Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. desember 2024 15:31 Ásgeir Erlendsson er samskiptastjóri Landhelgisgæslunnar. AÐSEND Forgangsröðun á eftirliti með sæstrengjum hjá Landhelgisgæslunni kemur ekki til með að breytast eftir mögulegt skemmdarverk í Finnlandi. Samskiptastjóri Landhelgisgæslunnar segir að hægt sé að halda uppi öflugasta eftirliti með lögsögu Íslands í áratugi. Það velti hins vegar allt á fjármögnun stjórnvalda. Á jóladag bilaði sæstrengur sem liggur á milli Finnlands og Eistlands. Grunur leikur á að um skemmdarverk hafi verið að ræða. Í gær fannst slóð á hafsbotni sem leit út eins og að akkeri hefði verið dregið með fram botninum. Finnar gruna rússneska olíuflutningaskipið Eagle S um skemmdarverkið. Frá Íslandi liggja fjórir sæstrengir og kemur það í hlut Landhelgisgæslunnar að fylgjast með þeim. „Atburðir undanfarinna vikna í Evrópu hafa ekki breytt þeirri forgangsröðun eða hvernig Landhelgisgæslan stendur að umræddu eftirliti,“ segir Ásgeir Erlendsson, samskiptastjóri Landhelgisgæslunnar, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Eftirlitsgetan takmörkuð Landhelgisgæslan fylgist með sæstrengjunum með fjareftirliti úr stjórnstöðu Landhelgisgælunnar og með gervitunglamyndum. Þá fer rauneftirlit fram með varðskipum, þyrlum og flugvél. Til að viðunandi eftirfylgni sé með sæstrengjunum þarf að fljúga eftirlitsflugvélinni TF-SIF að minnsta kosti tvisvar í viku um lögsögu Íslands. Ásgeir bendir á að eftirlitsgeta lögsögunnar sé hins vegar takmörkuð. „Landhelgisgæslan hefur reglulega bent á að eftirlitsgetan innan lögsögunnar hefur verið takmörkuð vegna fjarveru eftirlitsflugvélarinnar sem hefur annast landamæraverkefni á vegum Frontex við Miðjarðarhaf í 5-6 mánuði á ári. Fjárframlög til Landhelgisgæslunnar hafa verið með þeim hætti að ekki hefur verið unnt að halda úti rekstri eftirlitsflugvélarinnar hér á landi nema lítinn hluta úr ári,“ skrifar Ásgeir. Aldrei jafn margar flugstundir ef að fjármagnið fæst Samkvæmt Ásgeiri verður umræddi eftirlitsflugvél meira hérlendis en árin áður þar sem hún fari einungis í tvö mánaðarlöng verkefni. „Vonir Landhelgisgæslunnar standa til þess að hægt verði að efla eftirlitið úr lofti verulega,“ skrifar Ásgeir. „Flugstundir hér á landi á næsta ári munu því að óbreyttu verða fleiri en nokkur eða fá dæmi eru um síðan flugvélin var keypt en slíkt veltur á hvort stjórnvöld veiti aukið fjármagn til að gera flugvélina út með þeim hætti.“ Gert er ráð fyrir 415 klukkustundum í flugtíma við Ísland á næsta ári. Það sé því tækifæri til að halda uppi einu öflugasta eftirliti með lögsögunni í áratugi. „Í ljósi þess sem er að gerast alls staðar í kringum okkur teljum við brýnt að við nýtum þau öflugu tæki eins vel og við getum til að gæta þeirra auðlinda og innviða sem eru í hafinu í kringum okkur,“ skrifar Ásgeir. Landhelgisgæslan Sæstrengir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Á jóladag bilaði sæstrengur sem liggur á milli Finnlands og Eistlands. Grunur leikur á að um skemmdarverk hafi verið að ræða. Í gær fannst slóð á hafsbotni sem leit út eins og að akkeri hefði verið dregið með fram botninum. Finnar gruna rússneska olíuflutningaskipið Eagle S um skemmdarverkið. Frá Íslandi liggja fjórir sæstrengir og kemur það í hlut Landhelgisgæslunnar að fylgjast með þeim. „Atburðir undanfarinna vikna í Evrópu hafa ekki breytt þeirri forgangsröðun eða hvernig Landhelgisgæslan stendur að umræddu eftirliti,“ segir Ásgeir Erlendsson, samskiptastjóri Landhelgisgæslunnar, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Eftirlitsgetan takmörkuð Landhelgisgæslan fylgist með sæstrengjunum með fjareftirliti úr stjórnstöðu Landhelgisgælunnar og með gervitunglamyndum. Þá fer rauneftirlit fram með varðskipum, þyrlum og flugvél. Til að viðunandi eftirfylgni sé með sæstrengjunum þarf að fljúga eftirlitsflugvélinni TF-SIF að minnsta kosti tvisvar í viku um lögsögu Íslands. Ásgeir bendir á að eftirlitsgeta lögsögunnar sé hins vegar takmörkuð. „Landhelgisgæslan hefur reglulega bent á að eftirlitsgetan innan lögsögunnar hefur verið takmörkuð vegna fjarveru eftirlitsflugvélarinnar sem hefur annast landamæraverkefni á vegum Frontex við Miðjarðarhaf í 5-6 mánuði á ári. Fjárframlög til Landhelgisgæslunnar hafa verið með þeim hætti að ekki hefur verið unnt að halda úti rekstri eftirlitsflugvélarinnar hér á landi nema lítinn hluta úr ári,“ skrifar Ásgeir. Aldrei jafn margar flugstundir ef að fjármagnið fæst Samkvæmt Ásgeiri verður umræddi eftirlitsflugvél meira hérlendis en árin áður þar sem hún fari einungis í tvö mánaðarlöng verkefni. „Vonir Landhelgisgæslunnar standa til þess að hægt verði að efla eftirlitið úr lofti verulega,“ skrifar Ásgeir. „Flugstundir hér á landi á næsta ári munu því að óbreyttu verða fleiri en nokkur eða fá dæmi eru um síðan flugvélin var keypt en slíkt veltur á hvort stjórnvöld veiti aukið fjármagn til að gera flugvélina út með þeim hætti.“ Gert er ráð fyrir 415 klukkustundum í flugtíma við Ísland á næsta ári. Það sé því tækifæri til að halda uppi einu öflugasta eftirliti með lögsögunni í áratugi. „Í ljósi þess sem er að gerast alls staðar í kringum okkur teljum við brýnt að við nýtum þau öflugu tæki eins vel og við getum til að gæta þeirra auðlinda og innviða sem eru í hafinu í kringum okkur,“ skrifar Ásgeir.
Landhelgisgæslan Sæstrengir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira