Átta ára fangelsi fyrir að nauðga andlega fatlaðri konu ítrekað Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. janúar 2025 18:12 Dómurinn var kveðinn upp í gær. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurjón Ólafsson, karlmann á sextugsaldri, í átta ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað andlegra fatlaðri konu ítrekað og látið aðra menn sem hann var í samskiptum við nauðga henni. Hann var yfirmaður hennar og neyddi son hennar til að fylgjast með kynferðislegum athöfnum þeirra. Dómurinn var kveðinn upp í gær en þar kemur fram að Sigurjón hafi ítrekað nauðgað konunni á árunum 2016 til 2020 og látið aðra menn hafa kynferðismök við hana. Hann braut einnig á syni hennar sem þá var á táningsaldri og kærustu hans. Fram kemur að Sigurjón hafi notfært sér það að konan hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum andlegrar fötlunar og beitt hana ólögmætri nauðung. Þá hafi hann misnotaði freklega þá aðstöðu sína að konan var honum háð í atvinnu sinni en hann hafi verið verslunarstjóri í versluninni þar sem konan starfaði við afgreiðslu. Leiðbeindi fötluðum syninum um hvernig stunda ætti kynlíf Líkt og greint var frá þegar Sigurjón var ákærður kom hann að jafnaði nokkrum sinnum í mánuði á fyrrgreindu tímabili á heimili konunnar og hafði við hana samræði. Hann lét hana líka hafa samræði við aðra menn sem menn átti í samskiptum við á samfélagsmiðlum. Á 2016 til 2020 áreitti hann son konunnar, þá á unglingsaldri, kynferðislega með því að hafa ítrekað spurt hann um kynlíf hans og gefið honum leiðbeiningar um það hvernig hann ætti að stunda kynlíf. Hann hafi notfært sér að sonurinn gat ekki spornað við verknaðinum sökum andlegrar fötlunar. Einnig beindust brotin að unnustu sonarins en 28. desember 2020, fór Sigurjón inn í herbergi sonarins þar sem þau unnustan voru að stunda kynlíf í rúmi sonarins á bak við luktar dyr og farið upp að konunni þar sem hún lá nakin í rúminu og fært hendi sína mjög nálægt kynfærum hennar og gefið syninum leiðbeiningar um það hvernig hann ætti að veita konunni munnmök. Hann hafi vitað að hún væri „einföld“ Sigurjón neitaði sök og bar fyrir sig að konan hafi verið bæði sjálfráða og fjárráða og að hömlun hennar hafi hvorki verið áberandi né heldur á því stigi að hún hafi ekki verið bær um að taka ákvarðanir um eigin mál, þar á meðal um eigið kynfrelsi. Fyrir dómi sagðist hann hafa vitað að hún væri „einföld“ en að hann hafi þó á engan hátt nýtt sér það í kynferðislegum tilgangi. Hann var dæmdur í átta ára fangelsi og vegna alvarleika brotanna er refsingin óskilorðsbundin. Einnig var hann dæmdur til að greiða konunni fimm milljónir, syni hennar 1,2 milljónir og kærustu sonarins hálfa milljón króna í miskabætur. Þar að auki er honum gert að greiða tæplega 8,5 milljónir króna í sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Akranes Kynferðisofbeldi Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
Dómurinn var kveðinn upp í gær en þar kemur fram að Sigurjón hafi ítrekað nauðgað konunni á árunum 2016 til 2020 og látið aðra menn hafa kynferðismök við hana. Hann braut einnig á syni hennar sem þá var á táningsaldri og kærustu hans. Fram kemur að Sigurjón hafi notfært sér það að konan hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum andlegrar fötlunar og beitt hana ólögmætri nauðung. Þá hafi hann misnotaði freklega þá aðstöðu sína að konan var honum háð í atvinnu sinni en hann hafi verið verslunarstjóri í versluninni þar sem konan starfaði við afgreiðslu. Leiðbeindi fötluðum syninum um hvernig stunda ætti kynlíf Líkt og greint var frá þegar Sigurjón var ákærður kom hann að jafnaði nokkrum sinnum í mánuði á fyrrgreindu tímabili á heimili konunnar og hafði við hana samræði. Hann lét hana líka hafa samræði við aðra menn sem menn átti í samskiptum við á samfélagsmiðlum. Á 2016 til 2020 áreitti hann son konunnar, þá á unglingsaldri, kynferðislega með því að hafa ítrekað spurt hann um kynlíf hans og gefið honum leiðbeiningar um það hvernig hann ætti að stunda kynlíf. Hann hafi notfært sér að sonurinn gat ekki spornað við verknaðinum sökum andlegrar fötlunar. Einnig beindust brotin að unnustu sonarins en 28. desember 2020, fór Sigurjón inn í herbergi sonarins þar sem þau unnustan voru að stunda kynlíf í rúmi sonarins á bak við luktar dyr og farið upp að konunni þar sem hún lá nakin í rúminu og fært hendi sína mjög nálægt kynfærum hennar og gefið syninum leiðbeiningar um það hvernig hann ætti að veita konunni munnmök. Hann hafi vitað að hún væri „einföld“ Sigurjón neitaði sök og bar fyrir sig að konan hafi verið bæði sjálfráða og fjárráða og að hömlun hennar hafi hvorki verið áberandi né heldur á því stigi að hún hafi ekki verið bær um að taka ákvarðanir um eigin mál, þar á meðal um eigið kynfrelsi. Fyrir dómi sagðist hann hafa vitað að hún væri „einföld“ en að hann hafi þó á engan hátt nýtt sér það í kynferðislegum tilgangi. Hann var dæmdur í átta ára fangelsi og vegna alvarleika brotanna er refsingin óskilorðsbundin. Einnig var hann dæmdur til að greiða konunni fimm milljónir, syni hennar 1,2 milljónir og kærustu sonarins hálfa milljón króna í miskabætur. Þar að auki er honum gert að greiða tæplega 8,5 milljónir króna í sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Akranes Kynferðisofbeldi Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira