„Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. janúar 2025 18:56 Vísir/Samsett Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir það undarlegt að fimm menn sem nauðguðu andlega fatlaðri konu að áeggjan yfirmanns hennar hafi ekki verið ákærðir. Brot á fötluðu fólki leiði sjaldnar til ákæru, hvað þá sakfellingu. Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segist feginn að Sigurjón Ólafsson verslunarmaður hafi verið dæmdur til átta ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir ítrekuð brot á andlega fatlaðri konu en að ákærur séu alltof sjaldan gefnar út þegar fatlað fólk er þolendur ofbeldis. „Að sjálfsögðu finnst mér stórkostlega undarlegt að það eru þarna fleiri menn sem eru þekktir gerendur og þeir eru ekki ákærðir,“ segir hún. Aðeins ein ákæra gefin út Dómur var kveðinn upp á dögunum í héraðsdómi Reykjavíkur í máli Sigurjóns Ólafssonar verslunarmanns og hlaut hann átta ára óskilorðsbundinn fangelsisdóm. Hann var einnig dæmdur til greiðslu miskabóta fyrir brot gegn umræddri konu, syni hennar sem einnig er andlega fatlaður og kærustu hans sem metin er seinfær. Sjá einnig: „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Meðal grófra brotanna sem Sigurjón var dæmdur fyrir var hafa endurtekið boðið öðrum karlmönnum að hafa samræði við konuna, jafnan án þess að láta hana vita áður og án þess að hún í raun vildi það. Mennina hafði Sigurjón samband við á stefnumótavefsíðu en þeir voru alls fimm. Lögreglu tókst að upplýsa um deili á fjórum þeirra en enginn þeirra hefur verið ákærður. Fatlað fólk líklegra til að verða fyrir ofbeldi Anna Lára segir vitað að fatlað fólk sé útsett fyrir ofbeldi en að sú vitneskja sé ekki nýtt til að sporna við því. „Ég vil sjá að við förum að dusta rykið af ítarlegum rannsóknum á ofbeldi gegn fötluðu fólki. Þetta hefur verið rannsakað í bak og fyrir bæði hérlendis og erlendis og allar rannsóknir sýna okkur að fatlað fólk er langtum líklegra til að verða fyrir ofbeldi heldur en aðrir hópar. Þá er ekki síst fatlaðar konur í hættu á að verða fyrir kynferðisofbeldi,“ segir hún. „Við vitum að fatlað fólk er útsett fyrir ofbeldi en við erum ekki að taka á því eða nýta þessa vitneskju til að reyna að verja fólk fyrir ofbeldi,“ segir Anna Lára Steindal framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Dómsmál Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segist feginn að Sigurjón Ólafsson verslunarmaður hafi verið dæmdur til átta ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir ítrekuð brot á andlega fatlaðri konu en að ákærur séu alltof sjaldan gefnar út þegar fatlað fólk er þolendur ofbeldis. „Að sjálfsögðu finnst mér stórkostlega undarlegt að það eru þarna fleiri menn sem eru þekktir gerendur og þeir eru ekki ákærðir,“ segir hún. Aðeins ein ákæra gefin út Dómur var kveðinn upp á dögunum í héraðsdómi Reykjavíkur í máli Sigurjóns Ólafssonar verslunarmanns og hlaut hann átta ára óskilorðsbundinn fangelsisdóm. Hann var einnig dæmdur til greiðslu miskabóta fyrir brot gegn umræddri konu, syni hennar sem einnig er andlega fatlaður og kærustu hans sem metin er seinfær. Sjá einnig: „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Meðal grófra brotanna sem Sigurjón var dæmdur fyrir var hafa endurtekið boðið öðrum karlmönnum að hafa samræði við konuna, jafnan án þess að láta hana vita áður og án þess að hún í raun vildi það. Mennina hafði Sigurjón samband við á stefnumótavefsíðu en þeir voru alls fimm. Lögreglu tókst að upplýsa um deili á fjórum þeirra en enginn þeirra hefur verið ákærður. Fatlað fólk líklegra til að verða fyrir ofbeldi Anna Lára segir vitað að fatlað fólk sé útsett fyrir ofbeldi en að sú vitneskja sé ekki nýtt til að sporna við því. „Ég vil sjá að við förum að dusta rykið af ítarlegum rannsóknum á ofbeldi gegn fötluðu fólki. Þetta hefur verið rannsakað í bak og fyrir bæði hérlendis og erlendis og allar rannsóknir sýna okkur að fatlað fólk er langtum líklegra til að verða fyrir ofbeldi heldur en aðrir hópar. Þá er ekki síst fatlaðar konur í hættu á að verða fyrir kynferðisofbeldi,“ segir hún. „Við vitum að fatlað fólk er útsett fyrir ofbeldi en við erum ekki að taka á því eða nýta þessa vitneskju til að reyna að verja fólk fyrir ofbeldi,“ segir Anna Lára Steindal framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira