Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. desember 2024 12:15 Brynhildur Pétursdóttir er framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna vill benda neytendum á að þeir eigi mun ríkari og rýmri skilarétt ef vörurnar sem þeir vilja skila hafa verið keyptar á netinu fremur en í hefðbundnum verslunum. Neytandi á að geta skilað vöru sem keypt er á netinu fjórtán dögum eftir að hann fær hana í hendur. Í dag er fyrsti formlegi opnunardagur verslana eftir hinar hefðbundu lokanir yfir jólahátíðina en viðbúið er að fjöldi fólks streymi í verslanir og verslunarmiðstöðvar í dag til að skipta þeim gjöfum sem ekki henta af einhverjum ástæðum. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, hvetur fólk til þess að vera ekkert að draga það á langinn að skila vörum. „Vandamálið er oft ef það er byrjuð útsala, þær geta byrjað fljótlega eftir áramót. Sú viðtekna venja hefur skapast að neytandi á rétt á að fá fullt verð fyrir inneignanótuna en að sama skapi þá getur seljandi sagt, þú færð notað hana eftir að útsalan er búin.“ Brynhildur segir að Neytendasamtökin vilji fá vita af því ef seljendur neita að taka við gjafabréfum þegar neytendur versla á komandi janúarútsölu. Inneignarnóta og gjafabréf sé alls ekki það sama. „Eins ættu gjafabréf að gilda í fjögur ár, það er eðlilegt, það er almennur fyrningarfrestur á kröfum þannig að ef að gjafabréf eru með mjög stuttan gildistíma þá gerum við líka athugasemdir við það.“ Nú á tímum er verslun mikið farin að færast yfir á netið og því viðbúið að margir landsmenn hafi fengið gjafir sem keyptar hafa verið á netinu. „Þegar vara er keypt á netinu þá er mun ríkari skilaréttur og þá getur neytandi skilað vöru 14 dögum eftir að hann fær hann í hendur eða látið vita að hann ætli að skila vörunni og koma henni svo til seljanda og þarf ekkert að gefa neinar skýringar á því.“ Það sama gildi um útsöluvörur á netinu. „Seljendur, margir hverjir, halda að ef vara er á útsölu þá sé ekki hægt að skila henni en ef þeir eru að selja útsöluvörur á netinu þá gildir þessi skilaréttur.“ Neytendur Verslun Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Sjá meira
Í dag er fyrsti formlegi opnunardagur verslana eftir hinar hefðbundu lokanir yfir jólahátíðina en viðbúið er að fjöldi fólks streymi í verslanir og verslunarmiðstöðvar í dag til að skipta þeim gjöfum sem ekki henta af einhverjum ástæðum. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, hvetur fólk til þess að vera ekkert að draga það á langinn að skila vörum. „Vandamálið er oft ef það er byrjuð útsala, þær geta byrjað fljótlega eftir áramót. Sú viðtekna venja hefur skapast að neytandi á rétt á að fá fullt verð fyrir inneignanótuna en að sama skapi þá getur seljandi sagt, þú færð notað hana eftir að útsalan er búin.“ Brynhildur segir að Neytendasamtökin vilji fá vita af því ef seljendur neita að taka við gjafabréfum þegar neytendur versla á komandi janúarútsölu. Inneignarnóta og gjafabréf sé alls ekki það sama. „Eins ættu gjafabréf að gilda í fjögur ár, það er eðlilegt, það er almennur fyrningarfrestur á kröfum þannig að ef að gjafabréf eru með mjög stuttan gildistíma þá gerum við líka athugasemdir við það.“ Nú á tímum er verslun mikið farin að færast yfir á netið og því viðbúið að margir landsmenn hafi fengið gjafir sem keyptar hafa verið á netinu. „Þegar vara er keypt á netinu þá er mun ríkari skilaréttur og þá getur neytandi skilað vöru 14 dögum eftir að hann fær hann í hendur eða látið vita að hann ætli að skila vörunni og koma henni svo til seljanda og þarf ekkert að gefa neinar skýringar á því.“ Það sama gildi um útsöluvörur á netinu. „Seljendur, margir hverjir, halda að ef vara er á útsölu þá sé ekki hægt að skila henni en ef þeir eru að selja útsöluvörur á netinu þá gildir þessi skilaréttur.“
Neytendur Verslun Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Sjá meira