Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Lovísa Arnardóttir skrifar 16. janúar 2025 23:02 Helga Þórisdóttir segir bréf ráðherranna á dagskrá. Vísir/Einar Stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana fundar næstkomandi mánudag og mun þá fara yfir bréf forsætis- og fjármála- og efnahagsráðherra um það hvernig megi hagræða í rekstri. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar er formaður stjórnarinnar. Í samtali við fréttastofu segist Helga ekki hafa heyrt í félagsmönnum í dag eftir að bréfið var sent út. „Stjórnin hittist á mánudag og þetta mál er komið á dagskrá,“ segir Helga. Annað geti hún ekki sagt um málið að svo stöddu. Birt var síðdegis í dag tilkynning á vef stjórnarráðsins um bréfið. Þar kom fram að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefðu ritað forstöðumönnum hjá ríkinu bréf þar sem þau óskuðu eftir hugmyndum og sjónarmiðum um hvernig megi hagræða í rekstri ríkisins. Ríkisstjórnin hefur sömuleiðis óskað eftir hugmyndum um hagræðingu frá almenningi. Í samráðsgátt hafa þegar borist rúmlega þrjú þúsund umsagnir. Tillögurnar verða greindar með gervigreind í fyrsta fasa. Samráð við almenning stendur til 23. janúar, eða í eina viku til viðbótar. Í bréfi Kristrúnar og Daða Más til forstöðumanna kom meðal annars fram að sjónarmið stjórnenda hjá ríkinu væru nauðsynleg til að fá dýpri innsýn í þau hagræðingartækifæri sem til staðar væru. „Forstöðumenn eru beðnir um tillögur að hagræðingu, einföldun stjórnsýslu og sameiningu stofnana.“ Þá kom fram að fjallað verði um tillögur þeirra í starfshópi á vegum forsætisráðuneytisins. Niðurstöðurnar verði nýttar til að móta áætlun til lengri tíma um umbætur í rekstri ríkisins. Samhliða verði unnið með tillögur úr fyrri samráðsferlum við stjórnendur og starfsfólk ríkisins. Í Félagi forstöðumanna ríkisstofnana eru tugir félagsmanna eins og sýslumenn, skólameistarar, forstöðumenn og forstjórar. Í félaginu eru forstöðumenn ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja sem fá laun samkvæmt grunnlaunaflokkum eða samkvæmt ákvörðun ríkisstofnunar/ríkisfyrirtækis. Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Sjá meira
„Stjórnin hittist á mánudag og þetta mál er komið á dagskrá,“ segir Helga. Annað geti hún ekki sagt um málið að svo stöddu. Birt var síðdegis í dag tilkynning á vef stjórnarráðsins um bréfið. Þar kom fram að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefðu ritað forstöðumönnum hjá ríkinu bréf þar sem þau óskuðu eftir hugmyndum og sjónarmiðum um hvernig megi hagræða í rekstri ríkisins. Ríkisstjórnin hefur sömuleiðis óskað eftir hugmyndum um hagræðingu frá almenningi. Í samráðsgátt hafa þegar borist rúmlega þrjú þúsund umsagnir. Tillögurnar verða greindar með gervigreind í fyrsta fasa. Samráð við almenning stendur til 23. janúar, eða í eina viku til viðbótar. Í bréfi Kristrúnar og Daða Más til forstöðumanna kom meðal annars fram að sjónarmið stjórnenda hjá ríkinu væru nauðsynleg til að fá dýpri innsýn í þau hagræðingartækifæri sem til staðar væru. „Forstöðumenn eru beðnir um tillögur að hagræðingu, einföldun stjórnsýslu og sameiningu stofnana.“ Þá kom fram að fjallað verði um tillögur þeirra í starfshópi á vegum forsætisráðuneytisins. Niðurstöðurnar verði nýttar til að móta áætlun til lengri tíma um umbætur í rekstri ríkisins. Samhliða verði unnið með tillögur úr fyrri samráðsferlum við stjórnendur og starfsfólk ríkisins. Í Félagi forstöðumanna ríkisstofnana eru tugir félagsmanna eins og sýslumenn, skólameistarar, forstöðumenn og forstjórar. Í félaginu eru forstöðumenn ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja sem fá laun samkvæmt grunnlaunaflokkum eða samkvæmt ákvörðun ríkisstofnunar/ríkisfyrirtækis.
Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Sjá meira