Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Árni Sæberg skrifar 16. janúar 2025 10:19 Lögregla hefur virt skýrslu sína um kynferðisbrot árið 2024. Vísir/Vilhelm Tilkynnt kynferðisbrot í fyrra voru 568, sem er tíu prósent aukning frá árinu á undan. Tilkynningar um barnaníð voru 40, sem er 22 prósent aukning miðað við meðaltal þriggja ára á undan. Þetta segir í skýrslu Ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot árið 2024, sem hefur verið birt á vef embættisins. Þar segir að lögreglan skrái bæði hvenær kynferðisbrot er framið og hvenær það er tilkynnt, þar sem í hluta mála líði langur tími þar á milli. Í fyrra hafi verið tilkynnt um 185 nauðganir til lögreglu og þar af 130 sem áttu sér stað á árinu. Tilkynningum um nauðganir hafi fjölgað um þrjú prósent miðað við árið 2023. Sé horft til meðaltals tilkynninga síðustu þrjú ár þar á undan, hafi þeim fækkað um 14 prósent. Yfirgnæfandi meirihluti grunaðra karlkyns Þá segir að konur hafi verið 88 prósent brotaþola í öllum tilkynntum kynferðisbrotum. Hlutfallið hafi verið enn hærra þegar horft er til nauðgana, þar sem 95 prósent brotaþola hafi verið konur. Hlutföllin snúist við þegar kemur að kyni grunaðra, þar hafi 94 prósent verið karlkyns í kynferðisofbeldismálum sem tilkynnt eru til lögreglu. Töluverður aldursmunur hafi verið á milli brotaþola og grunaðra. Meðalaldur brotaþola hafi verið 23 ár, á meðan meðalaldur grunaðra hafi verið 34 ár. Um 46 prósent brotaþola hafi verið undir 18 ára í öllum kynferðisbrotum á meðan 12 prósent grunaðra hafi verið undir 18 ára. Hlutfall brotaþola undir 18 ára í nauðgunarbrotum hafi verið 36 prósent og hlutfall grunaðra undir 18 ára hafi verið 17 prósent. Alls hafi verið tilkynnt um 126 kynferðisbrot gegn börnum og samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára hafi orðið sex prósent fjölgun slíkra mála. Tilkynningar um barnaníð hafi verið 40, sem sé rúm 22 prósent fjölgun slíkra tilkynninga samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan. Vilja fjölga tilkynningum Loks segir að eitt af meginmarkmiðum lögreglunnar undanfarin ár hafi verið að að hlutfall þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðisbrotum og tilkynna það til lögreglu hækki um leið og kynferðisbrotum fækki. Í þolendakönnun lögreglunnar árið 2023 meðal 18 ára og eldri hafi komið fram að 1,9 prósent svarenda hefðu orðið fyrir kynferðisbroti (þvingað eða reynt að þvinga til kynferðislegra athafna, gripið í eða verið snert kynferðislega gegn vilja sínum). Þar af hefðu 10 prósent tilkynnt það til lögreglu. Hæsta hlutfall þeirra sem svöruðu hafi verið á aldrinum 18 til 25 ára, eða 11 prósent svarenda. Um 0,6 prósent hefðu orðið fyrir stafrænu broti þar sem nektarmyndum var deilt af þeim án leyfis á netið (6 svarendur í könnuninni), og um 43 prósent þeirra hafi sagst hafa tilkynnt það til lögreglu, en hafa verði í huga að fáir svöruðu spurningunni. Þá hafi 6,5 prósent þátttakanda svarað því til að þau hefðu orðið fyrir eltihrelli, þar af hefði gerandinn verið í helmingi tilvika kunningi eða ókunnugur.Í mælaborði farsældar sem byggist á svörum nemenda í grunnskólum í rannsókn Íslenskra æskulýðsrannsókna komi fram að 16 prósent 13 til 16 ára nemenda sögðust hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og 36 prósent fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Lögreglan Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Þetta segir í skýrslu Ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot árið 2024, sem hefur verið birt á vef embættisins. Þar segir að lögreglan skrái bæði hvenær kynferðisbrot er framið og hvenær það er tilkynnt, þar sem í hluta mála líði langur tími þar á milli. Í fyrra hafi verið tilkynnt um 185 nauðganir til lögreglu og þar af 130 sem áttu sér stað á árinu. Tilkynningum um nauðganir hafi fjölgað um þrjú prósent miðað við árið 2023. Sé horft til meðaltals tilkynninga síðustu þrjú ár þar á undan, hafi þeim fækkað um 14 prósent. Yfirgnæfandi meirihluti grunaðra karlkyns Þá segir að konur hafi verið 88 prósent brotaþola í öllum tilkynntum kynferðisbrotum. Hlutfallið hafi verið enn hærra þegar horft er til nauðgana, þar sem 95 prósent brotaþola hafi verið konur. Hlutföllin snúist við þegar kemur að kyni grunaðra, þar hafi 94 prósent verið karlkyns í kynferðisofbeldismálum sem tilkynnt eru til lögreglu. Töluverður aldursmunur hafi verið á milli brotaþola og grunaðra. Meðalaldur brotaþola hafi verið 23 ár, á meðan meðalaldur grunaðra hafi verið 34 ár. Um 46 prósent brotaþola hafi verið undir 18 ára í öllum kynferðisbrotum á meðan 12 prósent grunaðra hafi verið undir 18 ára. Hlutfall brotaþola undir 18 ára í nauðgunarbrotum hafi verið 36 prósent og hlutfall grunaðra undir 18 ára hafi verið 17 prósent. Alls hafi verið tilkynnt um 126 kynferðisbrot gegn börnum og samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára hafi orðið sex prósent fjölgun slíkra mála. Tilkynningar um barnaníð hafi verið 40, sem sé rúm 22 prósent fjölgun slíkra tilkynninga samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan. Vilja fjölga tilkynningum Loks segir að eitt af meginmarkmiðum lögreglunnar undanfarin ár hafi verið að að hlutfall þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðisbrotum og tilkynna það til lögreglu hækki um leið og kynferðisbrotum fækki. Í þolendakönnun lögreglunnar árið 2023 meðal 18 ára og eldri hafi komið fram að 1,9 prósent svarenda hefðu orðið fyrir kynferðisbroti (þvingað eða reynt að þvinga til kynferðislegra athafna, gripið í eða verið snert kynferðislega gegn vilja sínum). Þar af hefðu 10 prósent tilkynnt það til lögreglu. Hæsta hlutfall þeirra sem svöruðu hafi verið á aldrinum 18 til 25 ára, eða 11 prósent svarenda. Um 0,6 prósent hefðu orðið fyrir stafrænu broti þar sem nektarmyndum var deilt af þeim án leyfis á netið (6 svarendur í könnuninni), og um 43 prósent þeirra hafi sagst hafa tilkynnt það til lögreglu, en hafa verði í huga að fáir svöruðu spurningunni. Þá hafi 6,5 prósent þátttakanda svarað því til að þau hefðu orðið fyrir eltihrelli, þar af hefði gerandinn verið í helmingi tilvika kunningi eða ókunnugur.Í mælaborði farsældar sem byggist á svörum nemenda í grunnskólum í rannsókn Íslenskra æskulýðsrannsókna komi fram að 16 prósent 13 til 16 ára nemenda sögðust hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og 36 prósent fyrir stafrænu kynferðisofbeldi.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Lögreglan Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira