Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. janúar 2025 11:18 SÁS hvetja til þess að fólk sem leggst gegn rekstri Háskóla Íslands á spilakössum bjóði sig fram til rektors. Vísir/Vilhelm Samtök áhugafólks um spilafíkn hvetja til framboðs einstaklinga sem eru mótfallnir rekstri spilakassa í embætti rektors Háskóla Íslands. Gengið verði á frambjóðendur um afstöðu þeirra til reksturs háskólans á slíkum kössum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn Samtaka áhugafólks um spilafíkn, SÁS, vegna rektorskjörs sem fram fer í Háskóla Íslands í apríl, en framboðsfrestur er til loka janúar. Þar segir að áskorun samtakanna sé tvíþætt: „1) Samtökin hvetja til framboðs einstaklinga sem afdráttarlaust eru þeirrar skoðunar að Háskóli Íslands eigi að hætta að reiða sig á fjármuni aflað er á kostnað spilafíkla með rekstri spilakassa. 2) Kennarar, aðrir starfsmenn og nemendur á kjörskrá eru hvattir til að kynna sér hug frambjóðenda til þeirrar staðreyndar að Háskóli Íslands rekur spilavíti sem óvéfengjanlega hafa lagt líf einstaklinga og fjölskyldna í rúst.“ Munu ganga á frambjóðendur Forsvarsmenn samtakanna segja að gengið verði eftir svörum frá frambjóðendum um afstöðu þeirra til málsins. Samtökin segja þá fjölda starfsmanna og nemenda við Háskóla Íslands hafa hvatt til þess að látið verði af „þessari ósiðlegu starfsemi“. Nefnd á vegum háskólans hafi nýlega komist að afgerandi niðurstöðu um að breytingu verði að gera á starfseminni strax, en þeirri niðurstöðu „virðist hafa verið stungið undir stól“. „Illa fengið fé“ renni til háskólans „Þá má einnig minna á að yfirgripsmikil skoðanakönnun á vegum Gallup fyrir nokkrum misserum gaf til kynna að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar væri andvígur rekstri spilakassa og spilavíta og vill að þeim verði lokað,“ segir í tilkynningunni. Um er að ræða könnun frá árinu 2020 sem gerð var eftir að spilakassar voru opnaðir á nýjan leik, eftir að hafa verið lokaðir vegna Covid-faraldursins. Þá segir í niðurlagi tilkynningarinnar að ætla mætti að æðsta menntastofnun þjóðarinnar sæi sóma sinn í því að láta af rekstri spilakassa „sem færir henni illa fengið fé auk þess að hafa milligöngu um að greiddar séu háar upphæðir til erlendra spilavítisfyrirtækja sem leigja Happdrætti Háskóla Íslands vélarnar“. Háskólar Fjárhættuspil Skóla- og menntamál Fíkn Rektorskjör við Háskóla Íslands Tengdar fréttir Blandar sér í baráttuna um rektorinn Kolbrún Þ. Pálsdóttir sviðsforseti og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur gefið kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands. Hún greinir frá framboði sínu á Facebook. 3. desember 2024 13:41 Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, hefur lýst yfir framboði sínu til embættis rektors Háskóla Íslands. Núverandi rektor hyggst ekki fara fram á ný þegar skipunartíma hans líkur en Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild skólans, hefur lýst yfir áformum um framboð. 29. október 2024 12:02 Stefnir á að sækjast eftir embætti rektors Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, gerir ráð fyrir að sækjast eftir embætti rektors Háskóla Íslands. Rektor er skipaður til fimm ára í senn en Jón Atli Benediktsson, núverandi rektor, var fyrst kjörinn í embættið árið 2015 og tók við starfi 1. júlí sama ár. Hann var endurskipaður rektor árið 2020 og hefur því bráðum gegnt embættinu í tíu ár. Jón Atli hyggst ekki sækjast áfram eftir embættinu þegar skipunartíma hans lýkur næsta sumar. 15. október 2024 11:56 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn Samtaka áhugafólks um spilafíkn, SÁS, vegna rektorskjörs sem fram fer í Háskóla Íslands í apríl, en framboðsfrestur er til loka janúar. Þar segir að áskorun samtakanna sé tvíþætt: „1) Samtökin hvetja til framboðs einstaklinga sem afdráttarlaust eru þeirrar skoðunar að Háskóli Íslands eigi að hætta að reiða sig á fjármuni aflað er á kostnað spilafíkla með rekstri spilakassa. 2) Kennarar, aðrir starfsmenn og nemendur á kjörskrá eru hvattir til að kynna sér hug frambjóðenda til þeirrar staðreyndar að Háskóli Íslands rekur spilavíti sem óvéfengjanlega hafa lagt líf einstaklinga og fjölskyldna í rúst.“ Munu ganga á frambjóðendur Forsvarsmenn samtakanna segja að gengið verði eftir svörum frá frambjóðendum um afstöðu þeirra til málsins. Samtökin segja þá fjölda starfsmanna og nemenda við Háskóla Íslands hafa hvatt til þess að látið verði af „þessari ósiðlegu starfsemi“. Nefnd á vegum háskólans hafi nýlega komist að afgerandi niðurstöðu um að breytingu verði að gera á starfseminni strax, en þeirri niðurstöðu „virðist hafa verið stungið undir stól“. „Illa fengið fé“ renni til háskólans „Þá má einnig minna á að yfirgripsmikil skoðanakönnun á vegum Gallup fyrir nokkrum misserum gaf til kynna að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar væri andvígur rekstri spilakassa og spilavíta og vill að þeim verði lokað,“ segir í tilkynningunni. Um er að ræða könnun frá árinu 2020 sem gerð var eftir að spilakassar voru opnaðir á nýjan leik, eftir að hafa verið lokaðir vegna Covid-faraldursins. Þá segir í niðurlagi tilkynningarinnar að ætla mætti að æðsta menntastofnun þjóðarinnar sæi sóma sinn í því að láta af rekstri spilakassa „sem færir henni illa fengið fé auk þess að hafa milligöngu um að greiddar séu háar upphæðir til erlendra spilavítisfyrirtækja sem leigja Happdrætti Háskóla Íslands vélarnar“.
Háskólar Fjárhættuspil Skóla- og menntamál Fíkn Rektorskjör við Háskóla Íslands Tengdar fréttir Blandar sér í baráttuna um rektorinn Kolbrún Þ. Pálsdóttir sviðsforseti og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur gefið kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands. Hún greinir frá framboði sínu á Facebook. 3. desember 2024 13:41 Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, hefur lýst yfir framboði sínu til embættis rektors Háskóla Íslands. Núverandi rektor hyggst ekki fara fram á ný þegar skipunartíma hans líkur en Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild skólans, hefur lýst yfir áformum um framboð. 29. október 2024 12:02 Stefnir á að sækjast eftir embætti rektors Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, gerir ráð fyrir að sækjast eftir embætti rektors Háskóla Íslands. Rektor er skipaður til fimm ára í senn en Jón Atli Benediktsson, núverandi rektor, var fyrst kjörinn í embættið árið 2015 og tók við starfi 1. júlí sama ár. Hann var endurskipaður rektor árið 2020 og hefur því bráðum gegnt embættinu í tíu ár. Jón Atli hyggst ekki sækjast áfram eftir embættinu þegar skipunartíma hans lýkur næsta sumar. 15. október 2024 11:56 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Sjá meira
Blandar sér í baráttuna um rektorinn Kolbrún Þ. Pálsdóttir sviðsforseti og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur gefið kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands. Hún greinir frá framboði sínu á Facebook. 3. desember 2024 13:41
Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, hefur lýst yfir framboði sínu til embættis rektors Háskóla Íslands. Núverandi rektor hyggst ekki fara fram á ný þegar skipunartíma hans líkur en Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild skólans, hefur lýst yfir áformum um framboð. 29. október 2024 12:02
Stefnir á að sækjast eftir embætti rektors Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, gerir ráð fyrir að sækjast eftir embætti rektors Háskóla Íslands. Rektor er skipaður til fimm ára í senn en Jón Atli Benediktsson, núverandi rektor, var fyrst kjörinn í embættið árið 2015 og tók við starfi 1. júlí sama ár. Hann var endurskipaður rektor árið 2020 og hefur því bráðum gegnt embættinu í tíu ár. Jón Atli hyggst ekki sækjast áfram eftir embættinu þegar skipunartíma hans lýkur næsta sumar. 15. október 2024 11:56