„Hann kom víða við og snerti marga“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. janúar 2025 17:31 Egill Þór lést í desember síðastliðnum, 34 ára að aldri. Vinkona hans til fjölda ára segir hann fyrst og síðast hafa verið fjölskyldumann. Samstarfskona hans úr borgarstjórn lýsir honum sem traustum vin og einstökum mannasætti. Minningarsjóður hefur verið stofnaður fyrir eiginkonu og börn Egils Þórs Jónssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa, sem lést í desember eftir áralanga baráttu við krabbamein. Vinkona Egils segir fjarveru frá börnunum hafa tekið mest á Egil meðan á veikindum hans stóð. Egill lést 20. desember síðastliðinn á Landspítalanum við Hringbraut, 34 ára að aldri. Jónína Sigurðardóttir er ein af nánustu vinkonum Egils, og guðmóðir þriggja ára dóttur hans. Hún segir sjóðinn hugsaðan til stuðnings við fjölskylduna, en Egill lætur eftir sig eiginkonu sína, Ingu Maríu Hlíðar Thorsteinsson og tvö börn. Það eru þau Aron Trausti, fimm ára, og Sigurdís, þriggja ára. „Egill fellur frá og er með með tvö ung börn sem við viljum gera það sem við getum til að styðja við Inga María mun náttúrulega standa eftir ein. Við vitum að eftir svona stórfelld áföll er margt sem fylgir sem er mjög kostnaðarsamt,“ segir Jónína. Viðtökur við stofnun sjóðsins hafi verið góðar, og fjöldi fólks deilt upplýsingum um sjóðinn áfram og lagt honum lið. „Sem manni þykir bara ofboðslega vænt um.“ Upplýsingar um sjóðinn má finna neðst í þessari frétt. Náinn vinskapur spratt upp úr háskólapólitíkinni „Við kynntumst í nóvember 2015. Þá var hann formaður Vöku og ég formaður nemendafélags á menntavísindasviði. Hann boðaði mig á fund og bauð mér að taka þátt í starfinu,“ segir Jónína. Egill greindist með eitilfrumukrabbamein árið 2021 og var opinskár um baráttu sína við meinið. Fljótlega eftir að þau kynntust segir Jónína að mikill vinskapur hafi tekist með þeim. „Við vissum ekki þá að við yrðum svona góðir vinir. Ég er guðmóðir Sigurdísar, dóttur þeirra hjóna, og hef mikið verið með þeim á heimilinu. Egill var alltaf stuðningsmaður númer eitt fyrir mann, og fyrir börnin manns, og börn allra í kringum hann. Honum var annt um allt og alla,“ segir Jónína. Erfiðast að vera í burtu frá börnunum Jónina segir að Egill hafi fyrst og síðast verið fjölskyldumaður. „Hann talaði alltaf mikið um börnin sín. Ég veit að það hefur verið það sem var sárast fyrir hann í þessu öllu saman, að geta ekki verið meira með þeim. hann lá inni á spítala síðustu sex mánuðina. Það var ofboðslega erfitt fyrir hann að vera svona löngum stundum í burtu frá börnunum sínum. Í gegnum þessu veikindi í tæp fjögur ár komu langir tímar þar sem hann var í einangrun eða þurfti að takmarka samskipti,“ segir Jónína. Jónína og Egill kynntust árið 2015 í Háskóla Íslands. Hún er nú guðmóðir þriggja ára dóttur hans.Vísir/Einar Jónína segir að Egill hafi almennt verið glaður í bragði og tekist á við hlutina með bros á vör. „En maður sá að þetta tók virkilega á hann.“ Kom víða við og hreyfði við samferðafólki Egill var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2018 til 2022, og varaborgarfulltrúi síðastliðin tvö ár. Hans var minnst í upphafi borgarstjórnarfundar í Ráðhúsinu í dag. Þar fór Einar Þorsteinsson borgarstjóri yfir feril Egils, og vottaði fjölskyldu hans og aðstandendum samúð. Oddviti Sjálfstæðismanna og samstarfskona Egils, Hildur Björnsdóttir, talaði einnig um Egil í upphafi fundarins. „Hann var góður samstarfsmaður, traustur vinur og einstakur mannasættir,“ sagði Hildur meðal annars um Egil félaga sinn, áður en borgarfulltrúar risu úr sætum og minntust Egils með einnar mínútu þögn. Jónína segir Egil hafa komið víða við, og haft áhrif á fjölda samferðamanna sinna. „Hann var virkur í félagsstörfum á mörgum stöðum, nú síðast í stjórn Krafts, hann var virkur í Oddfellow, var mikið í Vöku og formaður nemendafélagsins í félagsfræðinni. Hann kom víða við og snerti marga,“ segir Jónína. Egill verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju á morgun, 8. janúar, klukkan 13. Kennitala: 020891-3279 Reikningsnúmer: 0123-15-191262 Andlát Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Egill lést 20. desember síðastliðinn á Landspítalanum við Hringbraut, 34 ára að aldri. Jónína Sigurðardóttir er ein af nánustu vinkonum Egils, og guðmóðir þriggja ára dóttur hans. Hún segir sjóðinn hugsaðan til stuðnings við fjölskylduna, en Egill lætur eftir sig eiginkonu sína, Ingu Maríu Hlíðar Thorsteinsson og tvö börn. Það eru þau Aron Trausti, fimm ára, og Sigurdís, þriggja ára. „Egill fellur frá og er með með tvö ung börn sem við viljum gera það sem við getum til að styðja við Inga María mun náttúrulega standa eftir ein. Við vitum að eftir svona stórfelld áföll er margt sem fylgir sem er mjög kostnaðarsamt,“ segir Jónína. Viðtökur við stofnun sjóðsins hafi verið góðar, og fjöldi fólks deilt upplýsingum um sjóðinn áfram og lagt honum lið. „Sem manni þykir bara ofboðslega vænt um.“ Upplýsingar um sjóðinn má finna neðst í þessari frétt. Náinn vinskapur spratt upp úr háskólapólitíkinni „Við kynntumst í nóvember 2015. Þá var hann formaður Vöku og ég formaður nemendafélags á menntavísindasviði. Hann boðaði mig á fund og bauð mér að taka þátt í starfinu,“ segir Jónína. Egill greindist með eitilfrumukrabbamein árið 2021 og var opinskár um baráttu sína við meinið. Fljótlega eftir að þau kynntust segir Jónína að mikill vinskapur hafi tekist með þeim. „Við vissum ekki þá að við yrðum svona góðir vinir. Ég er guðmóðir Sigurdísar, dóttur þeirra hjóna, og hef mikið verið með þeim á heimilinu. Egill var alltaf stuðningsmaður númer eitt fyrir mann, og fyrir börnin manns, og börn allra í kringum hann. Honum var annt um allt og alla,“ segir Jónína. Erfiðast að vera í burtu frá börnunum Jónina segir að Egill hafi fyrst og síðast verið fjölskyldumaður. „Hann talaði alltaf mikið um börnin sín. Ég veit að það hefur verið það sem var sárast fyrir hann í þessu öllu saman, að geta ekki verið meira með þeim. hann lá inni á spítala síðustu sex mánuðina. Það var ofboðslega erfitt fyrir hann að vera svona löngum stundum í burtu frá börnunum sínum. Í gegnum þessu veikindi í tæp fjögur ár komu langir tímar þar sem hann var í einangrun eða þurfti að takmarka samskipti,“ segir Jónína. Jónína og Egill kynntust árið 2015 í Háskóla Íslands. Hún er nú guðmóðir þriggja ára dóttur hans.Vísir/Einar Jónína segir að Egill hafi almennt verið glaður í bragði og tekist á við hlutina með bros á vör. „En maður sá að þetta tók virkilega á hann.“ Kom víða við og hreyfði við samferðafólki Egill var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2018 til 2022, og varaborgarfulltrúi síðastliðin tvö ár. Hans var minnst í upphafi borgarstjórnarfundar í Ráðhúsinu í dag. Þar fór Einar Þorsteinsson borgarstjóri yfir feril Egils, og vottaði fjölskyldu hans og aðstandendum samúð. Oddviti Sjálfstæðismanna og samstarfskona Egils, Hildur Björnsdóttir, talaði einnig um Egil í upphafi fundarins. „Hann var góður samstarfsmaður, traustur vinur og einstakur mannasættir,“ sagði Hildur meðal annars um Egil félaga sinn, áður en borgarfulltrúar risu úr sætum og minntust Egils með einnar mínútu þögn. Jónína segir Egil hafa komið víða við, og haft áhrif á fjölda samferðamanna sinna. „Hann var virkur í félagsstörfum á mörgum stöðum, nú síðast í stjórn Krafts, hann var virkur í Oddfellow, var mikið í Vöku og formaður nemendafélagsins í félagsfræðinni. Hann kom víða við og snerti marga,“ segir Jónína. Egill verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju á morgun, 8. janúar, klukkan 13. Kennitala: 020891-3279 Reikningsnúmer: 0123-15-191262
Andlát Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira