Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. janúar 2025 11:18 Jamie Foxx er þakklátur fyrir að vera á lífi. EPA-EFE/HANNIBAL HANSCHKE Bandaríski leikarinn Jamie Foxx hélt að læknarnir væru að grínast þegar þeir sögðu honum að hann hefði verið í dái í tuttugu daga þegar hann vaknaði loksins á spítala í apríl 2023. Hann segist ekkert muna frá þessu tímabili. Leikarinn sagði frá þessu í setti hjá hinum breska sjónvarpsmanni Graham Norton. Hann fékk heilablóðfall í apríl fyrir tveimur árum og hefur lýst því að upphaflega hafi hann haldið að einungis væri um slæman hausverk að ræða. Systir hans Deidra Dixon hafi ekki tekið í mál að leyfa honum að taka einungis inn verkjatöflur og farið með hann á spítala. Þar var gerð bráðaaðgerð á leikaranum sem hann segir að hafi bjargað lífi hans. Eins og fram hefur komið hélt fjölskylda hans spilunum þétt að sér á þeim tíma og sagði einungis frá því í opinberri tilkynningu að Foxx ætti við heilsufarsleg vandamál að stríða. „Ég var ekki hress en nú er ég aftur hress! Þetta er svona reynsla sem lætur þig átta þig á því að þú þarft á ástvinum þínum að halda til þess að komast í gegnum þetta,“ segir leikarinn meðal annars hjá Norton. „Ég man ekki eftir neinu sem gerðist þannig að þegar ég rankaði við mér tuttugu dögum síðar þá hélt ég að það væri verið að stríða mér. Þetta var meira en klikkað,“ segir leikarinn. Hann var á þessum tíma að leika í kvikmyndinni Back in Action með Cameron Diaz og nú styttist í útgáfu hennar. Foxx segist hafa beitt húmornum óspart til þess að koma til baka eftir veikindin. „Þegar ég vaknaði þá var ég í hjólastól. Ég gat ekki gengið. Guð blessaði mig með peningum og frægð en þegar ég gleymdi Guði þá blessaði hann mig með heilablóðfalli.“ Hollywood Mest lesið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira
Leikarinn sagði frá þessu í setti hjá hinum breska sjónvarpsmanni Graham Norton. Hann fékk heilablóðfall í apríl fyrir tveimur árum og hefur lýst því að upphaflega hafi hann haldið að einungis væri um slæman hausverk að ræða. Systir hans Deidra Dixon hafi ekki tekið í mál að leyfa honum að taka einungis inn verkjatöflur og farið með hann á spítala. Þar var gerð bráðaaðgerð á leikaranum sem hann segir að hafi bjargað lífi hans. Eins og fram hefur komið hélt fjölskylda hans spilunum þétt að sér á þeim tíma og sagði einungis frá því í opinberri tilkynningu að Foxx ætti við heilsufarsleg vandamál að stríða. „Ég var ekki hress en nú er ég aftur hress! Þetta er svona reynsla sem lætur þig átta þig á því að þú þarft á ástvinum þínum að halda til þess að komast í gegnum þetta,“ segir leikarinn meðal annars hjá Norton. „Ég man ekki eftir neinu sem gerðist þannig að þegar ég rankaði við mér tuttugu dögum síðar þá hélt ég að það væri verið að stríða mér. Þetta var meira en klikkað,“ segir leikarinn. Hann var á þessum tíma að leika í kvikmyndinni Back in Action með Cameron Diaz og nú styttist í útgáfu hennar. Foxx segist hafa beitt húmornum óspart til þess að koma til baka eftir veikindin. „Þegar ég vaknaði þá var ég í hjólastól. Ég gat ekki gengið. Guð blessaði mig með peningum og frægð en þegar ég gleymdi Guði þá blessaði hann mig með heilablóðfalli.“
Hollywood Mest lesið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira