Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Kjartan Kjartansson skrifar 28. janúar 2025 07:02 Bakkafjörður í Langanesbyggð er fámennt þorp. Þar hefur verið rekið gistiheimili og veitingastaður með aðstoð sveitarfélagsins. Vísir/Vilhelm Sveitarstjóri Langanesbyggðar segir að uppákoma í kjölfar sérsveitaraðgerðar á Bakkafirði í haust hafi verið kornið sem fyllti mælinn sem leiddi til þess að nú sé lagt til að leigusamningi við ferðaþjónustufyrirtæki þar verði sagt upp. Eigandi þess gagnrýndi neikvæðni og afskiptasemi íbúa eftir aðgerðina. Byggðaráð Langanesbyggðar samþykkti samhljóða tillögu um að sveitarstjórnin segði upp leigusamningi við fyrirtækið North East Travel á fundi sínum í þarsíðustu viku. North East hefur haft skólabyggingu og gamla kaupfélagið á Bakkafirði á leigu undanfarin ár og rekið þar gistiheimili, veitingaþjónustu og pöntunarþjónustu fyrir vörur en engin verslun er í plássinu. Vísaði ráðið meðal annars til samskiptaerfiðleika íbúa á Bakkafirði við leigutakann í tillögu sinni. Þórir Örn Jónsson, eigandi North East Travel, olli töluverðu fjaðrafoki þegar hann sagði samfélagið á Bakkafirði það „neikvæðasta og afskiptasamasta“ sem hann hefði kynnst eftir að sérsveit lögreglunnar handtók starfsmann hans í september. Sagðist hann jafnframt flýja samfélagið út af fólkinu á Bakkafirði. Björn S. Lárusson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, segir við Vísi að samskiptaerfiðleikarnir hafi meðal annars snúist um að íbúar hafi ekki talið sig hafa nægan aðgang að sal í skólanum þar sem fyrirtækið rekur gistiheimili sitt. Þá hafi óánægja verið með opnunartíma pöntunarþjónustunnar og að erfitt hafi verið að ná í hana í síma. „Þannig að það hefur verið svona stigmagnandi óánægja á meðal íbúa,“ segir sveitarstjórinn. Uppákoman eftir sérsveitaraðgerðina í haust hafi síðan verið síðasta hálmstráið. „Það var eiginlega kornið sem fyllti mælinn sem leiddi til þess að byggðaráð tók það upp að samningum yrði sagt upp,“ segir Björn. Fólk hafi viljað losna við hann vegna ummælanna Þórir Örn, eigandi North East Travel, segist ekki hafa haft nein áform um að hætta starfseminni. Búið sé að ráða starfsfólk fyrir sumarið og fyrirtækið ætli að klára það. „Þessi ákvörðun var ekki tekin af okkar hálfu allavegana,“ segir hann í samtali við Vísi. Hann segist ekki vita til hvaða samskiptaerfiðleika byggðaráðið vísi í tillögu sinni. Fyrirtækið hafi sinnt allri þjónustu og samskipti verið upp á tíu. „Það er bara einhver óánægður greinilega og við bara verðum að virða það,“ segir Þórir Örn. Varðandi orð sveitarstjórans um að uppákoman í haust hafi verið kornið sem fyllti mælinn segist Þórir Örn skilja að hann hafi valdið einhverri óánægju þegar hann lýsti skoðun sinni. „Fólk vill bara losna við mig út af því,“ segir hann. Vilja fá inn tekjur af starfseminni Fleira var týnt til en samskiptaerfiðleikar í tillögu byggðaráðsins. Vísað er til endurskipulagningu starfseminnar sem North East Travel hefur rekið og að byggðaráðið vilji að leigutaki verði búsettur á Bakkafirði. Þórir Örn og fjölskylda hans býr ekki lengur á Bakkafirði. Sveitarfélagið hefur styrkt uppbyggingu ferðaþjónustunnar á Bakkafirði í gegnum áætlun Byggðastofnunar fyrir brothættar byggðir. Ferðaþjónustufyrirtækið hefur þannig ekki greitt neina leigu fyrir afnot af húsnæðinu. Áætuninni lauk um áramótin og segir Björn sveitarstjóri að nú vilji sveitarfélagið fá tekjur inn upp í þann kostnað sem það réðst í. Tillagan um riftun samningsins verður tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar á fimmtudag, 30. janúar. Björn segir að yfirleitt séu tillögur sem byggðaráð leggur samhljóða fram einnig samþykktar þar. Verði samningnum rift tekur uppsögnin gildi 1. nóvember. Halda áfram á nýjum stað Ekki er hlaupið að því að reka ferðaþjónustu á stað eins og Bakkafirði, að sögn Þóris Arnar, ekki síst ef sveitarfélagið ætlar að byrja að rukka leigu fyrir húsnæðið. „Við hefðum aldrei getað tekið við þessu ef að það væru föst útgjöld fyrir leigu. Þetta er rekið nálægt núlli. Það er engin umferð þarna yfir vetrartímann þannig að meirihluti ársins er ekki rekinn í hagnaði. Það hefði bara aldrei gengið. Hvorki ég né einhver annar hefði samþykkt að taka við þessu batterí ef það ætti að fara rukka leigu fyrir það á svona staðsetningu,“ segir Þórir Örn. Verði uppsögnin samningsins samþykkt í sveitarstjórn í vikunni segir Þórir Örn að hann ætli að halda starfsemi fyrirtækisins áfram á Suðurströndinni. „Það verður bara ekki með Bakkafjörð inni í myndinni,“ segir Þórir Örn. Langanesbyggð Sveitarstjórnarmál Ferðaþjónusta Veitingastaðir Verslun Nágrannadeilur Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Byggðaráð Langanesbyggðar samþykkti samhljóða tillögu um að sveitarstjórnin segði upp leigusamningi við fyrirtækið North East Travel á fundi sínum í þarsíðustu viku. North East hefur haft skólabyggingu og gamla kaupfélagið á Bakkafirði á leigu undanfarin ár og rekið þar gistiheimili, veitingaþjónustu og pöntunarþjónustu fyrir vörur en engin verslun er í plássinu. Vísaði ráðið meðal annars til samskiptaerfiðleika íbúa á Bakkafirði við leigutakann í tillögu sinni. Þórir Örn Jónsson, eigandi North East Travel, olli töluverðu fjaðrafoki þegar hann sagði samfélagið á Bakkafirði það „neikvæðasta og afskiptasamasta“ sem hann hefði kynnst eftir að sérsveit lögreglunnar handtók starfsmann hans í september. Sagðist hann jafnframt flýja samfélagið út af fólkinu á Bakkafirði. Björn S. Lárusson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, segir við Vísi að samskiptaerfiðleikarnir hafi meðal annars snúist um að íbúar hafi ekki talið sig hafa nægan aðgang að sal í skólanum þar sem fyrirtækið rekur gistiheimili sitt. Þá hafi óánægja verið með opnunartíma pöntunarþjónustunnar og að erfitt hafi verið að ná í hana í síma. „Þannig að það hefur verið svona stigmagnandi óánægja á meðal íbúa,“ segir sveitarstjórinn. Uppákoman eftir sérsveitaraðgerðina í haust hafi síðan verið síðasta hálmstráið. „Það var eiginlega kornið sem fyllti mælinn sem leiddi til þess að byggðaráð tók það upp að samningum yrði sagt upp,“ segir Björn. Fólk hafi viljað losna við hann vegna ummælanna Þórir Örn, eigandi North East Travel, segist ekki hafa haft nein áform um að hætta starfseminni. Búið sé að ráða starfsfólk fyrir sumarið og fyrirtækið ætli að klára það. „Þessi ákvörðun var ekki tekin af okkar hálfu allavegana,“ segir hann í samtali við Vísi. Hann segist ekki vita til hvaða samskiptaerfiðleika byggðaráðið vísi í tillögu sinni. Fyrirtækið hafi sinnt allri þjónustu og samskipti verið upp á tíu. „Það er bara einhver óánægður greinilega og við bara verðum að virða það,“ segir Þórir Örn. Varðandi orð sveitarstjórans um að uppákoman í haust hafi verið kornið sem fyllti mælinn segist Þórir Örn skilja að hann hafi valdið einhverri óánægju þegar hann lýsti skoðun sinni. „Fólk vill bara losna við mig út af því,“ segir hann. Vilja fá inn tekjur af starfseminni Fleira var týnt til en samskiptaerfiðleikar í tillögu byggðaráðsins. Vísað er til endurskipulagningu starfseminnar sem North East Travel hefur rekið og að byggðaráðið vilji að leigutaki verði búsettur á Bakkafirði. Þórir Örn og fjölskylda hans býr ekki lengur á Bakkafirði. Sveitarfélagið hefur styrkt uppbyggingu ferðaþjónustunnar á Bakkafirði í gegnum áætlun Byggðastofnunar fyrir brothættar byggðir. Ferðaþjónustufyrirtækið hefur þannig ekki greitt neina leigu fyrir afnot af húsnæðinu. Áætuninni lauk um áramótin og segir Björn sveitarstjóri að nú vilji sveitarfélagið fá tekjur inn upp í þann kostnað sem það réðst í. Tillagan um riftun samningsins verður tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar á fimmtudag, 30. janúar. Björn segir að yfirleitt séu tillögur sem byggðaráð leggur samhljóða fram einnig samþykktar þar. Verði samningnum rift tekur uppsögnin gildi 1. nóvember. Halda áfram á nýjum stað Ekki er hlaupið að því að reka ferðaþjónustu á stað eins og Bakkafirði, að sögn Þóris Arnar, ekki síst ef sveitarfélagið ætlar að byrja að rukka leigu fyrir húsnæðið. „Við hefðum aldrei getað tekið við þessu ef að það væru föst útgjöld fyrir leigu. Þetta er rekið nálægt núlli. Það er engin umferð þarna yfir vetrartímann þannig að meirihluti ársins er ekki rekinn í hagnaði. Það hefði bara aldrei gengið. Hvorki ég né einhver annar hefði samþykkt að taka við þessu batterí ef það ætti að fara rukka leigu fyrir það á svona staðsetningu,“ segir Þórir Örn. Verði uppsögnin samningsins samþykkt í sveitarstjórn í vikunni segir Þórir Örn að hann ætli að halda starfsemi fyrirtækisins áfram á Suðurströndinni. „Það verður bara ekki með Bakkafjörð inni í myndinni,“ segir Þórir Örn.
Langanesbyggð Sveitarstjórnarmál Ferðaþjónusta Veitingastaðir Verslun Nágrannadeilur Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira