Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. janúar 2025 14:59 Edda Falak stofnaði hlaðvarpið Eigin konur með Davíð Goða og Fjólu árið 2021. Fljótlega slitnaði upp úr samstarfinu og nú stefnir í að úr verði dómsmál. Vísir/Vilhelm Lögmaður Eddu Falak segir fyrrverandi samstarfsfólk Eddu í hlaðvarpinu Eigin konur fara fram á tugi milljóna króna frá henni, þegar tekjur hlaðvarpsins á samstarfstímanum hafi verið um tvær og hálf milljón. Fólkið hafi enga fjármuni lagt í hlaðvarpið, aðeins vinnu sína. Greint var frá því í gær að deilur um hlaðvarpið Eigin konur, sem Edda hóf að framleiða ásamt Davíð Goða Þorvarðarsyni og Fjólu Sigurðardóttur, væru komnar á dagskrá héraðsdóms. Davíð og Fjóla hefðu stefnt Eddu til greiðslu fyrir vinnu sína, sem þau hefðu ítrekað farið fram á en ekki fengið. Lögmaður Fjólu og Davíðs hefur þá sagt að reynt verði að komast að samkomulagi um greiðslur áður en málið fari lengra. Fyrirhuguð fyrirtaka málanna er næstkomandi fimmtudag, 9. janúar. Hafi verið boðin og búin til að greiða Sigrún Jóhannsdóttir, lögmaður Eddu, segir kröfur Davíðs og Fjólu á hendur Eddu hljóða upp á 30 milljónir. „Þær tekjur sem komu inn á samstarfstíma aðila voru samtals um 2,5 milljónir, eins og gögn bera glögglega með sér. Edda hefur frá upphafi verið tilbúin að greiða þeim stærstan hluta allrar þeirrar fjárhæðar en boð hennar hafa að mestu mætt þögninni og síðar auknum kröfum,“ segir Sigrún. Sigrún Jóhannsdóttir er lögmaður Eddu í málinu.Frank Scalici Hafi rætt málamiðlum fyrir daufum eyrum Mikilvægt sé að hafa í huga að Fjóla og Davíð hafi enga fjármuni lagt í hlaðvarpið, heldur vinnu sína og tæki sem þegar hafi verið til staðar. Krafa um að Edda greiði þeim tugi milljóna af fjármunum sem aldrei hafi verið til gangi því illa upp. „Edda hefur lagt sig fram við að ná samkomulagi við þau og gekk mjög hart að því í aðdraganda dómsmálsins en upplifði ekki að hún hafi mætt miklum vilja til að lækka þessar tugmilljóna kröfur,“ segir Sigrún. Dómsmál Hlaðvörp Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Greint var frá því í gær að deilur um hlaðvarpið Eigin konur, sem Edda hóf að framleiða ásamt Davíð Goða Þorvarðarsyni og Fjólu Sigurðardóttur, væru komnar á dagskrá héraðsdóms. Davíð og Fjóla hefðu stefnt Eddu til greiðslu fyrir vinnu sína, sem þau hefðu ítrekað farið fram á en ekki fengið. Lögmaður Fjólu og Davíðs hefur þá sagt að reynt verði að komast að samkomulagi um greiðslur áður en málið fari lengra. Fyrirhuguð fyrirtaka málanna er næstkomandi fimmtudag, 9. janúar. Hafi verið boðin og búin til að greiða Sigrún Jóhannsdóttir, lögmaður Eddu, segir kröfur Davíðs og Fjólu á hendur Eddu hljóða upp á 30 milljónir. „Þær tekjur sem komu inn á samstarfstíma aðila voru samtals um 2,5 milljónir, eins og gögn bera glögglega með sér. Edda hefur frá upphafi verið tilbúin að greiða þeim stærstan hluta allrar þeirrar fjárhæðar en boð hennar hafa að mestu mætt þögninni og síðar auknum kröfum,“ segir Sigrún. Sigrún Jóhannsdóttir er lögmaður Eddu í málinu.Frank Scalici Hafi rætt málamiðlum fyrir daufum eyrum Mikilvægt sé að hafa í huga að Fjóla og Davíð hafi enga fjármuni lagt í hlaðvarpið, heldur vinnu sína og tæki sem þegar hafi verið til staðar. Krafa um að Edda greiði þeim tugi milljóna af fjármunum sem aldrei hafi verið til gangi því illa upp. „Edda hefur lagt sig fram við að ná samkomulagi við þau og gekk mjög hart að því í aðdraganda dómsmálsins en upplifði ekki að hún hafi mætt miklum vilja til að lækka þessar tugmilljóna kröfur,“ segir Sigrún.
Dómsmál Hlaðvörp Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira