Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. janúar 2025 18:28 Einn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 8. ágúst vegna málsins. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar á Kjalarnesi í nótt. Einn særðist alvarlega þegar hann hlaut stungu í brjósthol en sá hefur nú verið útskrifaður af gjörgæslu en er enn á Landspítalanum. Tveir til viðbótar sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir. Lögreglu barst tilkynning skömmu fyrir klukkan eitt eftir miðnætti en við aðgerðirnar á Kjalarnesi í nótt naut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. „Það virðist hafa verið gleðskapur í húsi þar og komið til einhverra átaka, eitthvað ósætti og í kjölfarið þá er maður stunginn og tveir aðrir særðir með hnífi og einn alvarlega slasaður fluttur á slysadeild og fer á gjörgæslu í kjölfarið, fær stungu í brjósthol. Hinir tveir slösuðu fara af slysadeild mjög fljótlega, útskrifaðir,“ segir Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðayfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún kveðst ekki geta sagt til um hvort einhverjir þeirra sem eiga í hlut hafi áður komið til kasta lögreglu. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hve margt fólk var í húsinu en rannsókn málsins stendur enn yfir. „Svo erum við bara að ná utan um þetta núna. Hvað gerðist og hvers vegna og af hverju, hvað kemur upp á. Það tekur oft svolítinn tíma að púsla því saman,“ segir Elín Agnes. „En það var svolítið af fólki, og áramótagleði.“ Taka skýrslu af fjölda fólks Allir hlutaðeigandi eru karlmenn á fertugs og fimmtugsaldri, í einhverjum tilfellum kunna hinir særðu og hinir grunuðu að vera þeir sömu. Hvað eru þetta margir í heildina sem eru viðrinir þetta mál? „Við eigum aðeins líka eftir að ná utan um það. Það er náttúrlega mikið uppnám á vettvangi þegar svona er og þarf að taka skýrslur af fjölda fólks og púsla þessu öllu saman rétt. En það er spurning hvort að það sé að hluta til kannski, hafi verið átök milli manna og einhverjir þeirra séu særðir efir, hafi orðið fyrir árás eftir átök,“ svarar Elín. Hún á ekki von á því að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir fleirum eins og sakir standa nú. Sá er var á gjörgæslu hefur nú verið fluttur á almenna deild. „Tveir þeirra voru með minniháttar áverka og útskrifaðir í morgun en svo er það einn sem var á gjörgæslu þar til bara fyrir mjög skömmu síðan, þá var hann fluttur á almenna deild, þannig að það lítur betur út,“ segir Elín. Lögreglumál Reykjavík Stunguárás á Kjalarnesi Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Lögreglu barst tilkynning skömmu fyrir klukkan eitt eftir miðnætti en við aðgerðirnar á Kjalarnesi í nótt naut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. „Það virðist hafa verið gleðskapur í húsi þar og komið til einhverra átaka, eitthvað ósætti og í kjölfarið þá er maður stunginn og tveir aðrir særðir með hnífi og einn alvarlega slasaður fluttur á slysadeild og fer á gjörgæslu í kjölfarið, fær stungu í brjósthol. Hinir tveir slösuðu fara af slysadeild mjög fljótlega, útskrifaðir,“ segir Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðayfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún kveðst ekki geta sagt til um hvort einhverjir þeirra sem eiga í hlut hafi áður komið til kasta lögreglu. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hve margt fólk var í húsinu en rannsókn málsins stendur enn yfir. „Svo erum við bara að ná utan um þetta núna. Hvað gerðist og hvers vegna og af hverju, hvað kemur upp á. Það tekur oft svolítinn tíma að púsla því saman,“ segir Elín Agnes. „En það var svolítið af fólki, og áramótagleði.“ Taka skýrslu af fjölda fólks Allir hlutaðeigandi eru karlmenn á fertugs og fimmtugsaldri, í einhverjum tilfellum kunna hinir særðu og hinir grunuðu að vera þeir sömu. Hvað eru þetta margir í heildina sem eru viðrinir þetta mál? „Við eigum aðeins líka eftir að ná utan um það. Það er náttúrlega mikið uppnám á vettvangi þegar svona er og þarf að taka skýrslur af fjölda fólks og púsla þessu öllu saman rétt. En það er spurning hvort að það sé að hluta til kannski, hafi verið átök milli manna og einhverjir þeirra séu særðir efir, hafi orðið fyrir árás eftir átök,“ svarar Elín. Hún á ekki von á því að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir fleirum eins og sakir standa nú. Sá er var á gjörgæslu hefur nú verið fluttur á almenna deild. „Tveir þeirra voru með minniháttar áverka og útskrifaðir í morgun en svo er það einn sem var á gjörgæslu þar til bara fyrir mjög skömmu síðan, þá var hann fluttur á almenna deild, þannig að það lítur betur út,“ segir Elín.
Lögreglumál Reykjavík Stunguárás á Kjalarnesi Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira