Hrafnadís er afbökun og fær því nei Jón Þór Stefánsson skrifar 16. janúar 2025 15:47 Kvenmannsnafninu Hrafnadís var hafnað. Því má ekki skíra börn nafninu. Getty Mannanafnanefnd hafnaði á dögunum beiðni um að leyfa kvenkyns seiginnafnið Hrafnadís. Þá samþykkti nefndin karlkyns eiginnafnið Reymar. Í úrskurði nefndarinnar um Hrafnadísi segir að nafnið uppfylli flest skilyrði til þess að vera samþykkt. Það taki íslenskri eignarfallsendingu sem Hrafnadísar. Það er ritað í samræmi við almennar íslenskar ritreglur, og er ekki til þess fallið að geta orðið nafnbera til ama. Þrátt fyrir það þykir nefndinni nafnið brjóta í bága við íslenskt málkerfi. En í lögum um mannanöfn segir að með þeirri reglu sé ætlunin meðal annars að koma í veg fyrir að rótgrónum nöfnum sé breytt til horfs sem stríðir gegn hefð þeirra. Það er mat nefndarinnar að Hrafnadís sé afbökun á nafninu Hrafndís. Þar að auki fari nafnið gegn þeirri meginreglu íslenskrar nafnmyndunar að eignarfall fleirtölu sé ekki í forlið eiginnafns, það, sem í þessu tilfelli er „Hrafna“. Mörg íslensk eiginnöfn endi á „dís“, en í úrskurðinum er bent á að ekkert þeirra sé með forlið í eignarfalli fleirtölu. Á því sé þó ein undantekning, en nefndin segir það ekki skapa fordæmi til nýmyndunnar. Þessi undantekning er nafnið Vanadís, sem er fornt kveðskaparheiti Freyju. Bent er á öðru máli kunni að gegna um uppnefni og viðurnefni. „Einkvæði forliðurinn, hrafn-, sem stofnsamsetning við endingu, felur í sér hefð og reglu sem á sér fornar rætur sbr. eiginnöfnin Hrafnhildur og Hrafnkell. Telur mannanafnanefnd skilyrði 5. gr. því ekki öll uppfyllt,“ segir í úrskurði nefndarinnar, sem líkt og áður segir hafnaði nafninu Hrafnadís. Þá samþykkti nefndin nafnið Reymar. Í þeim úrskurði er bent á að það nafn sé víða þekkt erlendis sem Raymar. Þá sé uppruni nafnsins annar en nafnið Reimar sem er í dag borið af einum Íslendingi. Mannanöfn Tengdar fréttir Nú má heita Aster og Vestur Mannanafnanefnd hefur birt ellefu nýja úrskurði þar sem ellefu ný nöfn voru samþykkt. 22. október 2024 11:05 Má heita Amína en ekki Hó Mannanafnanefnd hafnaði beiðni um að fá að heita Hó. Hins vegar má núna heita Leynd og Amína. 6. janúar 2025 21:05 Gandri fær grænt ljós Brettingur hefur fengið grænt ljós sem eiginnafn hjá mannanafnanefnd en ekki sem millinafn. Nú má líka heita Gandri. 21. nóvember 2024 10:59 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Í úrskurði nefndarinnar um Hrafnadísi segir að nafnið uppfylli flest skilyrði til þess að vera samþykkt. Það taki íslenskri eignarfallsendingu sem Hrafnadísar. Það er ritað í samræmi við almennar íslenskar ritreglur, og er ekki til þess fallið að geta orðið nafnbera til ama. Þrátt fyrir það þykir nefndinni nafnið brjóta í bága við íslenskt málkerfi. En í lögum um mannanöfn segir að með þeirri reglu sé ætlunin meðal annars að koma í veg fyrir að rótgrónum nöfnum sé breytt til horfs sem stríðir gegn hefð þeirra. Það er mat nefndarinnar að Hrafnadís sé afbökun á nafninu Hrafndís. Þar að auki fari nafnið gegn þeirri meginreglu íslenskrar nafnmyndunar að eignarfall fleirtölu sé ekki í forlið eiginnafns, það, sem í þessu tilfelli er „Hrafna“. Mörg íslensk eiginnöfn endi á „dís“, en í úrskurðinum er bent á að ekkert þeirra sé með forlið í eignarfalli fleirtölu. Á því sé þó ein undantekning, en nefndin segir það ekki skapa fordæmi til nýmyndunnar. Þessi undantekning er nafnið Vanadís, sem er fornt kveðskaparheiti Freyju. Bent er á öðru máli kunni að gegna um uppnefni og viðurnefni. „Einkvæði forliðurinn, hrafn-, sem stofnsamsetning við endingu, felur í sér hefð og reglu sem á sér fornar rætur sbr. eiginnöfnin Hrafnhildur og Hrafnkell. Telur mannanafnanefnd skilyrði 5. gr. því ekki öll uppfyllt,“ segir í úrskurði nefndarinnar, sem líkt og áður segir hafnaði nafninu Hrafnadís. Þá samþykkti nefndin nafnið Reymar. Í þeim úrskurði er bent á að það nafn sé víða þekkt erlendis sem Raymar. Þá sé uppruni nafnsins annar en nafnið Reimar sem er í dag borið af einum Íslendingi.
Mannanöfn Tengdar fréttir Nú má heita Aster og Vestur Mannanafnanefnd hefur birt ellefu nýja úrskurði þar sem ellefu ný nöfn voru samþykkt. 22. október 2024 11:05 Má heita Amína en ekki Hó Mannanafnanefnd hafnaði beiðni um að fá að heita Hó. Hins vegar má núna heita Leynd og Amína. 6. janúar 2025 21:05 Gandri fær grænt ljós Brettingur hefur fengið grænt ljós sem eiginnafn hjá mannanafnanefnd en ekki sem millinafn. Nú má líka heita Gandri. 21. nóvember 2024 10:59 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Nú má heita Aster og Vestur Mannanafnanefnd hefur birt ellefu nýja úrskurði þar sem ellefu ný nöfn voru samþykkt. 22. október 2024 11:05
Má heita Amína en ekki Hó Mannanafnanefnd hafnaði beiðni um að fá að heita Hó. Hins vegar má núna heita Leynd og Amína. 6. janúar 2025 21:05
Gandri fær grænt ljós Brettingur hefur fengið grænt ljós sem eiginnafn hjá mannanafnanefnd en ekki sem millinafn. Nú má líka heita Gandri. 21. nóvember 2024 10:59