„Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. desember 2024 15:46 Inga Sæland, formaður Flokk fólksins. Vísir/Hulda Margrét „Það er líka annað sem við segjum sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir í sumar og marg stunguð hausnum í sandinn með það. Við ætlum að koma því á að erlendir glæpamenn sem fremja hér mikla glæpi þrátt fyrir að hafa fengið alþjóðlega vernd, eins og þessi ágæti maður sem hefur tekið upp nafn fyrrverandi forseta, að við munum umsvifalaust senda þau úr landi.“ Þetta sagði Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, í Kryddsíld Stöðvar 2 þar sem hún beindi orðum sínum að Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Útlendingamálin voru tekin fyrir eftir að Yazan Tamimi tók við verðlaunum sem maður ársins hjá fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísi. Mikill hiti var í umræðunum og áttu þó nokkrir í orðaskaki og deilum um þetta viðkvæma málefni. Bjarni svaraði Ingu á þennan máta: „Frumvarpið er tilbúið í ráðuneytinu. Hafðu bara pung til að koma með það. Það er í ráðuneytinu.“ Berja má hluta umræðunnar augum í spilaranum hér að neðan. Leiðtogar flokkanna skiptust á sínum skoðunum og ræddu stefnu nýrrar ríkisstjórnar. Fræg ræða sem að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fór með um málaflokkinn í aðdraganda kosninganna hjá Ríkisútvarpinu, rataði í umræðuna og sagði Inga Sæland ræðuna hljóma eins og stef samið af gervigreind. Inga sagði jafnframt að málaflokkurinn hafi verið gjörsamlega stjórnlaus í fangi fyrrverandi ríkisstjórnar. „Þessi gervigreindarræða þín, hún var grín,“ sagði hún. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kvartaði þá undan því að það ætti að vera gaman í Kryddsíld en nú væri mikill tími búinn að fara í að ræða viðkvæm málefni. Þá greip Inga inn í aftur: „Við erum búin að hanga hér í kvótakerfinu og nú erum við komin í þetta viðkvæma mál og þetta er síðasti dagur ársins. Þið eruð bara hundleiðinleg, ég verð að segja það.“ Að því loknu lentu Inga Sæland og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í miklu orðaskaki. Sigmundur beindi máli sínu þá að Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, og spurði hvort framhaldið yrði svona hjá ríkisstjórninni og Ingu sem þær hafi „leitt til valda“. Kristrún sagðist ekki sjá ástæðu til að gera stórkostlegar breytingar á þeirri högun mála sem þegar er í málaflokknum. Hafa þurfi bæði mannúð og raunsæi að leiðarljósi. Þá sé lykilatriðið að takast á við viðkvæm mál með almennum en ekki sértækum hætti. „Það er mjög erfitt þegar mál snúast alltaf um staka einstaklinga sem koma í fjölmiðlum vegna þess að þrátt fyrir að það séu erfið mál er fjöldinn allur af fólki í kerfinu sem fær ekki athygli, ekki aðstoð, og við verðum að leitast við að vera með almennar reglur.“ Þorgerður sló svo botn í umræðuna með því að segja að það þyrfti pung og dug til að taka mannúðlega á móti börnum á landamærunum. Kryddsíldina í heild sinni má berja augum í spilaranum hér að neðan: Kryddsíld Áramót Flokkur fólksins Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Þetta sagði Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, í Kryddsíld Stöðvar 2 þar sem hún beindi orðum sínum að Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Útlendingamálin voru tekin fyrir eftir að Yazan Tamimi tók við verðlaunum sem maður ársins hjá fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísi. Mikill hiti var í umræðunum og áttu þó nokkrir í orðaskaki og deilum um þetta viðkvæma málefni. Bjarni svaraði Ingu á þennan máta: „Frumvarpið er tilbúið í ráðuneytinu. Hafðu bara pung til að koma með það. Það er í ráðuneytinu.“ Berja má hluta umræðunnar augum í spilaranum hér að neðan. Leiðtogar flokkanna skiptust á sínum skoðunum og ræddu stefnu nýrrar ríkisstjórnar. Fræg ræða sem að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fór með um málaflokkinn í aðdraganda kosninganna hjá Ríkisútvarpinu, rataði í umræðuna og sagði Inga Sæland ræðuna hljóma eins og stef samið af gervigreind. Inga sagði jafnframt að málaflokkurinn hafi verið gjörsamlega stjórnlaus í fangi fyrrverandi ríkisstjórnar. „Þessi gervigreindarræða þín, hún var grín,“ sagði hún. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kvartaði þá undan því að það ætti að vera gaman í Kryddsíld en nú væri mikill tími búinn að fara í að ræða viðkvæm málefni. Þá greip Inga inn í aftur: „Við erum búin að hanga hér í kvótakerfinu og nú erum við komin í þetta viðkvæma mál og þetta er síðasti dagur ársins. Þið eruð bara hundleiðinleg, ég verð að segja það.“ Að því loknu lentu Inga Sæland og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í miklu orðaskaki. Sigmundur beindi máli sínu þá að Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, og spurði hvort framhaldið yrði svona hjá ríkisstjórninni og Ingu sem þær hafi „leitt til valda“. Kristrún sagðist ekki sjá ástæðu til að gera stórkostlegar breytingar á þeirri högun mála sem þegar er í málaflokknum. Hafa þurfi bæði mannúð og raunsæi að leiðarljósi. Þá sé lykilatriðið að takast á við viðkvæm mál með almennum en ekki sértækum hætti. „Það er mjög erfitt þegar mál snúast alltaf um staka einstaklinga sem koma í fjölmiðlum vegna þess að þrátt fyrir að það séu erfið mál er fjöldinn allur af fólki í kerfinu sem fær ekki athygli, ekki aðstoð, og við verðum að leitast við að vera með almennar reglur.“ Þorgerður sló svo botn í umræðuna með því að segja að það þyrfti pung og dug til að taka mannúðlega á móti börnum á landamærunum. Kryddsíldina í heild sinni má berja augum í spilaranum hér að neðan:
Kryddsíld Áramót Flokkur fólksins Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira