Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Kjartan Kjartansson skrifar 7. janúar 2025 14:24 Björg EA á siglingu í Eyjafirði. Samherji Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar er á leið til Akureyrar vegna tundurdufls sem togarinn Björg EA kom með til hafnar við athafnasvæði Útgerðarfélags Akureyrar í dag. Bryggjusvæðið var rýmt og vinnslu í fiskvinnsluhúsi hætt. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að ákveðið hafi verið að senda séraðgerðasveitina á bíl norður eftir að tilkynning barst frá áhöfn íslensks fiskiskips um að það hefði fengið sprengju í veiðarfærin. Af myndum að dæma telja sérfræðingar Gæslunnar líkur á að hún sé svonefnd djúpsprengja, líklega frá síðari heimsstyrjöldinni. Vanalega sé farið með slíkar sprengjur aftur út á sjó þar sem þær eru sprengdar á ákveðnu dýpi. Ásgeir segir líklegast að sú verði raunin nú en það sé í höndum séraðgerðasveitarinnar að meta það þegar hún kemur norður. Kári Erlingsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir að skipið hafi komið til hafnar í hádeginu. Sprengjan sé á bryggjunni. Í öryggisskyni hafi bryggjusvæðið verið rýmt. Stöðva þurfti starfsemi í frystihúsi ÚA vegna þess. Í tilkynningu frá Samherja kemur fram að tundurdufl hafi komið í veiðarfæri togarans Bjargar EA. Það hafi gerst í síðasta holi veiðiferðarinnar. Duflið sé illa farið og áhöfnin hafi talið að það væri gömul járntunna. Við nánari athugun hafi hluturinn reynst vera tundurdufl. Ákveðið hafi verið að rýma eitt hundrað metra radíus frá bryggjunni og vinnslu hætt í fiskvinnsluhúsi á meðan til að gæta fyllsta öryggis. Þetta er annað skiptið á rétt rúmu árið sem Björg EA fær sprengju í veiðarfæri. Brot úr breskri sprengju úr síðari heimsstyrjöldinni kom í trollið utan við Melrakkasléttu 3. janúar í fyrra. Fréttin hefur verið uppfærð. Akureyri Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Hernaður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að ákveðið hafi verið að senda séraðgerðasveitina á bíl norður eftir að tilkynning barst frá áhöfn íslensks fiskiskips um að það hefði fengið sprengju í veiðarfærin. Af myndum að dæma telja sérfræðingar Gæslunnar líkur á að hún sé svonefnd djúpsprengja, líklega frá síðari heimsstyrjöldinni. Vanalega sé farið með slíkar sprengjur aftur út á sjó þar sem þær eru sprengdar á ákveðnu dýpi. Ásgeir segir líklegast að sú verði raunin nú en það sé í höndum séraðgerðasveitarinnar að meta það þegar hún kemur norður. Kári Erlingsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir að skipið hafi komið til hafnar í hádeginu. Sprengjan sé á bryggjunni. Í öryggisskyni hafi bryggjusvæðið verið rýmt. Stöðva þurfti starfsemi í frystihúsi ÚA vegna þess. Í tilkynningu frá Samherja kemur fram að tundurdufl hafi komið í veiðarfæri togarans Bjargar EA. Það hafi gerst í síðasta holi veiðiferðarinnar. Duflið sé illa farið og áhöfnin hafi talið að það væri gömul járntunna. Við nánari athugun hafi hluturinn reynst vera tundurdufl. Ákveðið hafi verið að rýma eitt hundrað metra radíus frá bryggjunni og vinnslu hætt í fiskvinnsluhúsi á meðan til að gæta fyllsta öryggis. Þetta er annað skiptið á rétt rúmu árið sem Björg EA fær sprengju í veiðarfæri. Brot úr breskri sprengju úr síðari heimsstyrjöldinni kom í trollið utan við Melrakkasléttu 3. janúar í fyrra. Fréttin hefur verið uppfærð.
Akureyri Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Hernaður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira