Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Árni Sæberg skrifar 20. janúar 2025 15:18 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Vilhelm Landsvirkjun hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. janúar síðastliðnum þar sem virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi og óska eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. Í fréttatilkynningu segir að ástæða áfrýjunarinnar sé einföld, fyrirtækið telji dóminn í meginatriðum rangan. „Því fer fjarri að hægt sé að túlka vilja löggjafans á þann hátt sem þar er gert.“ Hefði verið risastór pólitísk ákvörðun Hefði það verið ætlun löggjafans að lög um stjórn vatnamála skyldu standa í vegi fyrir nýjum vatnsaflsvirkjunum á Íslandi sem og öllum öðrum stærri framkvæmdum, svo sem brúargerð, flóðvarnargörðum, dýpkun hafna og fleira, sem kunni að hafa áhrif á vatnshlot, hefði það verið ein stærsta pólitíska ákvörðun þess tíma. Hvergi sjáist merki þess í skjölum eða umræðum á Alþingi á þeim tíma að löggjafinn hafi haft hug á að umbylta málum með þeim hætti. Í dóminum kemst héraðsdómari að þeirri niðurstöðu að af breytingum sem urðu á frumvarpi að lögum um stjórn vatnamála væri ljóst að það hefði ekki verið vilji löggjafans að heimild væri í lögunum til þess að veita undanþágu frá banni við breytingum á vatnshloti vegna framkvæmda. Tína til þrennt Í fréttatilkynningu segir að þvert á móti sé þrennt alveg ljóst þegar ferill málsins á Alþingi er skoðaður. Í fyrsta lagi hafi tilgangur löggjafarinnar hafi verið að innleiða vatnatilskipun Evrópusambandsins án nokkurra efnislegra breytinga. „Um breytingartillögur nefndarinnar kemur eftirfarandi t.a.m. fram í ræðu Marðar Árnasonar, þáverandi þingmanns Samfylkingar og framsögumanns umhverfisnefndar: „Að auki leggur nefndin til ýmsar efnisbreytingar sem ekki er fjallað um hér, minni háttar, og þar að auki ýmsar lagatæknilegar breytingar og málfarsbreytingar sem þörf er á við spánnýja löggjöf.““ Í öðru lagi sé tilgangur laga um stjórn vatnamála ekki að koma í veg fyrir allar framkvæmdir sem hafa áhrif á vatnshlot. „Úr ræðu Birgis Ármannssonar, þáverandi fulltrúa Sjálfstæðisflokks í nefndinni, um málið: „...um það hafa ekki verið hörð pólitísk átök. Fremur hefur verið deilt um orðalag og slíka þætti sem ekki varða neina meginstefnu.““ Í þriðja lagi bendi ekkert til þess að löggjafinn hafi vísvitandi ætlað að þrengja þrengja enn frekar skilyrði fyrir vatnsaflsvirkjunum en vatnatilskipunin mælir fyrir um. 1. júlí árið 2015 hafi Alþingi samþykkt þingsályktun sem færði Hvammsvirkjun úr biðflokki í orkunýtingarflokk rammaáætlunar. „Slík ályktun hefði tæplega náð fram að ganga ef löggjafinn ætlaði að haga stjórn vatnamála á þann veg að koma beinlínis í veg fyrir að virkjunin yrði að veruleika.“ Erfitt að leggja mat á kostnað vegna tafa Loks segir í tilkynningu að undirbúningsframkvæmdir fyrir Hvammsvirkjun séu þegar hafnar, svo sem veglagning og undirbúningur vinnubúða, og stór útboð séu áætluð á næstu mánuðum. Erfitt sé að leggja mat á þann kostnað sem muni hljótast af seinkun verkefnisins, hann fari að einhverju leyti eftir því hversu löng töfin verður. „Það er dýrt að undirbúa vatnsaflsvirkjun og þegar þarf endurtekið að fresta útboðum og vinna gögn upp á nýtt er kostnaðurinn fljótur að hlaðast upp og hætta á að tiltrú bjóðenda tapist. Nýjustu áætlanir gerðu ráð fyrir að Hvammsvirkjun yrði gangsett síðla árs 2029 en nú má gera ráð fyrir því að það verði ekki fyrr en á næsta áratug.“ Landsvirkjun styðji áætlun umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um að draga úr skaðanum með lagasetningu. Tafirnar undanfarin ár byggi meðal annars á töfum á afgreiðslu rammaáætlunar, kærumálum tengdum umhverfismati, annmörkum á málsmeðferð stofnana og nú því nýjasta, dómi héraðsdóms um meintan vilja Alþingis við afgreiðslu frumvarps, sem Landsvirkjun telji ekki eiga við nein rök að styðjast. „Þær hafa því lítið sem ekkert með virkjunina sjálfa að gera eða hvernig Landsvirkjun hefur staðið að undirbúningi hennar enda er Hvammsvirkjun líklega það verkefni sem mest hefur verið rannsakað á Íslandi. Við teljum fullvíst að virkjunin muni rísa, en með meiri kostnaði en annars hefði verið.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Orkumál Dómsmál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að ástæða áfrýjunarinnar sé einföld, fyrirtækið telji dóminn í meginatriðum rangan. „Því fer fjarri að hægt sé að túlka vilja löggjafans á þann hátt sem þar er gert.“ Hefði verið risastór pólitísk ákvörðun Hefði það verið ætlun löggjafans að lög um stjórn vatnamála skyldu standa í vegi fyrir nýjum vatnsaflsvirkjunum á Íslandi sem og öllum öðrum stærri framkvæmdum, svo sem brúargerð, flóðvarnargörðum, dýpkun hafna og fleira, sem kunni að hafa áhrif á vatnshlot, hefði það verið ein stærsta pólitíska ákvörðun þess tíma. Hvergi sjáist merki þess í skjölum eða umræðum á Alþingi á þeim tíma að löggjafinn hafi haft hug á að umbylta málum með þeim hætti. Í dóminum kemst héraðsdómari að þeirri niðurstöðu að af breytingum sem urðu á frumvarpi að lögum um stjórn vatnamála væri ljóst að það hefði ekki verið vilji löggjafans að heimild væri í lögunum til þess að veita undanþágu frá banni við breytingum á vatnshloti vegna framkvæmda. Tína til þrennt Í fréttatilkynningu segir að þvert á móti sé þrennt alveg ljóst þegar ferill málsins á Alþingi er skoðaður. Í fyrsta lagi hafi tilgangur löggjafarinnar hafi verið að innleiða vatnatilskipun Evrópusambandsins án nokkurra efnislegra breytinga. „Um breytingartillögur nefndarinnar kemur eftirfarandi t.a.m. fram í ræðu Marðar Árnasonar, þáverandi þingmanns Samfylkingar og framsögumanns umhverfisnefndar: „Að auki leggur nefndin til ýmsar efnisbreytingar sem ekki er fjallað um hér, minni háttar, og þar að auki ýmsar lagatæknilegar breytingar og málfarsbreytingar sem þörf er á við spánnýja löggjöf.““ Í öðru lagi sé tilgangur laga um stjórn vatnamála ekki að koma í veg fyrir allar framkvæmdir sem hafa áhrif á vatnshlot. „Úr ræðu Birgis Ármannssonar, þáverandi fulltrúa Sjálfstæðisflokks í nefndinni, um málið: „...um það hafa ekki verið hörð pólitísk átök. Fremur hefur verið deilt um orðalag og slíka þætti sem ekki varða neina meginstefnu.““ Í þriðja lagi bendi ekkert til þess að löggjafinn hafi vísvitandi ætlað að þrengja þrengja enn frekar skilyrði fyrir vatnsaflsvirkjunum en vatnatilskipunin mælir fyrir um. 1. júlí árið 2015 hafi Alþingi samþykkt þingsályktun sem færði Hvammsvirkjun úr biðflokki í orkunýtingarflokk rammaáætlunar. „Slík ályktun hefði tæplega náð fram að ganga ef löggjafinn ætlaði að haga stjórn vatnamála á þann veg að koma beinlínis í veg fyrir að virkjunin yrði að veruleika.“ Erfitt að leggja mat á kostnað vegna tafa Loks segir í tilkynningu að undirbúningsframkvæmdir fyrir Hvammsvirkjun séu þegar hafnar, svo sem veglagning og undirbúningur vinnubúða, og stór útboð séu áætluð á næstu mánuðum. Erfitt sé að leggja mat á þann kostnað sem muni hljótast af seinkun verkefnisins, hann fari að einhverju leyti eftir því hversu löng töfin verður. „Það er dýrt að undirbúa vatnsaflsvirkjun og þegar þarf endurtekið að fresta útboðum og vinna gögn upp á nýtt er kostnaðurinn fljótur að hlaðast upp og hætta á að tiltrú bjóðenda tapist. Nýjustu áætlanir gerðu ráð fyrir að Hvammsvirkjun yrði gangsett síðla árs 2029 en nú má gera ráð fyrir því að það verði ekki fyrr en á næsta áratug.“ Landsvirkjun styðji áætlun umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um að draga úr skaðanum með lagasetningu. Tafirnar undanfarin ár byggi meðal annars á töfum á afgreiðslu rammaáætlunar, kærumálum tengdum umhverfismati, annmörkum á málsmeðferð stofnana og nú því nýjasta, dómi héraðsdóms um meintan vilja Alþingis við afgreiðslu frumvarps, sem Landsvirkjun telji ekki eiga við nein rök að styðjast. „Þær hafa því lítið sem ekkert með virkjunina sjálfa að gera eða hvernig Landsvirkjun hefur staðið að undirbúningi hennar enda er Hvammsvirkjun líklega það verkefni sem mest hefur verið rannsakað á Íslandi. Við teljum fullvíst að virkjunin muni rísa, en með meiri kostnaði en annars hefði verið.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Orkumál Dómsmál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira