Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Lovísa Arnardóttir skrifar 2. janúar 2025 14:13 Valdimar er nú bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Hann hefur verið formaður bæjarráðs frá 2022 en starfað sem skólastjóri í Öldutúnsskóla síðan 2008. Aðsend Valdimar Víðisson tók við starfi bæjarstjóra Hafnarfjarðar um áramótin af Rósu Guðbjartsdóttur sem gengt hefur embættinu síðan í júní 2018. Bæjarstjóraskiptin eru í samræmi við samkomulag Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir sveitarstjórnarkosningar í maí 2022 um að oddviti Sjálfstæðisflokks myndi sitja í stóli bæjarstjóra til 1. janúar 2025 þegar oddviti Framsóknarflokks myndi taka við. Valdimar hefur verið formaður bæjarráðs á kjörtímabilinu og tekur Rósa nú við þeirri formennsku auk þess sem hún var á dögunum kjörin til Alþingis. „Sem formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi þekki ég þegar vel til helstu mála sem eru efst á baugi hjá sveitarfélaginu. Það er þó margt á borði bæjarstjóra sem ég mun þurfa að setja mig nánar inn í, enda Hafnarfjarðarbær stórt sveitarfélag sem býður upp á víðtæka og fjölbreytta þjónustu við íbúa og atvinnulíf. Metnaður minn er að halda áfram á þeirri braut uppbyggingar og framfara sem mörkuð hefur verið undanfarin ár,“ segir Valdimar í tilkynningu frá bænum. Valdimar er vel kunnur bæjarmálum í Hafnarfirði. Hann sat sem varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Hafnarfirði kjörtímabilið 2018 til 2022 og var formaður fjölskylduráðs á tímabilinu. Valdimar var kjörinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í sveitarstjórnarkosningunum 14. maí 2022 og hefur síðan þá verið formaður bæjarráðs. Þá var Valdimar skólastjóri Öldutúnsskóla í sextán ár eða frá árinu 2008. Hann sagði starfi sínu lausu þar til að sinna starfi sínu í bæjarstjórn. Sjá einnig: Valdimar tekur við af Rósu í ársbyrjun 2025 „Ég viðurkenni að það eru blendnar tilfinningar við þessi tímamót í mínu lífi. Er fullur tilhlökkunar að takast á við nýtt verkefni en einnig leiður yfir því að kveðja. Hef verið það heppinn að hafa náð að mynda góð tengsl við börnin ykkar og það er líklega það sem ég á eftir að sakna mest, einlægnin frá þeim, hvort sem það var í samtölum í kennslustofum, í frímínútum eða inni á skrifstofu hjá mér. Það eru óteljandi sögur sem ég á um þau samskipti og hef ég verið duglegur að deila þeim með ykkur í gegnum árin, hvort sem það er í ræðu eða riti,“ sagði Valdimar á heimasíðu skólans þegar tilkynnt var að hann hefði sagt starfi sínu lausu. Valdimar Víðisson er fæddur 10. september 1978. Hann er giftur Sigurborgu Geirdal og á einn son, tvær stjúpdætur og tvö barnabörn. Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Valdimar hefur verið formaður bæjarráðs á kjörtímabilinu og tekur Rósa nú við þeirri formennsku auk þess sem hún var á dögunum kjörin til Alþingis. „Sem formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi þekki ég þegar vel til helstu mála sem eru efst á baugi hjá sveitarfélaginu. Það er þó margt á borði bæjarstjóra sem ég mun þurfa að setja mig nánar inn í, enda Hafnarfjarðarbær stórt sveitarfélag sem býður upp á víðtæka og fjölbreytta þjónustu við íbúa og atvinnulíf. Metnaður minn er að halda áfram á þeirri braut uppbyggingar og framfara sem mörkuð hefur verið undanfarin ár,“ segir Valdimar í tilkynningu frá bænum. Valdimar er vel kunnur bæjarmálum í Hafnarfirði. Hann sat sem varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Hafnarfirði kjörtímabilið 2018 til 2022 og var formaður fjölskylduráðs á tímabilinu. Valdimar var kjörinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í sveitarstjórnarkosningunum 14. maí 2022 og hefur síðan þá verið formaður bæjarráðs. Þá var Valdimar skólastjóri Öldutúnsskóla í sextán ár eða frá árinu 2008. Hann sagði starfi sínu lausu þar til að sinna starfi sínu í bæjarstjórn. Sjá einnig: Valdimar tekur við af Rósu í ársbyrjun 2025 „Ég viðurkenni að það eru blendnar tilfinningar við þessi tímamót í mínu lífi. Er fullur tilhlökkunar að takast á við nýtt verkefni en einnig leiður yfir því að kveðja. Hef verið það heppinn að hafa náð að mynda góð tengsl við börnin ykkar og það er líklega það sem ég á eftir að sakna mest, einlægnin frá þeim, hvort sem það var í samtölum í kennslustofum, í frímínútum eða inni á skrifstofu hjá mér. Það eru óteljandi sögur sem ég á um þau samskipti og hef ég verið duglegur að deila þeim með ykkur í gegnum árin, hvort sem það er í ræðu eða riti,“ sagði Valdimar á heimasíðu skólans þegar tilkynnt var að hann hefði sagt starfi sínu lausu. Valdimar Víðisson er fæddur 10. september 1978. Hann er giftur Sigurborgu Geirdal og á einn son, tvær stjúpdætur og tvö barnabörn.
Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent