Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. desember 2024 20:14 Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði og aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar, fór á kostum. Viðreisn/Skjáskot Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði og aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar, stal senunni á síðustu tónleikum Jólagesta Björgvins Halldórssonar á laugardaginn. Guðmundur ofpeppaðist að eigin sögn og reif sig á kassann á meðan hann söng lagið I Want It That Way, eftir Backstreet Boys, ásamt karlakórnum Esju. „Það er eitthvað sem að gerist þegar að við erum saman karlakórinn. Þá á maður það til að ofpeppast í söngnum. Við vorum með í fyrra líka og þetta voru lokatónleikarnir og þá náttúrulega fer maður alla leið og við skemmtum okkur alltaf ótrúlega vel. Okkur finnst það hápunkturinn á árinu.“ Að sögn Guðmundar hefur hann fengið gífurlega jákvæð viðbrögð við gjörningnum. Eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan fór Guðmundur svo sannarlega á kostum. Voru þessi tilþrif skipulögð fyrir fram? „Það var gríðarlega mikil hvatning frá kórstjóranum okkar áður en við fórum upp á svið að það myndi ekki skaða ef það væri smá nekt. Hann var búinn að hvetja okkur alla og sagði að það væri allt í lagi að sýna smá hold. Jólatónleikar mættu alveg við því. Það var nú ekki sama svarið frá öllum í kórnum, mér skilst að ég hafi verið eini sem svaraði kallinu. Ég er bara mjög hlýðinn maður og þegar mér er skipað af mínum listræna yfirmanni um að gera eitthvað þá auðvitað hlýði ég því,“ segir Guðmundur einkar kíminn. Þrettán ára dóttir Guðmundar hafi þó ekki verið eins ánægð með gjörninginn og margir aðrir. „Hún var á æfingu og hún var búin að biðja mig vinsamlegast um að fara helst ekki niður á hnén og jafnvel að hoppa minna en það var ekkert minnst á að sýna hold. Svo þetta var allt innan þeirra marka sem mér var uppálagt.“ Jól Tónleikar á Íslandi Kórar Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Sjá meira
„Það er eitthvað sem að gerist þegar að við erum saman karlakórinn. Þá á maður það til að ofpeppast í söngnum. Við vorum með í fyrra líka og þetta voru lokatónleikarnir og þá náttúrulega fer maður alla leið og við skemmtum okkur alltaf ótrúlega vel. Okkur finnst það hápunkturinn á árinu.“ Að sögn Guðmundar hefur hann fengið gífurlega jákvæð viðbrögð við gjörningnum. Eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan fór Guðmundur svo sannarlega á kostum. Voru þessi tilþrif skipulögð fyrir fram? „Það var gríðarlega mikil hvatning frá kórstjóranum okkar áður en við fórum upp á svið að það myndi ekki skaða ef það væri smá nekt. Hann var búinn að hvetja okkur alla og sagði að það væri allt í lagi að sýna smá hold. Jólatónleikar mættu alveg við því. Það var nú ekki sama svarið frá öllum í kórnum, mér skilst að ég hafi verið eini sem svaraði kallinu. Ég er bara mjög hlýðinn maður og þegar mér er skipað af mínum listræna yfirmanni um að gera eitthvað þá auðvitað hlýði ég því,“ segir Guðmundur einkar kíminn. Þrettán ára dóttir Guðmundar hafi þó ekki verið eins ánægð með gjörninginn og margir aðrir. „Hún var á æfingu og hún var búin að biðja mig vinsamlegast um að fara helst ekki niður á hnén og jafnvel að hoppa minna en það var ekkert minnst á að sýna hold. Svo þetta var allt innan þeirra marka sem mér var uppálagt.“
Jól Tónleikar á Íslandi Kórar Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Sjá meira