Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. desember 2024 15:42 Hjúkrunarfræðingar hafa nú einnig undirritað stofnanasamninga við tvo af stærstu vinnuveitendum stéttarinnar á Íslandi, þeirra á meðal Landspítalann. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Til viðbótar við 3,25 til 3,5 prósenta launahækkun, sem kveðið er á um í nýjum kjarasamningum hjúkrunarfræðinga við ríki og sveitarfélög, hækka laun hjúkrunarfræðinga í gegnum breytingar á launatöflu. Breytingarnar fela í sér samræmi við launatöflur margra stétta innan BHM. Þá hefur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga undirritað stofnanasamninga við Landspítalann og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, tvo stærstu vinnuveitendur stéttarinnar á landinu. Samtöl eru einnig hafin við aðrar heilbrigðisstofnanir. Formaður Félags hjúkurnarfræðinga fagnar mjög þeim áfanga sem náðst hafi í kjaraviðræðunum, en í fyrsta sinn í rúman áratug hafi hjúkrunarfræðingar samþykkt miðlæga kjarasamninga með yfirgnæfandi meirihluta, en launataflan sem nú er stuðst við er sú sama og í kjarasamningum BHM. „Það að vera loksins komin í sömu launatöflu, það eykur þá möguleikana á samanburði á virði starfa og milli starfa,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, forðmaður félagsins í samtali við Vísi. Upp um tvo launaflokka en engin framlög í vísindasjóð Nýr kjarasamningur FÍH við ríkið var samþykktur með með 85,63% atkvæða í lok nóvember og gildir afturvirkt frá 1. apríl á þessu ári til 31. mars 2028. Samningurinn kveður meðal annars á um 3,25% hækkun launa í ár og svo um 3,5% á ári út samningstímann. Þá eigi sér stað vörpun á launatöflu félagsins sem er í samræmi við launatöflur háskólamenntaðra stétta innan BHM. „Til að enginn lækki í launum við vörpun í nýja launatöflu skulu störf raðast 2 launaflokkum ofar en röðun segir til um í stofnanasamningum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Frá 1. nóvember 2024 mun framlag í vísindasjóð hjúkrunarfræðinga skv. grein 10.4 falla niður. Vörpunin er liður í samræmingu og með þeirri aðgerð telst viljayfirlýsing fjármála- og efnahagsráðherra, dagsett 13. júní 2024 gagnvart hjúkrunarfræðingum, um seinna áfangasamkomulag um jöfnun launa og kjara á milli markaða að fullu uppfyllt,“ segir um þetta efni í nýjum kjarasamningi við ríkið. Þetta felur í sér frekari hækkun umfram þá árlegu hlutfallshækkun launa sem kveðið er á um í nýgerðum samningum. „Það er auðvitað þegar breytt er um launatöflu þá getur það falið það í sér. En það er bara eins og öll BHM félögin sem núna eru þegar í þessari launatöflu fóru í gegnum, hvenær svo sem það hefur verið og í hvaða samningum, af því það verða breytingar á grunnstrúktúrnum að þá getur það haft eitthvað að segja,“ segir Guðbjörg. Hún tjáir sig ekki frekar um hve mikla raunhækkun launa hjúkrunarfræðinga er að ræða en segir ljóst að tekið hafi verið mikilvægt skref í átt að mögulegum samanburði hjúkrunarfræðinga við aðra háskólamenntaða sérfræðinga í sambærilegum störfum. Stofnanasamningar undirritaðir fyrir jól Kjarasamningar FÍH við ríkið og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu eru tvískiptir, annars vegar miðlægir kjarasamningar sem kveða almennt á um réttindi og skyldur á borð við orlof, veikindi, vinnutíma og miðlægar launahækkanir, og hins vegar stofnanasamningar við einstaka stofnanir þar sem er að finna röðun starfa hjúkrunarfræðinga í launaflokka, mat á viðbótarmenntun, starfsreynslu og fleira. Nú hefur félagið einnig undirritað stofnanasamninga við tvo af stærstu vinnuveitendum hjúkrunarfræðinga á Íslandi að sögn Guðbjargar. „Við gerðum það fyrir jól, þá endurnýjuðum við hann bæði við Landspítala og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem er mjög stórt. Þannig að við erum búin að skrifa undir nýja stofnanasamninga nú þegar, bæði við Landspítala og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og erum í samtölum við aðrar heilbrigðisstofnanir,“ segir Guðbjörg. „Samtalið er hafið við stofnanirnar að fullum krafti eins og við töluðum um eftir að hafa undirritað samning.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Landspítalinn Heilsugæsla Heilbrigðismál Stéttarfélög Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Formaður Félags hjúkurnarfræðinga fagnar mjög þeim áfanga sem náðst hafi í kjaraviðræðunum, en í fyrsta sinn í rúman áratug hafi hjúkrunarfræðingar samþykkt miðlæga kjarasamninga með yfirgnæfandi meirihluta, en launataflan sem nú er stuðst við er sú sama og í kjarasamningum BHM. „Það að vera loksins komin í sömu launatöflu, það eykur þá möguleikana á samanburði á virði starfa og milli starfa,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, forðmaður félagsins í samtali við Vísi. Upp um tvo launaflokka en engin framlög í vísindasjóð Nýr kjarasamningur FÍH við ríkið var samþykktur með með 85,63% atkvæða í lok nóvember og gildir afturvirkt frá 1. apríl á þessu ári til 31. mars 2028. Samningurinn kveður meðal annars á um 3,25% hækkun launa í ár og svo um 3,5% á ári út samningstímann. Þá eigi sér stað vörpun á launatöflu félagsins sem er í samræmi við launatöflur háskólamenntaðra stétta innan BHM. „Til að enginn lækki í launum við vörpun í nýja launatöflu skulu störf raðast 2 launaflokkum ofar en röðun segir til um í stofnanasamningum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Frá 1. nóvember 2024 mun framlag í vísindasjóð hjúkrunarfræðinga skv. grein 10.4 falla niður. Vörpunin er liður í samræmingu og með þeirri aðgerð telst viljayfirlýsing fjármála- og efnahagsráðherra, dagsett 13. júní 2024 gagnvart hjúkrunarfræðingum, um seinna áfangasamkomulag um jöfnun launa og kjara á milli markaða að fullu uppfyllt,“ segir um þetta efni í nýjum kjarasamningi við ríkið. Þetta felur í sér frekari hækkun umfram þá árlegu hlutfallshækkun launa sem kveðið er á um í nýgerðum samningum. „Það er auðvitað þegar breytt er um launatöflu þá getur það falið það í sér. En það er bara eins og öll BHM félögin sem núna eru þegar í þessari launatöflu fóru í gegnum, hvenær svo sem það hefur verið og í hvaða samningum, af því það verða breytingar á grunnstrúktúrnum að þá getur það haft eitthvað að segja,“ segir Guðbjörg. Hún tjáir sig ekki frekar um hve mikla raunhækkun launa hjúkrunarfræðinga er að ræða en segir ljóst að tekið hafi verið mikilvægt skref í átt að mögulegum samanburði hjúkrunarfræðinga við aðra háskólamenntaða sérfræðinga í sambærilegum störfum. Stofnanasamningar undirritaðir fyrir jól Kjarasamningar FÍH við ríkið og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu eru tvískiptir, annars vegar miðlægir kjarasamningar sem kveða almennt á um réttindi og skyldur á borð við orlof, veikindi, vinnutíma og miðlægar launahækkanir, og hins vegar stofnanasamningar við einstaka stofnanir þar sem er að finna röðun starfa hjúkrunarfræðinga í launaflokka, mat á viðbótarmenntun, starfsreynslu og fleira. Nú hefur félagið einnig undirritað stofnanasamninga við tvo af stærstu vinnuveitendum hjúkrunarfræðinga á Íslandi að sögn Guðbjargar. „Við gerðum það fyrir jól, þá endurnýjuðum við hann bæði við Landspítala og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem er mjög stórt. Þannig að við erum búin að skrifa undir nýja stofnanasamninga nú þegar, bæði við Landspítala og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og erum í samtölum við aðrar heilbrigðisstofnanir,“ segir Guðbjörg. „Samtalið er hafið við stofnanirnar að fullum krafti eins og við töluðum um eftir að hafa undirritað samning.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Landspítalinn Heilsugæsla Heilbrigðismál Stéttarfélög Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent