„Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. desember 2024 16:33 Bjarni Benediktsson gantast með samstarfsmenn sína sem hafa í lægð stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til hlaðvarp. Hulda Margrét Að verja meiri tíma með fjölskyldu, grennast, ganga Herðubreið og syngja í karlakór. Áramótaheit formanna þingflokkanna eru misjöfn en þeir greindu frá sínum markmiðum á komandi ári í Kryddsíld. Undir lok Kryddsíldar fóru leiðtogar þingflokkanna sex á persónulegar nótur og sögðu frá áramótaheitum sínum. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hyggst ganga Herðubreið, en hann þurfti að hætta við slíka ferð í ágúst vegna innsetningarathafnar Höllu Tómasdóttur forseta Íslands. „Ég gæti auðvitað skoðað að gera eins og sumir sem hafa tapað fylgi að stofna nýjan stjórnmálaflokk og búa til podcast þátt. Það er að gagnast þeim mjög vel,“ segir Bjarni. Sigurði fannst árið ömurlegt Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segist ekkert spennandi hafa að segja í tengslum við áramótaheit. „Ég þarf að hreyfa mig meira og ég þarf að eyða meiri tíma með fjölskyldunni. Það er bara þannig,“ segir Kristrún. Hún geri fátt annað en að vinna og vera með fjölskyldunni og huga þurfi að jafnvæginu þar á milli. „Nú er ég orðinn svo frjáls, það var ekkert endilega markmið,“ segir Sigurður Ingi Jóhannesson formaður Framsóknarflokksins. Hann vísar á bug orðrómum um að hann væri á leið til Rómar í nýtt starf. „Eina sem ég ætla að fara er í karlakórinn minn. Og ég er búinn að boða komu mína. Þeir hafa tekið vel í þetta þannig að ég vona að það verði skemmtilegt. En fyrst og fremst hlakka ég til 25, 24 var ömurlegt ár. Ekki bara út af kosningunum, það var ekkert sumar,“ segir Sigurður. Hann segist þó bjartsýnn fyrir komandi ári. Þá eigi hann von á tólfta barnabarninu á næsta ári. Því þurfi líklega að halda fleiri fjölskylduboð. Þá ætli hann að fara hringinn í kring um landið og hitta flokkssystkini sín. Sigmundur tilbúinn að grennast aftur „Ég get ekki beðið eftir því að fá að takast á við öll þau stóru verkefni sem við höfum áskilið okkur sameiginlega að hrinda í framkvæmd. Við ætlum strax á fyrstu hundrað dögunum að sýna spilin betur svo að þeir illa læsu einstaklingar sem sitja mér á báða bóga geti þá kannski séð það í raun.“ segir Inga Sæland formaður flokks Fólksins. Hún segir stór verkefni fram undan og hún muni gera allt sem í hennar valdi stendur að standa undir væntingum kjósenda sinna. Erla þáttarstjórnandi rifjar upp atriði úr Kryddsíldinni í fyrra þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagðist ætla að kaupa hund handa fjölskyldunni fengi hann SMS frá henni innan tveggja klukkustunda. Sigmundur segist hafa fengið SMS-ið í tæka tíð og því sé kominn hundur á heimilið. Hann segir skilyrðin hafa verið þau að hundurinn gelti ekki og hataði ekki bréfbera. „Ég hef aldrei vitað hund sem geltir eins mikið. Og alveg stöðugt, tekyur heilu aríurnar af gelti,“ segir Sigmundur. „Svo ætla ég náttúrlega að endurnýja áramótaheitið um að grennast. Ég byrja alltaf árið á því að grennast, svo er ég orðinn spengilegur um sumarið. Og svo byrja ég að borða til að geta endurtekið leikinn næstu áramót.“ Áramótaheit Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur formanns Viðreisnar snýst einnig um að borða, en hún hyggst læra eitthvað nýtt í eldamennsku á nýju ári. „Ég er að fara á HM í handbolta með fjölskyldunni. Ég ætla að lofa mér að missa röddina eins og ég geri alltaf. Það er ekki af því að maður var að fá sér öl heldur af því að maður er að öskra á landið okkar,“ segir Þorgerður. Þá segist hún hafa farið í reiðtúr með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur á árinu og hún stefni á að fara aftur í reiðtúr á nýju ári. „Ég saknaði þess af því að ég ólst upp á hestum. Mig langar að fara aftur á bak. Ég ætla alla vega að lofa mér einum góðum reiðtúr.“ Kryddsíldina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Kryddsíld Áramót Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Scary Movie-stjarna látin Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira
Undir lok Kryddsíldar fóru leiðtogar þingflokkanna sex á persónulegar nótur og sögðu frá áramótaheitum sínum. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hyggst ganga Herðubreið, en hann þurfti að hætta við slíka ferð í ágúst vegna innsetningarathafnar Höllu Tómasdóttur forseta Íslands. „Ég gæti auðvitað skoðað að gera eins og sumir sem hafa tapað fylgi að stofna nýjan stjórnmálaflokk og búa til podcast þátt. Það er að gagnast þeim mjög vel,“ segir Bjarni. Sigurði fannst árið ömurlegt Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segist ekkert spennandi hafa að segja í tengslum við áramótaheit. „Ég þarf að hreyfa mig meira og ég þarf að eyða meiri tíma með fjölskyldunni. Það er bara þannig,“ segir Kristrún. Hún geri fátt annað en að vinna og vera með fjölskyldunni og huga þurfi að jafnvæginu þar á milli. „Nú er ég orðinn svo frjáls, það var ekkert endilega markmið,“ segir Sigurður Ingi Jóhannesson formaður Framsóknarflokksins. Hann vísar á bug orðrómum um að hann væri á leið til Rómar í nýtt starf. „Eina sem ég ætla að fara er í karlakórinn minn. Og ég er búinn að boða komu mína. Þeir hafa tekið vel í þetta þannig að ég vona að það verði skemmtilegt. En fyrst og fremst hlakka ég til 25, 24 var ömurlegt ár. Ekki bara út af kosningunum, það var ekkert sumar,“ segir Sigurður. Hann segist þó bjartsýnn fyrir komandi ári. Þá eigi hann von á tólfta barnabarninu á næsta ári. Því þurfi líklega að halda fleiri fjölskylduboð. Þá ætli hann að fara hringinn í kring um landið og hitta flokkssystkini sín. Sigmundur tilbúinn að grennast aftur „Ég get ekki beðið eftir því að fá að takast á við öll þau stóru verkefni sem við höfum áskilið okkur sameiginlega að hrinda í framkvæmd. Við ætlum strax á fyrstu hundrað dögunum að sýna spilin betur svo að þeir illa læsu einstaklingar sem sitja mér á báða bóga geti þá kannski séð það í raun.“ segir Inga Sæland formaður flokks Fólksins. Hún segir stór verkefni fram undan og hún muni gera allt sem í hennar valdi stendur að standa undir væntingum kjósenda sinna. Erla þáttarstjórnandi rifjar upp atriði úr Kryddsíldinni í fyrra þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagðist ætla að kaupa hund handa fjölskyldunni fengi hann SMS frá henni innan tveggja klukkustunda. Sigmundur segist hafa fengið SMS-ið í tæka tíð og því sé kominn hundur á heimilið. Hann segir skilyrðin hafa verið þau að hundurinn gelti ekki og hataði ekki bréfbera. „Ég hef aldrei vitað hund sem geltir eins mikið. Og alveg stöðugt, tekyur heilu aríurnar af gelti,“ segir Sigmundur. „Svo ætla ég náttúrlega að endurnýja áramótaheitið um að grennast. Ég byrja alltaf árið á því að grennast, svo er ég orðinn spengilegur um sumarið. Og svo byrja ég að borða til að geta endurtekið leikinn næstu áramót.“ Áramótaheit Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur formanns Viðreisnar snýst einnig um að borða, en hún hyggst læra eitthvað nýtt í eldamennsku á nýju ári. „Ég er að fara á HM í handbolta með fjölskyldunni. Ég ætla að lofa mér að missa röddina eins og ég geri alltaf. Það er ekki af því að maður var að fá sér öl heldur af því að maður er að öskra á landið okkar,“ segir Þorgerður. Þá segist hún hafa farið í reiðtúr með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur á árinu og hún stefni á að fara aftur í reiðtúr á nýju ári. „Ég saknaði þess af því að ég ólst upp á hestum. Mig langar að fara aftur á bak. Ég ætla alla vega að lofa mér einum góðum reiðtúr.“ Kryddsíldina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:
Kryddsíld Áramót Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Scary Movie-stjarna látin Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira