir Samfylkinguna í borginni og hlakkar til að eiga svo öflugan þingmann á Alþingi Íslendinga,“ segir í lok færslunnar, og kvittar þar undir Sigfús Ómar Höskuldsson, formaður félagsins. Ferill Dags í borgarstjórn er í grófum dráttum eftirfarandi: 2002 - fyrst kjörinn í borgarstjórn af Reykjavíkurlistanum sem Samfylkingin átti aðild að. 2006 - oddviti Samfylkingarinnar sem bauð fram undir eigin nafni. Mikill öldugangur var í borgarstjórn á þessu kjörtímabili og meirihlutar urðu nokkrir. Dagur varð borgarstjóri frá október 2007 - janúar 2008 í svokölluðum „hundrað daga meirihlutanum“, sem myndaður var af öllum flokkum í borgarstjórn nema Sjálfstæðisflokknum. 2010 - myndaði meirihluta með Besta flokknum þegar Jón Gnarr varð borgarstjóri. Dagur varð formaður borgarráðs. 2014 - myndaði meirihluta með Bjartri framtíð, Vinstri grænum og Pírötum. Varð borgarstjóri. 2018 - myndaði nýjan meirihluta með Viðreisn, Vinstri grænum og Pírötum. 2022 - myndaði nýjan meirihluta með Framsóknarflokknum, Viðreisn og Pírötum. Var borgarstjóri til ársins 2024, þegar Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins tók við eftir samkomulagi. Varð aftur formaður borgarráðs þangað til hann var kjörinn á alþingi 30. nóvember 2024.
Samfylkingin Borgarstjórn Reykjavík Alþingi Tímamót Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira