Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. desember 2024 15:31 Ásgeir Erlendsson er samskiptastjóri Landhelgisgæslunnar. AÐSEND Forgangsröðun á eftirliti með sæstrengjum hjá Landhelgisgæslunni kemur ekki til með að breytast eftir mögulegt skemmdarverk í Finnlandi. Samskiptastjóri Landhelgisgæslunnar segir að hægt sé að halda uppi öflugasta eftirliti með lögsögu Íslands í áratugi. Það velti hins vegar allt á fjármögnun stjórnvalda. Á jóladag bilaði sæstrengur sem liggur á milli Finnlands og Eistlands. Grunur leikur á að um skemmdarverk hafi verið að ræða. Í gær fannst slóð á hafsbotni sem leit út eins og að akkeri hefði verið dregið með fram botninum. Finnar gruna rússneska olíuflutningaskipið Eagle S um skemmdarverkið. Frá Íslandi liggja fjórir sæstrengir og kemur það í hlut Landhelgisgæslunnar að fylgjast með þeim. „Atburðir undanfarinna vikna í Evrópu hafa ekki breytt þeirri forgangsröðun eða hvernig Landhelgisgæslan stendur að umræddu eftirliti,“ segir Ásgeir Erlendsson, samskiptastjóri Landhelgisgæslunnar, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Eftirlitsgetan takmörkuð Landhelgisgæslan fylgist með sæstrengjunum með fjareftirliti úr stjórnstöðu Landhelgisgælunnar og með gervitunglamyndum. Þá fer rauneftirlit fram með varðskipum, þyrlum og flugvél. Til að viðunandi eftirfylgni sé með sæstrengjunum þarf að fljúga eftirlitsflugvélinni TF-SIF að minnsta kosti tvisvar í viku um lögsögu Íslands. Ásgeir bendir á að eftirlitsgeta lögsögunnar sé hins vegar takmörkuð. „Landhelgisgæslan hefur reglulega bent á að eftirlitsgetan innan lögsögunnar hefur verið takmörkuð vegna fjarveru eftirlitsflugvélarinnar sem hefur annast landamæraverkefni á vegum Frontex við Miðjarðarhaf í 5-6 mánuði á ári. Fjárframlög til Landhelgisgæslunnar hafa verið með þeim hætti að ekki hefur verið unnt að halda úti rekstri eftirlitsflugvélarinnar hér á landi nema lítinn hluta úr ári,“ skrifar Ásgeir. Aldrei jafn margar flugstundir ef að fjármagnið fæst Samkvæmt Ásgeiri verður umræddi eftirlitsflugvél meira hérlendis en árin áður þar sem hún fari einungis í tvö mánaðarlöng verkefni. „Vonir Landhelgisgæslunnar standa til þess að hægt verði að efla eftirlitið úr lofti verulega,“ skrifar Ásgeir. „Flugstundir hér á landi á næsta ári munu því að óbreyttu verða fleiri en nokkur eða fá dæmi eru um síðan flugvélin var keypt en slíkt veltur á hvort stjórnvöld veiti aukið fjármagn til að gera flugvélina út með þeim hætti.“ Gert er ráð fyrir 415 klukkustundum í flugtíma við Ísland á næsta ári. Það sé því tækifæri til að halda uppi einu öflugasta eftirliti með lögsögunni í áratugi. „Í ljósi þess sem er að gerast alls staðar í kringum okkur teljum við brýnt að við nýtum þau öflugu tæki eins vel og við getum til að gæta þeirra auðlinda og innviða sem eru í hafinu í kringum okkur,“ skrifar Ásgeir. Landhelgisgæslan Sæstrengir Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Á jóladag bilaði sæstrengur sem liggur á milli Finnlands og Eistlands. Grunur leikur á að um skemmdarverk hafi verið að ræða. Í gær fannst slóð á hafsbotni sem leit út eins og að akkeri hefði verið dregið með fram botninum. Finnar gruna rússneska olíuflutningaskipið Eagle S um skemmdarverkið. Frá Íslandi liggja fjórir sæstrengir og kemur það í hlut Landhelgisgæslunnar að fylgjast með þeim. „Atburðir undanfarinna vikna í Evrópu hafa ekki breytt þeirri forgangsröðun eða hvernig Landhelgisgæslan stendur að umræddu eftirliti,“ segir Ásgeir Erlendsson, samskiptastjóri Landhelgisgæslunnar, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Eftirlitsgetan takmörkuð Landhelgisgæslan fylgist með sæstrengjunum með fjareftirliti úr stjórnstöðu Landhelgisgælunnar og með gervitunglamyndum. Þá fer rauneftirlit fram með varðskipum, þyrlum og flugvél. Til að viðunandi eftirfylgni sé með sæstrengjunum þarf að fljúga eftirlitsflugvélinni TF-SIF að minnsta kosti tvisvar í viku um lögsögu Íslands. Ásgeir bendir á að eftirlitsgeta lögsögunnar sé hins vegar takmörkuð. „Landhelgisgæslan hefur reglulega bent á að eftirlitsgetan innan lögsögunnar hefur verið takmörkuð vegna fjarveru eftirlitsflugvélarinnar sem hefur annast landamæraverkefni á vegum Frontex við Miðjarðarhaf í 5-6 mánuði á ári. Fjárframlög til Landhelgisgæslunnar hafa verið með þeim hætti að ekki hefur verið unnt að halda úti rekstri eftirlitsflugvélarinnar hér á landi nema lítinn hluta úr ári,“ skrifar Ásgeir. Aldrei jafn margar flugstundir ef að fjármagnið fæst Samkvæmt Ásgeiri verður umræddi eftirlitsflugvél meira hérlendis en árin áður þar sem hún fari einungis í tvö mánaðarlöng verkefni. „Vonir Landhelgisgæslunnar standa til þess að hægt verði að efla eftirlitið úr lofti verulega,“ skrifar Ásgeir. „Flugstundir hér á landi á næsta ári munu því að óbreyttu verða fleiri en nokkur eða fá dæmi eru um síðan flugvélin var keypt en slíkt veltur á hvort stjórnvöld veiti aukið fjármagn til að gera flugvélina út með þeim hætti.“ Gert er ráð fyrir 415 klukkustundum í flugtíma við Ísland á næsta ári. Það sé því tækifæri til að halda uppi einu öflugasta eftirliti með lögsögunni í áratugi. „Í ljósi þess sem er að gerast alls staðar í kringum okkur teljum við brýnt að við nýtum þau öflugu tæki eins vel og við getum til að gæta þeirra auðlinda og innviða sem eru í hafinu í kringum okkur,“ skrifar Ásgeir.
Landhelgisgæslan Sæstrengir Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira