Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Valur Páll Eiríksson skrifar 10. janúar 2025 11:32 Ástandið er grafalvarlegt í Kaliforníu vegna eldanna. Tiffany Rose/Getty Images Úrslitakeppnin í NFL-deildinni í amerískum fótbolta hefst á morgun. Eldarnir sem geisa í Kaliforní hafa sín áhrif á leik Los Angeles Rams. LA Rams leika síðasta leikinn í umspilsumferðinni sem fram fer um helgina. Þeir mæta Minnesota Vikings, en sá leikur átti að fara fram á SoFi-vellinum í Inglewood suðvestur af Los Angeles. Tekin hefur verið ákvörðun um að færa þann leik, í samráði við opinbera aðila, félögin sem við eiga og leikmannasamtök. Hann fer því fram á heimavelli Arizona Cardinals, State Farm-vellinum í Glendale, en Cardinals komust ekki í úrslitakeppnina. Los Angeles Chargers, hitt NFL-liðið í borginni, á útileik við Houston Texans í úrslitakeppninni um helgina. Allir sex leikir helgarinnar verða í beinni á Stöð 2 Sport 2. Eldarnir sem geisa í Kaliforníu hafa dregið tíu manns til dauða og neytt hundruði þúsunda íbúa af heimilum sínum. Tugir þúsunda híbýla hafa orðið eldinum að bráð. Í gærkvöld var leik Los Angeles Lakers við Charlotte Hornets frestað, en þau lið áttu að mætast í Crypto.com-höllinni í miðbæ Los Angeles. JJ Redick, þjálfari Lakers, er á meðal þeirra sem glataði húsi sínu til eldanna. Söguleg tilfærsla Þetta er aðeins í annað sinn sem leikur er færður í sögu NFL-deildinnar. Fyrra skiptið var fyrir 89 árum síðan. Árið 1936 var leikur Boston Redskins og Green Bay Packers fluttur frá Boston til New York. Eigandi Boston-liðs þess tíma, George Preston Marshall, færði þann leik. Það var við heldur óalvarlegri aðstæður, þar sem honum þótti fólk í Boston ekki styðja liðið nægilega. Ekki gekk betur í New York þó, þar sem Redskins töpuðu leiknum 21-6. Þetta lagði þó grunninn að því að Marshall flutti Redskins-liðið búferlum til heimaborgar sinnar, Washington D.C. Þar hafa Redskins verið síðan, en nafninu þó verið breytt í Washington Commanders. Commanders-liðið mætir Tampa Bay Buccaneers aðfaranótt mánudags. Leikir helgarinnar í NFL-deildinni Laugardagur 11. janúar 21:30 Houston Texans - Los Angeles Chargers (Stöð 2 Sport 2) 01:00 Baltimore Ravens - Pittsburgh Steelers (Stöð 2 Sport 2) Sunnudagur 12. janúar 18:00 Buffalo Bills - Denver Broncos (Stöð 2 Sport 2) 21:30 Philadelphia Eagles - Green Bay Packers (Stöð 2 Sport 2) 01:00 Tampa Bay Buccaneers - Washington Commanders (Stöð 2 Sport 2) Mánudagur 13. janúar 01:00 Los Angeles Rams - Minnesota Vikings (Stöð 2 Sport 2) Þriðjudagur 14. janúar 20:00 Lokasóknin (Stöð 2 Sport 2) NFL Gróðureldar Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Tengdar fréttir Stóru eldarnir enn hömlulausir Tíu eru látnir í gróðureldunum í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og óttast að um 10 þúsund byggingar séu ónýtar. Eldarnir hafa farið yfir að minnsta kosti 140 ferkílómetra. 10. janúar 2025 06:39 Stjórnlausum eldum fjölgar í LA Mikil óreiða ríkir í úthverfum Los Angeles í Bandaríkjunum vegna stjórnlausra gróðurelda. Að minnsta kosti fjórir eldar loga á svæðinu og dreifist hratt úr þeim vegna þurrka og sterkra vinda. Slökkviliðsmenn ráða ekkert við ástandið. 8. janúar 2025 15:50 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira
LA Rams leika síðasta leikinn í umspilsumferðinni sem fram fer um helgina. Þeir mæta Minnesota Vikings, en sá leikur átti að fara fram á SoFi-vellinum í Inglewood suðvestur af Los Angeles. Tekin hefur verið ákvörðun um að færa þann leik, í samráði við opinbera aðila, félögin sem við eiga og leikmannasamtök. Hann fer því fram á heimavelli Arizona Cardinals, State Farm-vellinum í Glendale, en Cardinals komust ekki í úrslitakeppnina. Los Angeles Chargers, hitt NFL-liðið í borginni, á útileik við Houston Texans í úrslitakeppninni um helgina. Allir sex leikir helgarinnar verða í beinni á Stöð 2 Sport 2. Eldarnir sem geisa í Kaliforníu hafa dregið tíu manns til dauða og neytt hundruði þúsunda íbúa af heimilum sínum. Tugir þúsunda híbýla hafa orðið eldinum að bráð. Í gærkvöld var leik Los Angeles Lakers við Charlotte Hornets frestað, en þau lið áttu að mætast í Crypto.com-höllinni í miðbæ Los Angeles. JJ Redick, þjálfari Lakers, er á meðal þeirra sem glataði húsi sínu til eldanna. Söguleg tilfærsla Þetta er aðeins í annað sinn sem leikur er færður í sögu NFL-deildinnar. Fyrra skiptið var fyrir 89 árum síðan. Árið 1936 var leikur Boston Redskins og Green Bay Packers fluttur frá Boston til New York. Eigandi Boston-liðs þess tíma, George Preston Marshall, færði þann leik. Það var við heldur óalvarlegri aðstæður, þar sem honum þótti fólk í Boston ekki styðja liðið nægilega. Ekki gekk betur í New York þó, þar sem Redskins töpuðu leiknum 21-6. Þetta lagði þó grunninn að því að Marshall flutti Redskins-liðið búferlum til heimaborgar sinnar, Washington D.C. Þar hafa Redskins verið síðan, en nafninu þó verið breytt í Washington Commanders. Commanders-liðið mætir Tampa Bay Buccaneers aðfaranótt mánudags. Leikir helgarinnar í NFL-deildinni Laugardagur 11. janúar 21:30 Houston Texans - Los Angeles Chargers (Stöð 2 Sport 2) 01:00 Baltimore Ravens - Pittsburgh Steelers (Stöð 2 Sport 2) Sunnudagur 12. janúar 18:00 Buffalo Bills - Denver Broncos (Stöð 2 Sport 2) 21:30 Philadelphia Eagles - Green Bay Packers (Stöð 2 Sport 2) 01:00 Tampa Bay Buccaneers - Washington Commanders (Stöð 2 Sport 2) Mánudagur 13. janúar 01:00 Los Angeles Rams - Minnesota Vikings (Stöð 2 Sport 2) Þriðjudagur 14. janúar 20:00 Lokasóknin (Stöð 2 Sport 2)
Leikir helgarinnar í NFL-deildinni Laugardagur 11. janúar 21:30 Houston Texans - Los Angeles Chargers (Stöð 2 Sport 2) 01:00 Baltimore Ravens - Pittsburgh Steelers (Stöð 2 Sport 2) Sunnudagur 12. janúar 18:00 Buffalo Bills - Denver Broncos (Stöð 2 Sport 2) 21:30 Philadelphia Eagles - Green Bay Packers (Stöð 2 Sport 2) 01:00 Tampa Bay Buccaneers - Washington Commanders (Stöð 2 Sport 2) Mánudagur 13. janúar 01:00 Los Angeles Rams - Minnesota Vikings (Stöð 2 Sport 2) Þriðjudagur 14. janúar 20:00 Lokasóknin (Stöð 2 Sport 2)
NFL Gróðureldar Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Tengdar fréttir Stóru eldarnir enn hömlulausir Tíu eru látnir í gróðureldunum í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og óttast að um 10 þúsund byggingar séu ónýtar. Eldarnir hafa farið yfir að minnsta kosti 140 ferkílómetra. 10. janúar 2025 06:39 Stjórnlausum eldum fjölgar í LA Mikil óreiða ríkir í úthverfum Los Angeles í Bandaríkjunum vegna stjórnlausra gróðurelda. Að minnsta kosti fjórir eldar loga á svæðinu og dreifist hratt úr þeim vegna þurrka og sterkra vinda. Slökkviliðsmenn ráða ekkert við ástandið. 8. janúar 2025 15:50 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira
Stóru eldarnir enn hömlulausir Tíu eru látnir í gróðureldunum í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og óttast að um 10 þúsund byggingar séu ónýtar. Eldarnir hafa farið yfir að minnsta kosti 140 ferkílómetra. 10. janúar 2025 06:39
Stjórnlausum eldum fjölgar í LA Mikil óreiða ríkir í úthverfum Los Angeles í Bandaríkjunum vegna stjórnlausra gróðurelda. Að minnsta kosti fjórir eldar loga á svæðinu og dreifist hratt úr þeim vegna þurrka og sterkra vinda. Slökkviliðsmenn ráða ekkert við ástandið. 8. janúar 2025 15:50