Egill Þór fyrstur Íslendinga í nýja hátæknimeðferð við krabbameini Jakob Bjarnar skrifar 1. febrúar 2022 12:24 Egill Þór. Baráttan við krabbameinið hefur verið erfið, æxlið hefur verið illskeytt og stækkað ört. Hann mun nú gangast undir flókna hátæknimeðferð í Lundi í Svíþjóð en læknar vonast til að það muni leiða ráða niðurlögum meinsins. Sjálfstæðisflokkurinn Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur undanfarnar vikur og mánuði háð baráttu við eitilfrumukrabbamein. Hann er nú staddur í Lundi í Svíþjóð og mun fyrstur Íslendinga gangast undir nýja hátæknimeðferð við „aggresívu“ krabbameini. Egill Þór, sem er fæddur 1990, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en Vísir hefur áður greint frá baráttu Egils Þórs. Erfið barátta því meinið er illskeytt Egill Þór er með fjölskyldu sinni í Lundi en hann segir að síðustu vikur hafi reynst sér erfiðar bæði líkamlega sem andlega þar sem líkaminn hefur ekki verið að svara lyfjameðferð eins og vonast var, eftir að krabbameinið tók sig upp aftur. Egill Þór er kominn til Svíþjóðar en þarna er hann fyrir framan sjúkrahúsið í Lundi. „Í stuttu máli þá hef ég verið mjög lasinn og í óvissu hvernig framhaldið yrði, æxlið er jú mjög aggresívt og stækkar hratt þegar það svarar ekki lyfjum.“ Egill segir, í samtali við Vísi, þessa baráttu hafa verið sveiflukennda. „Fyrst þegar ég fór í meðferð þá gekk allt eftir bókinni og ég útskrifaðist eftir 4 lyfjameðferðir. Stuttu seinna fóru hins vegar einkennin öll að koma aftur og núna hefur þetta ekki verið jafn auðvelt að ná þessu niður. Þannig að það endar með því að ég var sendur hingað til Svíþjóðar.“ Afar flókin meðferð Og nú hefur verið ákveðið að senda Egil, fyrstan Íslendinga, í nýja hátæknimeðferð á sjúkrahúsinu í Lundi. „Meðferðin er flókin en gengur út á að frumur eru teknar úr mér, þeim erfðabreytt, dælt svo aftur inn í mig nokkrum vikum síðar í von um að þær ráðist á æxlið og drepi það fyrir fullt og allt. Þetta telja sérfræðilæknar að séu bestu líkur á lækningu. Við erum því bæði þakklát og bjartsýn á að þetta skili góðri niðurstöðu að lokum,“ segir Egill. Hann segir að meðferðin heiti car-t cell og að sögn læknanna gefur hún bestar líkur á bata. „Ég hef aldrei spurt út í prósentur á lækningu eða öðru, það er eitthvað sem ég persónulega vill ekki vita hreint út. Spítalinn hér í Lundi tók 13 manns að ég held í þessa meðferð, allt síðasta ár þannig þessi tækni er mjög ný en þó ekki á tilraunastigi.“ Heilbrigðismál Svíþjóð Íslendingar erlendis Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fleiri fréttir „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Sjá meira
Egill Þór, sem er fæddur 1990, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en Vísir hefur áður greint frá baráttu Egils Þórs. Erfið barátta því meinið er illskeytt Egill Þór er með fjölskyldu sinni í Lundi en hann segir að síðustu vikur hafi reynst sér erfiðar bæði líkamlega sem andlega þar sem líkaminn hefur ekki verið að svara lyfjameðferð eins og vonast var, eftir að krabbameinið tók sig upp aftur. Egill Þór er kominn til Svíþjóðar en þarna er hann fyrir framan sjúkrahúsið í Lundi. „Í stuttu máli þá hef ég verið mjög lasinn og í óvissu hvernig framhaldið yrði, æxlið er jú mjög aggresívt og stækkar hratt þegar það svarar ekki lyfjum.“ Egill segir, í samtali við Vísi, þessa baráttu hafa verið sveiflukennda. „Fyrst þegar ég fór í meðferð þá gekk allt eftir bókinni og ég útskrifaðist eftir 4 lyfjameðferðir. Stuttu seinna fóru hins vegar einkennin öll að koma aftur og núna hefur þetta ekki verið jafn auðvelt að ná þessu niður. Þannig að það endar með því að ég var sendur hingað til Svíþjóðar.“ Afar flókin meðferð Og nú hefur verið ákveðið að senda Egil, fyrstan Íslendinga, í nýja hátæknimeðferð á sjúkrahúsinu í Lundi. „Meðferðin er flókin en gengur út á að frumur eru teknar úr mér, þeim erfðabreytt, dælt svo aftur inn í mig nokkrum vikum síðar í von um að þær ráðist á æxlið og drepi það fyrir fullt og allt. Þetta telja sérfræðilæknar að séu bestu líkur á lækningu. Við erum því bæði þakklát og bjartsýn á að þetta skili góðri niðurstöðu að lokum,“ segir Egill. Hann segir að meðferðin heiti car-t cell og að sögn læknanna gefur hún bestar líkur á bata. „Ég hef aldrei spurt út í prósentur á lækningu eða öðru, það er eitthvað sem ég persónulega vill ekki vita hreint út. Spítalinn hér í Lundi tók 13 manns að ég held í þessa meðferð, allt síðasta ár þannig þessi tækni er mjög ný en þó ekki á tilraunastigi.“
Heilbrigðismál Svíþjóð Íslendingar erlendis Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fleiri fréttir „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Sjá meira