Akureyringar eins og beljur að vori Bjarki Sigurðsson skrifar 4. janúar 2025 14:00 Brekkur Hlíðarfjalls eru loksins opnar. Vísir/Tryggvi Skíðabrekkur Hlíðarfjalls á Akureyri voru í morgun opnaðar í fyrsta sinn í vetur. Snjóleysi í fjallinu hefur verið skíðafólki fyrir norðan til vandræða. Forstöðumaður skíðasvæðisins segir svæðið strax vera pakkfullt. Veðrið hefur ekki verið með skíðafólki á Akureyri í liði þennan veturinn. Lítil sem engin snjókoma, með hlýindum inni á milli, hefur sett strik í reikninginn og ekki var hægt að opna brekkur Hlíðarfjalls í desember líkt og venjan er. Í dag var þó mikill gleðidagur þegar fjallið var opnað í fyrsta sinn þennan veturinn. Mikil aðsókn fyrsta dag opnunar Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, var sjálfur á leið á skíði þegar fréttastofa náði tali af honum. Hann segir þetta mikil gleðitíðindi. „Það er stilla og átta stiga frost. Gott skíðafæri og mikil aðsókn. Mér sýnist bílaplanið vera fullt,“ segir Brynjar. Margir að nýta sér þennan fyrsta dag? „Já, eins og beljur að vori.“ Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls.Skjáskot Óvenjulegur vetur Snjóframleiðsla hefur verið í gangi í fjallinu í fjörutíu daga til að flýta fyrir opnuninni. „Um leið og það koma framleiðsluaðstæður, þá höfum við verið með sólarhringsvaktir. Við höfum sjaldan þurft að framleiða jafn mikið. Við lentum líka í því að vera búin að framleiða en þá kom hiti og tók upp slatta af snjó, þannig þetta er búið að vera óvenjulegt að því leytinu til,“ segir Brynjar. Skíðaþyrstir geta skellt sér norður á Akureyri næstu fjóra mánuðina eða svo. „Þetta er bara það sem þarf yfir vetrarmánuðina. Þegar myrkrið er, þá þarf þessa afþreyingu. Hún er svo skemmtileg,“ segir Brynjar. Akureyri Skíðasvæði Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Dónatal í desember Erlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Veðrið hefur ekki verið með skíðafólki á Akureyri í liði þennan veturinn. Lítil sem engin snjókoma, með hlýindum inni á milli, hefur sett strik í reikninginn og ekki var hægt að opna brekkur Hlíðarfjalls í desember líkt og venjan er. Í dag var þó mikill gleðidagur þegar fjallið var opnað í fyrsta sinn þennan veturinn. Mikil aðsókn fyrsta dag opnunar Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, var sjálfur á leið á skíði þegar fréttastofa náði tali af honum. Hann segir þetta mikil gleðitíðindi. „Það er stilla og átta stiga frost. Gott skíðafæri og mikil aðsókn. Mér sýnist bílaplanið vera fullt,“ segir Brynjar. Margir að nýta sér þennan fyrsta dag? „Já, eins og beljur að vori.“ Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls.Skjáskot Óvenjulegur vetur Snjóframleiðsla hefur verið í gangi í fjallinu í fjörutíu daga til að flýta fyrir opnuninni. „Um leið og það koma framleiðsluaðstæður, þá höfum við verið með sólarhringsvaktir. Við höfum sjaldan þurft að framleiða jafn mikið. Við lentum líka í því að vera búin að framleiða en þá kom hiti og tók upp slatta af snjó, þannig þetta er búið að vera óvenjulegt að því leytinu til,“ segir Brynjar. Skíðaþyrstir geta skellt sér norður á Akureyri næstu fjóra mánuðina eða svo. „Þetta er bara það sem þarf yfir vetrarmánuðina. Þegar myrkrið er, þá þarf þessa afþreyingu. Hún er svo skemmtileg,“ segir Brynjar.
Akureyri Skíðasvæði Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Dónatal í desember Erlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira