„Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Bjarki Sigurðsson skrifar 4. janúar 2025 12:03 Haraldur Ólafsson veðurfræðingur er formaður Heimssýnar. Vísir/Vilhelm Formaður hreyfingar þeirra sem eru andvígir inngöngu Íslands í Evrópusambandið, segir glórulaust að fara í vegferð sem miðar að inngöngu í sambandið. Ríkisstjórnarflokkarnir hafi komist til valda með því að ræða Evrópumálin sem minnst. Fleiri eru andvígir aðild Íslands að ESB en hlynntir samkvæmt könnun Maskínu. Þó vill meirihluti þjóðarinnar atkvæðagreiðslu um málið. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna segir að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild fari eigi síðar fram en árið 2027. Haraldur Ólafsson, formaður Heimssýnar, hreyfingar þeirra sem eru andvígir inngöngu Íslands í ESB, segir að miðað við niðurstöður könnunarinnar sé glórulaust að leggja í vegferð sem miðar að því að ganga í ESB. „Það þarf að vera traustur vilji, bæði hjá þjóðinni og Alþingi og ríkisstjórn, til að menn fari af stað í svona lagað. Það sem menn eru að tala um í sambandi við þjóðaratkvæðagreiðslu, er atkvæðagreiðsla um aðildarumsókn, aðildarferli. Það er ferli sem þarf mikinn stuðning heima fyrir og kostar gríðarlegar upphæðir,“ segir Haraldur. Evrópusuðið haldi áfram Hann telur einhverja þeirra sem eru á móti inngöngu í sambandið vilja atkvæðagreiðslu til þess að hægt sé að hætta að ræða málið. „Því er til að svara að þetta evrópusuð, það hættir ekkert. Við sjáum það í Noregi að það var farið í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1972. Evrópusinnar töpuðu henni en þeir byrjuðu strax að suða aftur og fengu aðra atkvæðagreiðslu tuttugu árum seinna. Þeir hafa verið suðandi síðan þá. Þannig suðið hverfur ekki þótt það verði einhver þjóðaratkvæðagreiðsla, því miður er það bara þannig,“ segir Haraldur. Sópuðu Evrópumálunum undir teppi Viðreisn og Samfylking hafa í gegnum tíðina verið hlynnt inngöngu í ESB. Haraldur segir flokkana hafa falið þá afstöðu í kosningabaráttunni. „Samfylkingin gerði það mjög meðvitað. Svo rýkur Viðreisn þarna upp á lokametrunum fyrir kosningar. Það gera þeir með því að segja ekki orð um Evrópumálin, það er nú bara svo einfalt,“ segir Haraldur. Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira
Fleiri eru andvígir aðild Íslands að ESB en hlynntir samkvæmt könnun Maskínu. Þó vill meirihluti þjóðarinnar atkvæðagreiðslu um málið. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna segir að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild fari eigi síðar fram en árið 2027. Haraldur Ólafsson, formaður Heimssýnar, hreyfingar þeirra sem eru andvígir inngöngu Íslands í ESB, segir að miðað við niðurstöður könnunarinnar sé glórulaust að leggja í vegferð sem miðar að því að ganga í ESB. „Það þarf að vera traustur vilji, bæði hjá þjóðinni og Alþingi og ríkisstjórn, til að menn fari af stað í svona lagað. Það sem menn eru að tala um í sambandi við þjóðaratkvæðagreiðslu, er atkvæðagreiðsla um aðildarumsókn, aðildarferli. Það er ferli sem þarf mikinn stuðning heima fyrir og kostar gríðarlegar upphæðir,“ segir Haraldur. Evrópusuðið haldi áfram Hann telur einhverja þeirra sem eru á móti inngöngu í sambandið vilja atkvæðagreiðslu til þess að hægt sé að hætta að ræða málið. „Því er til að svara að þetta evrópusuð, það hættir ekkert. Við sjáum það í Noregi að það var farið í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1972. Evrópusinnar töpuðu henni en þeir byrjuðu strax að suða aftur og fengu aðra atkvæðagreiðslu tuttugu árum seinna. Þeir hafa verið suðandi síðan þá. Þannig suðið hverfur ekki þótt það verði einhver þjóðaratkvæðagreiðsla, því miður er það bara þannig,“ segir Haraldur. Sópuðu Evrópumálunum undir teppi Viðreisn og Samfylking hafa í gegnum tíðina verið hlynnt inngöngu í ESB. Haraldur segir flokkana hafa falið þá afstöðu í kosningabaráttunni. „Samfylkingin gerði það mjög meðvitað. Svo rýkur Viðreisn þarna upp á lokametrunum fyrir kosningar. Það gera þeir með því að segja ekki orð um Evrópumálin, það er nú bara svo einfalt,“ segir Haraldur.
Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira