Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Atli Ísleifsson skrifar 20. janúar 2025 07:41 Andrés Ingi Jónsson sat á þingi frá 2016 til 2024. DÍS Andrés Ingi Jónsson, fyrrverandi þingmaður, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Dýraverndarsambands Íslands (DÍS) og hefur hann þegar hafið störf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn DÍS. Þar segir að Andrés Ingi búi yfir víðtækri þekkingu og reynslu á vettvangi stjórnmála. „Hann var þingmaður Pírata frá árinu 2021, þingmaður Vinstri grænna á árunum 2016-2019 og sat þess á milli sem þingmaður utan þingflokka. Andrés Ingi er með meistaragráðu í alþjóðastjórnmálum frá háskólanum í Sussex. Sem þingmaður hefur Andrés Ingi beitt sér ötullega fyrir málefnum mannréttinda, umhverfisverndar og dýravelferðar sem stjórn DÍS horfði sérstaklega til við ráðningu hans sem framkvæmdastjóra sambandsins. Framkvæmdastjóri DÍS ber ábyrgð á daglegum rekstri sambandsins, fjáröflun, stefnumótun í samstarfi við stjórn og kemur fyrir hönd DÍS í opinberri umræðu,“ segir í tilkynningunni. Um DÍS segir að um séu að ræða óháð landssamtök sem beiti sér fyrir bættri velferð dýra. Sambandið standi vörð um lögvernd dýra og stuðli að góðri lagasetningu og reglubundnu opinberu eftirliti til verndar dýrum. DÍS var stofnað þann 13. júlí 1914 og fagnaði því 110 árum á síðasta ári. „Við bjóðum Andrés Inga hjartanlega velkominn og hlökkum til samstarfsins. Starf Dýraverndarsambandsins hefur verið að vaxa á undanförnum árum, vitund almennings er sífellt að aukast og verkefnum að fjölga, þannig að við sjáum mikil tækifæri í því að styrkja félagið á næstu misserum,“ er haft eftir Lindu Karenu Gunnarsdóttur, formanni Dýraverndarsambands Íslands. Vistaskipti Píratar Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn DÍS. Þar segir að Andrés Ingi búi yfir víðtækri þekkingu og reynslu á vettvangi stjórnmála. „Hann var þingmaður Pírata frá árinu 2021, þingmaður Vinstri grænna á árunum 2016-2019 og sat þess á milli sem þingmaður utan þingflokka. Andrés Ingi er með meistaragráðu í alþjóðastjórnmálum frá háskólanum í Sussex. Sem þingmaður hefur Andrés Ingi beitt sér ötullega fyrir málefnum mannréttinda, umhverfisverndar og dýravelferðar sem stjórn DÍS horfði sérstaklega til við ráðningu hans sem framkvæmdastjóra sambandsins. Framkvæmdastjóri DÍS ber ábyrgð á daglegum rekstri sambandsins, fjáröflun, stefnumótun í samstarfi við stjórn og kemur fyrir hönd DÍS í opinberri umræðu,“ segir í tilkynningunni. Um DÍS segir að um séu að ræða óháð landssamtök sem beiti sér fyrir bættri velferð dýra. Sambandið standi vörð um lögvernd dýra og stuðli að góðri lagasetningu og reglubundnu opinberu eftirliti til verndar dýrum. DÍS var stofnað þann 13. júlí 1914 og fagnaði því 110 árum á síðasta ári. „Við bjóðum Andrés Inga hjartanlega velkominn og hlökkum til samstarfsins. Starf Dýraverndarsambandsins hefur verið að vaxa á undanförnum árum, vitund almennings er sífellt að aukast og verkefnum að fjölga, þannig að við sjáum mikil tækifæri í því að styrkja félagið á næstu misserum,“ er haft eftir Lindu Karenu Gunnarsdóttur, formanni Dýraverndarsambands Íslands.
Vistaskipti Píratar Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira