Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Jakob Bjarnar skrifar 2. janúar 2025 13:39 Foringjar nýrrar ríkisstjórnar. Kristrún Frostadóttir ætlar að láta hendur standa fram úr ermum. vísir/vilhelm Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lætur hendur standa fram úr ermum strax á nýju ári. Nú var að detta inn á samráðsgátt stjórnvalda nýtt mál þar sem auglýst er eftir umsögnum um það hvernig hagræða megi í rekstri ríkisins. Umrætt mál má finna hér en því er fylgt úr hlaði með orðum þess efnis að eitt af forgangsverkefnum nýrrar ríkisstjórnar sé að hagræða, einfalda stjórnsýslu og sameina stofnanir. Og að ríkisstjórnin leiti eftir samstarfs við þjóðina um þetta verkefni. „Árið 2025 er áætlað að útgjöld íslenska ríkisins verði um 1.550 milljarðar króna eða 16 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu – sem skiptast í grófum dráttum í laun og rekstrarkostnað, fjárfestingu, tilfærslur og bætur. Því er til mikils að vinna. Með hagsýni í rekstri ríkisins förum við betur með fé og sköpum þar með tækifæri til að efla opinbera þjónustu og aðra þætti samfélagsins um land allt,“ segir meðal annars í tilkynningu. Ef við værum stödd á núllpunkti Þá er tíundað að ríkisreksturinn sé flókinn og margræður. Sagt er að ýmislegt í rekstri ríkisins gangi vel meðan annað má betur fara. „Í upphafi nýs kjörtímabils er rík ástæða til að staldra við og huga að því sem við getum gert betur. Og það vill ný ríkisstjórn gera í góðu samráði við fólkið í landinu.“ En hvar og hvernig má hagræða, er spurt. Á að verja opinberu fé í sömu verkefni og með sama hætti og gert er ef við værum að byrja á núllpunkti? Eru dæmi um sóun hjá hinu opinbera? Ekki er vafi á að margir telja svo vera. Hvar er sóunin? Ríkisstjórnin óskar eftir hugmyndum. Samráðið er með þeim hætti að almenningur, fyrirtæki og hagsmunaaðilar geta komið tillögum, hugmyndum og sjónarmiðum á framfæri í samráðsgátt og er opið fyrir slíkt til 23. janúar. Þá fer sérstakur starfhópur á vegum forsætisráðuneytisins yfir allar ábendingar og niðurstöðurnar nýttar til að móta áætlun til lengri tíma. Meðal þeirra atriða sem nefnd eru en mætti líta til eru eftirfarandi punktar: 1. Hagræðing til skemmri tíma • Verkefni sem gætu fallið niður • Dæmi um sóun í ríkisrekstri eða skort á aðhaldi • Bóta- og tilfærslukerfi ríkisins • Starfsmannahald • Opinber innkaup • Verktakar • Annar rekstrarkostnaður 2. Hagræðing til lengri tíma • Verkefni sem gætu aukið framleiðni og sparnað til langs tíma Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Sjá meira
Umrætt mál má finna hér en því er fylgt úr hlaði með orðum þess efnis að eitt af forgangsverkefnum nýrrar ríkisstjórnar sé að hagræða, einfalda stjórnsýslu og sameina stofnanir. Og að ríkisstjórnin leiti eftir samstarfs við þjóðina um þetta verkefni. „Árið 2025 er áætlað að útgjöld íslenska ríkisins verði um 1.550 milljarðar króna eða 16 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu – sem skiptast í grófum dráttum í laun og rekstrarkostnað, fjárfestingu, tilfærslur og bætur. Því er til mikils að vinna. Með hagsýni í rekstri ríkisins förum við betur með fé og sköpum þar með tækifæri til að efla opinbera þjónustu og aðra þætti samfélagsins um land allt,“ segir meðal annars í tilkynningu. Ef við værum stödd á núllpunkti Þá er tíundað að ríkisreksturinn sé flókinn og margræður. Sagt er að ýmislegt í rekstri ríkisins gangi vel meðan annað má betur fara. „Í upphafi nýs kjörtímabils er rík ástæða til að staldra við og huga að því sem við getum gert betur. Og það vill ný ríkisstjórn gera í góðu samráði við fólkið í landinu.“ En hvar og hvernig má hagræða, er spurt. Á að verja opinberu fé í sömu verkefni og með sama hætti og gert er ef við værum að byrja á núllpunkti? Eru dæmi um sóun hjá hinu opinbera? Ekki er vafi á að margir telja svo vera. Hvar er sóunin? Ríkisstjórnin óskar eftir hugmyndum. Samráðið er með þeim hætti að almenningur, fyrirtæki og hagsmunaaðilar geta komið tillögum, hugmyndum og sjónarmiðum á framfæri í samráðsgátt og er opið fyrir slíkt til 23. janúar. Þá fer sérstakur starfhópur á vegum forsætisráðuneytisins yfir allar ábendingar og niðurstöðurnar nýttar til að móta áætlun til lengri tíma. Meðal þeirra atriða sem nefnd eru en mætti líta til eru eftirfarandi punktar: 1. Hagræðing til skemmri tíma • Verkefni sem gætu fallið niður • Dæmi um sóun í ríkisrekstri eða skort á aðhaldi • Bóta- og tilfærslukerfi ríkisins • Starfsmannahald • Opinber innkaup • Verktakar • Annar rekstrarkostnaður 2. Hagræðing til lengri tíma • Verkefni sem gætu aukið framleiðni og sparnað til langs tíma
Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Sjá meira