Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. janúar 2025 21:56 Kolbrún Bergþórsdóttir er einn reynslumesti starfandi blaðamaður landsins. Hún ræddi málefni líðandi stundar í Reykjavík síðdegis í dag. Vísir/Einar „Þetta er dálítið eins og með vinstrimennina sem gátu aldrei komið sér saman um nokkurn hlut,“ segir Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður og samfélagsrýnir um þá stöðu sem komin er upp innan Sjálfstæðisflokksins. Formannskjör í flokknum mun fara fram innan tíðar þar sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins til sextán ára, greindi frá því í gær að hann myndi ekki sækjast eftir því að leiða flokkinn áfram. Kolbrún Bergþórsdóttir ræddi þau mál ásamt fleirum í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Pistill Kolbrúnar frá árinu 2019 „Píkudýrkun“ skaut óvænt upp kollinum í dag á lista yfir mest lesnu skoðanapistlana á Vísi. Það skal ósagt látið hvort að staðan innan Sjálfstæðisflokksins hafi orsakað það. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi pistill dúkkar aftur upp,“ segir Kolbrún sem kveðst hafa ofboðið það að Háskóli Íslands hafi boðið upp á dagskrá í kringum píkur. „Þannig ég skrifaði þennan pistil og fékk mikil viðbrögð.“ Kolbrún efast um að áhuginn á pistlinum tengist kvenfrelsisbaráttu og einkum og sér nýrri ríkisstjórn, sem hún er þó ánægð með. „Ég held að þær ætli sér að láta þetta ganga. Það er réttmætt að hafa efasemdir um Flokk fólksins, sem hefur verið dálítið mikið fyrir upphlaup. Þar er grátið og hrópað og fullyrt en ég trúi því samt að Inga Sæland átti sig á því að það gengur ekki í þessari stöðu.“ Um stórtíðindi gærdagsins, um að Bjarni Benediktsson muni stíga af hinu pólitíska sviði segir Kolbrún: „Hann eiginlega þurfti að fara. Mér leiðist að segja þetta, af því að hann er að mörgu leyti snjall stjórnmálamaður, að hann var að mörgu leyti ónýtt vörumerki,“ segir Kolbrún. Af hverju? „Það er nefnilega það einkennilega, það er bara tíðarandinn sem gerir það að verkum að hann er ekki að slá í gegn hjá þjóðinni. Ég held að það sé sama hvað hann hefði reynt að gera, þjóðin vill bara ekki hlusta. Og það er ekki alveg sanngjarnt. Mér finnst hann hafa staðið sig vel í mótlæti. Hann hefur fengið yfir sig alveg þvílíka steypu af svívirðingum. Hann hefur verið sagður barnamorðingi. Af hverju? Af því að hann náði ekki að leysa stöðuna á Gasa? Hvaða bull er þetta?“ spyr hún. Sjálfstæðisflokkurinn sé í krísu, þar sem ólík öfl takast á innan flokksins. „Þetta er dálítið eins og með vinstrimennina sem gátu aldrei komið sér saman um nokkurn hlut. Ég er innan um sjálfstæðismenn allan daginn í vinnunni. Maður spyr kannski: er ekki bara komið að Gulla að taka við þessu? Þá eru tveir eða þrír sem tryllast gjörsamlega og segja að það geti alls ekki gerst. Þannig að þessi flokkur er mjög sundraður.“ Hún segir að næstu tólf ár muni reynast flokknum erfið. Varðandi arftaka Bjarna segir hún Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir virðast eiga nokkurn stuðning. „Hún er að mörgu leyti ágætur stjórnmálamaður en það háir henni, eins og mörgum öðrum stjórnmálamönnum, að þá skortir tengsl við almenning. Þetta eru allt lögfræðingar, og maður hefur það á tilfinningunni að þetta fólk hafi aldrei þurft að borga húsaleigu. Aldrei þurft að taka strætó. Hálfgerð elíta. Ég er ekki á móti því að fólk eigi peninga, ég vil að fólk eigi sem mest af peningum. En þegar maður hefur lifað það að kaupið manns sé búið fimmtánda mánaðarins, það er dýrmæt lífreynsla, sem má auðvitað ekki standa lengi.“ Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík síðdegis Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Formannskjör í flokknum mun fara fram innan tíðar þar sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins til sextán ára, greindi frá því í gær að hann myndi ekki sækjast eftir því að leiða flokkinn áfram. Kolbrún Bergþórsdóttir ræddi þau mál ásamt fleirum í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Pistill Kolbrúnar frá árinu 2019 „Píkudýrkun“ skaut óvænt upp kollinum í dag á lista yfir mest lesnu skoðanapistlana á Vísi. Það skal ósagt látið hvort að staðan innan Sjálfstæðisflokksins hafi orsakað það. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi pistill dúkkar aftur upp,“ segir Kolbrún sem kveðst hafa ofboðið það að Háskóli Íslands hafi boðið upp á dagskrá í kringum píkur. „Þannig ég skrifaði þennan pistil og fékk mikil viðbrögð.“ Kolbrún efast um að áhuginn á pistlinum tengist kvenfrelsisbaráttu og einkum og sér nýrri ríkisstjórn, sem hún er þó ánægð með. „Ég held að þær ætli sér að láta þetta ganga. Það er réttmætt að hafa efasemdir um Flokk fólksins, sem hefur verið dálítið mikið fyrir upphlaup. Þar er grátið og hrópað og fullyrt en ég trúi því samt að Inga Sæland átti sig á því að það gengur ekki í þessari stöðu.“ Um stórtíðindi gærdagsins, um að Bjarni Benediktsson muni stíga af hinu pólitíska sviði segir Kolbrún: „Hann eiginlega þurfti að fara. Mér leiðist að segja þetta, af því að hann er að mörgu leyti snjall stjórnmálamaður, að hann var að mörgu leyti ónýtt vörumerki,“ segir Kolbrún. Af hverju? „Það er nefnilega það einkennilega, það er bara tíðarandinn sem gerir það að verkum að hann er ekki að slá í gegn hjá þjóðinni. Ég held að það sé sama hvað hann hefði reynt að gera, þjóðin vill bara ekki hlusta. Og það er ekki alveg sanngjarnt. Mér finnst hann hafa staðið sig vel í mótlæti. Hann hefur fengið yfir sig alveg þvílíka steypu af svívirðingum. Hann hefur verið sagður barnamorðingi. Af hverju? Af því að hann náði ekki að leysa stöðuna á Gasa? Hvaða bull er þetta?“ spyr hún. Sjálfstæðisflokkurinn sé í krísu, þar sem ólík öfl takast á innan flokksins. „Þetta er dálítið eins og með vinstrimennina sem gátu aldrei komið sér saman um nokkurn hlut. Ég er innan um sjálfstæðismenn allan daginn í vinnunni. Maður spyr kannski: er ekki bara komið að Gulla að taka við þessu? Þá eru tveir eða þrír sem tryllast gjörsamlega og segja að það geti alls ekki gerst. Þannig að þessi flokkur er mjög sundraður.“ Hún segir að næstu tólf ár muni reynast flokknum erfið. Varðandi arftaka Bjarna segir hún Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir virðast eiga nokkurn stuðning. „Hún er að mörgu leyti ágætur stjórnmálamaður en það háir henni, eins og mörgum öðrum stjórnmálamönnum, að þá skortir tengsl við almenning. Þetta eru allt lögfræðingar, og maður hefur það á tilfinningunni að þetta fólk hafi aldrei þurft að borga húsaleigu. Aldrei þurft að taka strætó. Hálfgerð elíta. Ég er ekki á móti því að fólk eigi peninga, ég vil að fólk eigi sem mest af peningum. En þegar maður hefur lifað það að kaupið manns sé búið fimmtánda mánaðarins, það er dýrmæt lífreynsla, sem má auðvitað ekki standa lengi.“
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík síðdegis Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira