„Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. janúar 2025 18:56 Vísir/Samsett Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir það undarlegt að fimm menn sem nauðguðu andlega fatlaðri konu að áeggjan yfirmanns hennar hafi ekki verið ákærðir. Brot á fötluðu fólki leiði sjaldnar til ákæru, hvað þá sakfellingu. Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segist feginn að Sigurjón Ólafsson verslunarmaður hafi verið dæmdur til átta ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir ítrekuð brot á andlega fatlaðri konu en að ákærur séu alltof sjaldan gefnar út þegar fatlað fólk er þolendur ofbeldis. „Að sjálfsögðu finnst mér stórkostlega undarlegt að það eru þarna fleiri menn sem eru þekktir gerendur og þeir eru ekki ákærðir,“ segir hún. Aðeins ein ákæra gefin út Dómur var kveðinn upp á dögunum í héraðsdómi Reykjavíkur í máli Sigurjóns Ólafssonar verslunarmanns og hlaut hann átta ára óskilorðsbundinn fangelsisdóm. Hann var einnig dæmdur til greiðslu miskabóta fyrir brot gegn umræddri konu, syni hennar sem einnig er andlega fatlaður og kærustu hans sem metin er seinfær. Sjá einnig: „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Meðal grófra brotanna sem Sigurjón var dæmdur fyrir var hafa endurtekið boðið öðrum karlmönnum að hafa samræði við konuna, jafnan án þess að láta hana vita áður og án þess að hún í raun vildi það. Mennina hafði Sigurjón samband við á stefnumótavefsíðu en þeir voru alls fimm. Lögreglu tókst að upplýsa um deili á fjórum þeirra en enginn þeirra hefur verið ákærður. Fatlað fólk líklegra til að verða fyrir ofbeldi Anna Lára segir vitað að fatlað fólk sé útsett fyrir ofbeldi en að sú vitneskja sé ekki nýtt til að sporna við því. „Ég vil sjá að við förum að dusta rykið af ítarlegum rannsóknum á ofbeldi gegn fötluðu fólki. Þetta hefur verið rannsakað í bak og fyrir bæði hérlendis og erlendis og allar rannsóknir sýna okkur að fatlað fólk er langtum líklegra til að verða fyrir ofbeldi heldur en aðrir hópar. Þá er ekki síst fatlaðar konur í hættu á að verða fyrir kynferðisofbeldi,“ segir hún. „Við vitum að fatlað fólk er útsett fyrir ofbeldi en við erum ekki að taka á því eða nýta þessa vitneskju til að reyna að verja fólk fyrir ofbeldi,“ segir Anna Lára Steindal framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Dómsmál Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segist feginn að Sigurjón Ólafsson verslunarmaður hafi verið dæmdur til átta ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir ítrekuð brot á andlega fatlaðri konu en að ákærur séu alltof sjaldan gefnar út þegar fatlað fólk er þolendur ofbeldis. „Að sjálfsögðu finnst mér stórkostlega undarlegt að það eru þarna fleiri menn sem eru þekktir gerendur og þeir eru ekki ákærðir,“ segir hún. Aðeins ein ákæra gefin út Dómur var kveðinn upp á dögunum í héraðsdómi Reykjavíkur í máli Sigurjóns Ólafssonar verslunarmanns og hlaut hann átta ára óskilorðsbundinn fangelsisdóm. Hann var einnig dæmdur til greiðslu miskabóta fyrir brot gegn umræddri konu, syni hennar sem einnig er andlega fatlaður og kærustu hans sem metin er seinfær. Sjá einnig: „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Meðal grófra brotanna sem Sigurjón var dæmdur fyrir var hafa endurtekið boðið öðrum karlmönnum að hafa samræði við konuna, jafnan án þess að láta hana vita áður og án þess að hún í raun vildi það. Mennina hafði Sigurjón samband við á stefnumótavefsíðu en þeir voru alls fimm. Lögreglu tókst að upplýsa um deili á fjórum þeirra en enginn þeirra hefur verið ákærður. Fatlað fólk líklegra til að verða fyrir ofbeldi Anna Lára segir vitað að fatlað fólk sé útsett fyrir ofbeldi en að sú vitneskja sé ekki nýtt til að sporna við því. „Ég vil sjá að við förum að dusta rykið af ítarlegum rannsóknum á ofbeldi gegn fötluðu fólki. Þetta hefur verið rannsakað í bak og fyrir bæði hérlendis og erlendis og allar rannsóknir sýna okkur að fatlað fólk er langtum líklegra til að verða fyrir ofbeldi heldur en aðrir hópar. Þá er ekki síst fatlaðar konur í hættu á að verða fyrir kynferðisofbeldi,“ segir hún. „Við vitum að fatlað fólk er útsett fyrir ofbeldi en við erum ekki að taka á því eða nýta þessa vitneskju til að reyna að verja fólk fyrir ofbeldi,“ segir Anna Lára Steindal framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent