Hvalveiðilögin barn síns tíma Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 23. desember 2024 14:51 Hanna Katrín tekur nú við atvinnuvegaráðuneytinu. Vísir/Rúnar Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, segir hvalveiðilögin barn síns tíma. Hún geri sér grein fyrir því að hvalveiðar séu mikið hitamál. Eitt umdeildasta mál undanfarin misseri hefur verið leyfi til hvalveiða. Bjarni Benediktsson, fyrrum starfandi matvælaráðherra, gaf út fimm ára leyfi til veiða á langreyði og hrefnu. Hanna Katrín Friðriksson tók við atvinnuvegaráðuneytinu í gær og verður því leyfi til hvalveiða á hennar borði. „Þetta leyfi sem fráfarandi ráðherra gefur út er byggt á núgildandi lögum og það er auðvitað bara staðreyndin. Önnur staðreynd er sú að þessi lög eru orðin barns síns tíma, það vantar inn mikilvægan þátt sem varðar dýraverndina. Þannig að fyrsta skrefið í hjá mér í þessum málaflokki er að fara yfir málin, sjá hvað vinna hefur verið unnin í ráðuneytinu, vera í samtali við hagsmunaaðila og far yfir þessi mál. En akkúrat eins og núna eru í gildi leyfi sem hvílir á núgildandi lögum,“ sagði Hanna Katrín. Og það gildir þá til fimm ára? „Það er líka áhugavert, það er nýjung að vera í leyfi í gildi til fimm ára sem er síðan uppsegjanlegt á tímabilinu. Ég veit ekki hvort þar hafi verið slegin inn einhver nýr tónn í þessu almennt þegar það kemur að sjávarútvegsmálum og nýtingu auðlindanna þar. En allavegnna er þetta svoleiðis að ég mun gefa mér tíma til að fara ofan í þetta mál en ég er mjög meðvituð um það að þetta er mikið hitamál“ Sérðu fyrir þér að það komi frumvarp til laga um breytingar á lögum um hvalveiðar? „Eins og ég segi, það vantar í núgildandi lög þennan mikilvæga þátt. Þannig að það er ekki ólíklegt að það verði gert en ég ætla ekki að taka sterkar til orða núna fyrr en ég er komin með þess i gögn í hendurnar og ég hef fengið að glöggva mig á því á þeirri vinnu sem hefur átt sér stað.“ Hvalveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Eitt umdeildasta mál undanfarin misseri hefur verið leyfi til hvalveiða. Bjarni Benediktsson, fyrrum starfandi matvælaráðherra, gaf út fimm ára leyfi til veiða á langreyði og hrefnu. Hanna Katrín Friðriksson tók við atvinnuvegaráðuneytinu í gær og verður því leyfi til hvalveiða á hennar borði. „Þetta leyfi sem fráfarandi ráðherra gefur út er byggt á núgildandi lögum og það er auðvitað bara staðreyndin. Önnur staðreynd er sú að þessi lög eru orðin barns síns tíma, það vantar inn mikilvægan þátt sem varðar dýraverndina. Þannig að fyrsta skrefið í hjá mér í þessum málaflokki er að fara yfir málin, sjá hvað vinna hefur verið unnin í ráðuneytinu, vera í samtali við hagsmunaaðila og far yfir þessi mál. En akkúrat eins og núna eru í gildi leyfi sem hvílir á núgildandi lögum,“ sagði Hanna Katrín. Og það gildir þá til fimm ára? „Það er líka áhugavert, það er nýjung að vera í leyfi í gildi til fimm ára sem er síðan uppsegjanlegt á tímabilinu. Ég veit ekki hvort þar hafi verið slegin inn einhver nýr tónn í þessu almennt þegar það kemur að sjávarútvegsmálum og nýtingu auðlindanna þar. En allavegnna er þetta svoleiðis að ég mun gefa mér tíma til að fara ofan í þetta mál en ég er mjög meðvituð um það að þetta er mikið hitamál“ Sérðu fyrir þér að það komi frumvarp til laga um breytingar á lögum um hvalveiðar? „Eins og ég segi, það vantar í núgildandi lög þennan mikilvæga þátt. Þannig að það er ekki ólíklegt að það verði gert en ég ætla ekki að taka sterkar til orða núna fyrr en ég er komin með þess i gögn í hendurnar og ég hef fengið að glöggva mig á því á þeirri vinnu sem hefur átt sér stað.“
Hvalveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent