Akureyringar eins og beljur að vori Bjarki Sigurðsson skrifar 4. janúar 2025 14:00 Brekkur Hlíðarfjalls eru loksins opnar. Vísir/Tryggvi Skíðabrekkur Hlíðarfjalls á Akureyri voru í morgun opnaðar í fyrsta sinn í vetur. Snjóleysi í fjallinu hefur verið skíðafólki fyrir norðan til vandræða. Forstöðumaður skíðasvæðisins segir svæðið strax vera pakkfullt. Veðrið hefur ekki verið með skíðafólki á Akureyri í liði þennan veturinn. Lítil sem engin snjókoma, með hlýindum inni á milli, hefur sett strik í reikninginn og ekki var hægt að opna brekkur Hlíðarfjalls í desember líkt og venjan er. Í dag var þó mikill gleðidagur þegar fjallið var opnað í fyrsta sinn þennan veturinn. Mikil aðsókn fyrsta dag opnunar Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, var sjálfur á leið á skíði þegar fréttastofa náði tali af honum. Hann segir þetta mikil gleðitíðindi. „Það er stilla og átta stiga frost. Gott skíðafæri og mikil aðsókn. Mér sýnist bílaplanið vera fullt,“ segir Brynjar. Margir að nýta sér þennan fyrsta dag? „Já, eins og beljur að vori.“ Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls.Skjáskot Óvenjulegur vetur Snjóframleiðsla hefur verið í gangi í fjallinu í fjörutíu daga til að flýta fyrir opnuninni. „Um leið og það koma framleiðsluaðstæður, þá höfum við verið með sólarhringsvaktir. Við höfum sjaldan þurft að framleiða jafn mikið. Við lentum líka í því að vera búin að framleiða en þá kom hiti og tók upp slatta af snjó, þannig þetta er búið að vera óvenjulegt að því leytinu til,“ segir Brynjar. Skíðaþyrstir geta skellt sér norður á Akureyri næstu fjóra mánuðina eða svo. „Þetta er bara það sem þarf yfir vetrarmánuðina. Þegar myrkrið er, þá þarf þessa afþreyingu. Hún er svo skemmtileg,“ segir Brynjar. Akureyri Skíðasvæði Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Sjá meira
Veðrið hefur ekki verið með skíðafólki á Akureyri í liði þennan veturinn. Lítil sem engin snjókoma, með hlýindum inni á milli, hefur sett strik í reikninginn og ekki var hægt að opna brekkur Hlíðarfjalls í desember líkt og venjan er. Í dag var þó mikill gleðidagur þegar fjallið var opnað í fyrsta sinn þennan veturinn. Mikil aðsókn fyrsta dag opnunar Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, var sjálfur á leið á skíði þegar fréttastofa náði tali af honum. Hann segir þetta mikil gleðitíðindi. „Það er stilla og átta stiga frost. Gott skíðafæri og mikil aðsókn. Mér sýnist bílaplanið vera fullt,“ segir Brynjar. Margir að nýta sér þennan fyrsta dag? „Já, eins og beljur að vori.“ Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls.Skjáskot Óvenjulegur vetur Snjóframleiðsla hefur verið í gangi í fjallinu í fjörutíu daga til að flýta fyrir opnuninni. „Um leið og það koma framleiðsluaðstæður, þá höfum við verið með sólarhringsvaktir. Við höfum sjaldan þurft að framleiða jafn mikið. Við lentum líka í því að vera búin að framleiða en þá kom hiti og tók upp slatta af snjó, þannig þetta er búið að vera óvenjulegt að því leytinu til,“ segir Brynjar. Skíðaþyrstir geta skellt sér norður á Akureyri næstu fjóra mánuðina eða svo. „Þetta er bara það sem þarf yfir vetrarmánuðina. Þegar myrkrið er, þá þarf þessa afþreyingu. Hún er svo skemmtileg,“ segir Brynjar.
Akureyri Skíðasvæði Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Sjá meira