Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. janúar 2025 12:57 Flóttafólk gengur í átt að landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna í síðustu viku. Getty/Anadolu/Jose Eduardo Torres Stjórnvöld í Gvatemala búa sig nú undir að taka á móti þúsundum einstaklinga sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst senda úr landi. Stefnt er að því að reyna að virkja fólkið og nýta reynslu þess í þágu efnahagslífsins. Samkvæmt Pew Research Center var áætlað að um 675 þúsund Gvatemalar byggju ólöglega í Bandaríkjunum árið 2022. Þeir eru einn stærsti hópurinn meðal ólöglegra íbúa, á eftir Mexíkóum, Indverjum og einstaklingum frá El Salvador. Gríðarleg fátækt ríkir í Gvatemala og margir eru án vinnu. Þá búa landsmenn við erfiðar veðuraðstæður sem hafa farið versnandi vegna loftslagsbreytinga, auk þess sem skipulögð glæpastarfsemi er landlæg. Tölur benda til þess að fjöldi reyni ítrekað að komast til Bandaríkjanna og ná þar fótfestu en 40 prósent þeirra sem voru fluttir úr landi árið 2020 höfðu áður freistað gæfunnar. Á síðasta ári voru farin það bil sjö flug á viku með ólöglega innflytjendur frá Bandaríkjunum til Gvatemala. Það jafngildir um þúsund manns. Stjórnvöld í Gvatemala virðast samstarfsfús þegar kemur að áætlunum Trump um að gefa í en segjast aðeins geta tekið við um 2.500 á viku. Forsetinn Bernardo Arévalo hefur leitast við að fullvissa þá sem bíða milli vonar og ótta í Bandaríkjunum að tekið verði vel á móti þeim heima. Til stendur að efla móttökuáætlanir og freista þess að koma fólkinu til starfa. Margir bíða nú við landamærin, eftir að allar umsóknir og öll úrvinnsla var sett á ís í gær.Getty/Anadolu/Jose Eduardo Torres Þar er meðal annars horft til þess að nýta þá tungumálahæfileika og hæfni sem það hefur öðlast í Bandaríkjunum. Þá hefur fólkinu einnig verið lofað sálrænum stuðningi. Í umfjöllun um málið segir New York Times skoðanir skiptar meðal þeirra sem hafa þegar verið fluttir frá Bandaríkjunum og aftur til Gvatemala. Sumir séu staðráðnir í að reyna aftur, til að mynda til að sameinast fjölskyldum sínum, en aðrir hyggist freista þess að skapa sér líf í heimalandinu. Fyrir suma getur það reynst afar erfitt, þar sem þeir hafa látið allar eigur sínar frá sér til að fjármagna drauminn um betra líf í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Gvatemala Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Samkvæmt Pew Research Center var áætlað að um 675 þúsund Gvatemalar byggju ólöglega í Bandaríkjunum árið 2022. Þeir eru einn stærsti hópurinn meðal ólöglegra íbúa, á eftir Mexíkóum, Indverjum og einstaklingum frá El Salvador. Gríðarleg fátækt ríkir í Gvatemala og margir eru án vinnu. Þá búa landsmenn við erfiðar veðuraðstæður sem hafa farið versnandi vegna loftslagsbreytinga, auk þess sem skipulögð glæpastarfsemi er landlæg. Tölur benda til þess að fjöldi reyni ítrekað að komast til Bandaríkjanna og ná þar fótfestu en 40 prósent þeirra sem voru fluttir úr landi árið 2020 höfðu áður freistað gæfunnar. Á síðasta ári voru farin það bil sjö flug á viku með ólöglega innflytjendur frá Bandaríkjunum til Gvatemala. Það jafngildir um þúsund manns. Stjórnvöld í Gvatemala virðast samstarfsfús þegar kemur að áætlunum Trump um að gefa í en segjast aðeins geta tekið við um 2.500 á viku. Forsetinn Bernardo Arévalo hefur leitast við að fullvissa þá sem bíða milli vonar og ótta í Bandaríkjunum að tekið verði vel á móti þeim heima. Til stendur að efla móttökuáætlanir og freista þess að koma fólkinu til starfa. Margir bíða nú við landamærin, eftir að allar umsóknir og öll úrvinnsla var sett á ís í gær.Getty/Anadolu/Jose Eduardo Torres Þar er meðal annars horft til þess að nýta þá tungumálahæfileika og hæfni sem það hefur öðlast í Bandaríkjunum. Þá hefur fólkinu einnig verið lofað sálrænum stuðningi. Í umfjöllun um málið segir New York Times skoðanir skiptar meðal þeirra sem hafa þegar verið fluttir frá Bandaríkjunum og aftur til Gvatemala. Sumir séu staðráðnir í að reyna aftur, til að mynda til að sameinast fjölskyldum sínum, en aðrir hyggist freista þess að skapa sér líf í heimalandinu. Fyrir suma getur það reynst afar erfitt, þar sem þeir hafa látið allar eigur sínar frá sér til að fjármagna drauminn um betra líf í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Gvatemala Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira