Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. janúar 2025 13:57 Guðjón Hreinn Hauksson er formaður Félags framhaldsskólakennara. FF Algjör pattstaða er uppi í kjaraviðræðum framhaldskólakennara við ríkið að sögn formanns Félags framhaldsskólakennara. Félagið hefur hafið undirbúning að verkfallsaðgerðum sem formaðurinn vonar þó að ekki þurfi að grípa til. Að svo stöddu fæst ekki gefið upp í hvaða framhaldsskólum verkföll koma til greina. Þeir verða þó fleiri en í síðustu aðgerðum og ná til nokkur hundruð kennara. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að samtalið sé enn virkt í kjaraviðræðum sambandsins við samninganefnd sveitarfélaga hvað lítur að grunn- og leikskólakennurum. „Það voru þreifingar í morgun og verður fundur á morgun með KÍ og sveitarfélögum hjá sáttasemjara,“ segir Magnús en fundað var einnig í gær. Að óbreyttu munu kennarar leggja niður störf í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum þann 1. febrúar. „Það skiptir bara mjög miklu máli að allir einhendi sér í verkefnið og reyni að finna alla fleti sem mögulega eru til staðar,“ segir Magnús. Samninganefnd ríkisins skorti umboð Á meðan fundir hafa farið fram í vikunni í viðræðum samninganefndar Kennarasambandsins við sveitarfélög er lítill sem enginn gangur í viðræðum við ríkið hvað snýr að framhaldsskólum. Guðjón Hreinn Hauksson, formaður félags framhaldsskólakennara, hefur áhyggjur af stöðunni. „Nú stendur yfir hlé í viðræðum síðan fyrir um viku síðan þegar sáttasemjari ákvað það að betra væri að aðilar stigu aðeins upp og hugsuðu málin. Það hefur verið bara pattstaða og mér sýnist í rauninni aðal ástæðan fyrir þessari pattstöðu er bara sú að samninganefnd ríkisins virðist ekki hafa umboð frá sínum yfirboðurum til að semja við kennara sem er mjög leitt,“ segir Guðjón. Frá fundi túnaðarmanna Félags framhaldsskólakennara í gær.Félag framhaldsskólakennara Þetta þyki honum leitt en hann kveðst vona að ný ríkisstjórn leggi sitt af mörkum til að leysa deiluna. „Það fólk sem núna ræður í ríkisstjórn Íslands það var mjög opinskátt um stuðning við deilu kennara og að ætla sér að leysa deiluna. Við höfum ekki fengið neinn ádrátt um þetta í þessu hléi sem er vont. Það er patt, við erum að reyna að tala við fólk um nauðsyn þess að semja og það að við viljum alls ekki fara að grípa til einhverra endurtekinna aðgerða. Þetta var nógu leiðinlegt fyrir áramótin en vont ef að við þurfum að fara að grípa til þessara aðgerða aftur,“ segir Guðjón. Sjá að óbreyttu fram á langvinna baráttu Hann segir að ríkur vilji sé til staðar af hálfu kennara til þess að semja. Trúnaðarmenn félagsins funduðu í gær en Guðjón segir að kollegum hans sé brugðið yfir stöðunni. „Þess vegna var í rauninni ákveðið að við skyldum undirbúa okkur vegna þess að friðarskylda sem hefur verið í gangi í þessa tvo mánuði, desember og janúar, henni lýkur náttúrlega 1. febrúar og það er þá vilji okkar í félaginu að vera vel undirbúin þá og geta keyrt hratt af stað aðgerðir í allmörgum skólum,“ segir Guðjón. Guðjón segir að kennurum sé brugðið yfir þeirri stöðu sem uppi er í kjaradeilunni við ríkið.Félag framhaldsskólakennara Hann kveðst ekki geta sagt til um hvaða skólar yrðu undir í slíkum aðgerðum. Ekki er verið að hugsa um allsherjarverkfall eins og staðan er núna. „En hins vegar yrðu þetta dálítið auknar aðgerðir frá því sem var fyrir áramótin, nokkur hundruð kennarar víða um land. En við viljum ekki gefa upp nöfn þessara skóla fyrr en að atkvæðagreiðslum er í rauninni bara lokið og eins viljum við ekki gefa upp ákveðinn fjölda akkúrat núna, þetta er bara í vinnslu eins og staðan er,“ segir Guðjón. „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa núna en við sjáum bara ekkert annað í stöðunni heldur en að undirbúa okkur fyrir ennþá langvinnari baráttu.“ Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira
Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að samtalið sé enn virkt í kjaraviðræðum sambandsins við samninganefnd sveitarfélaga hvað lítur að grunn- og leikskólakennurum. „Það voru þreifingar í morgun og verður fundur á morgun með KÍ og sveitarfélögum hjá sáttasemjara,“ segir Magnús en fundað var einnig í gær. Að óbreyttu munu kennarar leggja niður störf í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum þann 1. febrúar. „Það skiptir bara mjög miklu máli að allir einhendi sér í verkefnið og reyni að finna alla fleti sem mögulega eru til staðar,“ segir Magnús. Samninganefnd ríkisins skorti umboð Á meðan fundir hafa farið fram í vikunni í viðræðum samninganefndar Kennarasambandsins við sveitarfélög er lítill sem enginn gangur í viðræðum við ríkið hvað snýr að framhaldsskólum. Guðjón Hreinn Hauksson, formaður félags framhaldsskólakennara, hefur áhyggjur af stöðunni. „Nú stendur yfir hlé í viðræðum síðan fyrir um viku síðan þegar sáttasemjari ákvað það að betra væri að aðilar stigu aðeins upp og hugsuðu málin. Það hefur verið bara pattstaða og mér sýnist í rauninni aðal ástæðan fyrir þessari pattstöðu er bara sú að samninganefnd ríkisins virðist ekki hafa umboð frá sínum yfirboðurum til að semja við kennara sem er mjög leitt,“ segir Guðjón. Frá fundi túnaðarmanna Félags framhaldsskólakennara í gær.Félag framhaldsskólakennara Þetta þyki honum leitt en hann kveðst vona að ný ríkisstjórn leggi sitt af mörkum til að leysa deiluna. „Það fólk sem núna ræður í ríkisstjórn Íslands það var mjög opinskátt um stuðning við deilu kennara og að ætla sér að leysa deiluna. Við höfum ekki fengið neinn ádrátt um þetta í þessu hléi sem er vont. Það er patt, við erum að reyna að tala við fólk um nauðsyn þess að semja og það að við viljum alls ekki fara að grípa til einhverra endurtekinna aðgerða. Þetta var nógu leiðinlegt fyrir áramótin en vont ef að við þurfum að fara að grípa til þessara aðgerða aftur,“ segir Guðjón. Sjá að óbreyttu fram á langvinna baráttu Hann segir að ríkur vilji sé til staðar af hálfu kennara til þess að semja. Trúnaðarmenn félagsins funduðu í gær en Guðjón segir að kollegum hans sé brugðið yfir stöðunni. „Þess vegna var í rauninni ákveðið að við skyldum undirbúa okkur vegna þess að friðarskylda sem hefur verið í gangi í þessa tvo mánuði, desember og janúar, henni lýkur náttúrlega 1. febrúar og það er þá vilji okkar í félaginu að vera vel undirbúin þá og geta keyrt hratt af stað aðgerðir í allmörgum skólum,“ segir Guðjón. Guðjón segir að kennurum sé brugðið yfir þeirri stöðu sem uppi er í kjaradeilunni við ríkið.Félag framhaldsskólakennara Hann kveðst ekki geta sagt til um hvaða skólar yrðu undir í slíkum aðgerðum. Ekki er verið að hugsa um allsherjarverkfall eins og staðan er núna. „En hins vegar yrðu þetta dálítið auknar aðgerðir frá því sem var fyrir áramótin, nokkur hundruð kennarar víða um land. En við viljum ekki gefa upp nöfn þessara skóla fyrr en að atkvæðagreiðslum er í rauninni bara lokið og eins viljum við ekki gefa upp ákveðinn fjölda akkúrat núna, þetta er bara í vinnslu eins og staðan er,“ segir Guðjón. „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa núna en við sjáum bara ekkert annað í stöðunni heldur en að undirbúa okkur fyrir ennþá langvinnari baráttu.“
Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira