Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Lovísa Arnardóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 23. desember 2024 13:11 Kristrún segir ríkisstjórnina einhuga um ýmis mál. Þau stefni á að leggja fram þingmálaskrá og frumvörp eftir áramót. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir á fyrsta fundi nýrrar ríkisstjórnar hafi ráðherrar farið yfir stefnuyfirlýsingu sína og skipulagt hvernig þau hefja og skipuleggja störf sín í ráðuneytunum. Þau hafi þurft að ræða heilmikið til ríkisstjórnin geti stillt saman strengi sína. Í stjórnarsáttmálanum er að finna ýmsar tillögur varðandi velferðarkerfið, meðal annars að bætur hækki í samræmi við launavísitölu. Ýmsir í nýrri stjórnarandstöðu hafa gagnrýnt að engar kostnaður vegna þessa hafi ekki verið áætlaður. Kristrún segir formennina hafa skoðað hvað tillögurnar kosti og hafi hugmynd um hvað geti verið raunhæft í þeim efnum. Það sé að hennar mati ekki eðlilegt að birta slík smáatriði í svona stefnuyfirlýsingu. „Þetta er samkomulagsatriði okkar á milli og það mun blasa við strax í fyrstu fjármálaáætlun hvernig landið liggur og líka þegar þingmálaskráin kemur fram,“ segir Kristrún. Það væri samt alveg skýrt að ríkisstjórnin ætli ekki í nein sérstök útgjöld á næsta ári. Unnið verði eftir núverandi fjárlögum þótt þau eigi við einstaka atriði. Það væri einhugur um að ná niður verðbólgu og vöxtum og um forgangsröðun mála. Ríkisstjórnin hefði tíma til að skoða málin og setja sér markmið. Verði að finna rétt viðmið Varðandi hækkun lífeyris samkvæmt launavísitölu segir Kristrún að finna verði út við hvaða launavísitölu verði miðað. Það liggi fyrir að ákveðnar greinar laga um almannatrygginga kveði á um að framkvæmdin eigi að vera með þessum hætti. Að fylgi launavísitölu eða verðbólgu, hvort heldur sem hærra er. „Þessi ríkisstjórn hefur einfaldlega skuldbundið sig að fara að lögum,“ segir Kristrún. Það eigi svo eftir að finna út úr því hvaða sé best að miða við svo það verði réttlátt og raski ekki ró á almennum vinnumarkaði. Það muni um 100 þúsund krónum á þessum bótum og lægstu laununum og segir Kristrún að sú kjaragliðnun geti ekki haldið lengur áfram. Einhugur um að samþykkja bókun 35 Kristrún segir ríkisstjórnina ætla að einbeita sér að því að samþykkja bókun 35 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið . Ráðherra ætli að leggja fram ályktun um bókunina og það væri einhugur um að samþykkja hana. Það mikilvægt að virða EES samninginn. Þessu muni eflaust fylgja miklar umræður en það væri einhugur innan ríkisstjórnar að fara þessa leið. Kristrún segir ríkisstjórnina einhuga um ýmis mál. Þau stefni á að leggja fram þingmálaskrá og frumvörp eftir áramót.Vísir/Vilhelm Kristrún segir liggja fyrir að lög um hvalveiðar væru úrelt. Þau verði tekin fyrir í atvinnuvegaráðuneytinu á kjörtímabilinu. Það hafi ekki verið útrætt hvernig það verði gert en það liggi fyrir að að endurskoða verði lögin. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða. Þetta er byggt á núverandi lögum,“ segir Kristrún spurð hvort standi til að afturkalla ný útgefin leyfi fyrrverandi ráðherra til hvalveiða. Það skipti máli fyrir atvinnuvegi landsins að hafa fyrirsjáanleika og það verði ekki farið á svig við lögin. „Við viljum gera hlutina rétt en þetta er eitthvað sem verður skoðað í ríkisstjórninni.“ Vonar að þing geti komið saman í janúar Kristrún vonar að þing geti komið saman í janúar. Ríkisstjórn stefni að því að leggja fram frumvörp um leið og þing kemur saman. Gerðar verði lítils háttar breytingar á fjárlögunum, til að mynda varðandi fjármagn til meðferðarúrræða. Það væru ekki háar upphæðir í stóra samhenginu en skipti margar fjölskyldur í landinu miklu máli. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagsmál Evrópusambandið Hvalveiðar Fjárlagafrumvarp 2025 Tengdar fréttir Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu Nýr dómsmálaráðherra segir ljóst að sú staða sem uppi er hjá embætti ríkissaksóknara vegna Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara geti ekki staðið í langan tíma. Ráðherra segist átta sig á að það sé á ábyrgð hans að liðka þarna til. 23. desember 2024 13:06 Inga tók jólalag á fyrsta fundi Fyrsti ríkisstjórnarfundur ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur var haldinn nú í morgun. Glatt var á hjalla og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og nýr félags- og húsnæðismálaráðherra, var kát og brast hún í söng. 23. desember 2024 11:12 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Í stjórnarsáttmálanum er að finna ýmsar tillögur varðandi velferðarkerfið, meðal annars að bætur hækki í samræmi við launavísitölu. Ýmsir í nýrri stjórnarandstöðu hafa gagnrýnt að engar kostnaður vegna þessa hafi ekki verið áætlaður. Kristrún segir formennina hafa skoðað hvað tillögurnar kosti og hafi hugmynd um hvað geti verið raunhæft í þeim efnum. Það sé að hennar mati ekki eðlilegt að birta slík smáatriði í svona stefnuyfirlýsingu. „Þetta er samkomulagsatriði okkar á milli og það mun blasa við strax í fyrstu fjármálaáætlun hvernig landið liggur og líka þegar þingmálaskráin kemur fram,“ segir Kristrún. Það væri samt alveg skýrt að ríkisstjórnin ætli ekki í nein sérstök útgjöld á næsta ári. Unnið verði eftir núverandi fjárlögum þótt þau eigi við einstaka atriði. Það væri einhugur um að ná niður verðbólgu og vöxtum og um forgangsröðun mála. Ríkisstjórnin hefði tíma til að skoða málin og setja sér markmið. Verði að finna rétt viðmið Varðandi hækkun lífeyris samkvæmt launavísitölu segir Kristrún að finna verði út við hvaða launavísitölu verði miðað. Það liggi fyrir að ákveðnar greinar laga um almannatrygginga kveði á um að framkvæmdin eigi að vera með þessum hætti. Að fylgi launavísitölu eða verðbólgu, hvort heldur sem hærra er. „Þessi ríkisstjórn hefur einfaldlega skuldbundið sig að fara að lögum,“ segir Kristrún. Það eigi svo eftir að finna út úr því hvaða sé best að miða við svo það verði réttlátt og raski ekki ró á almennum vinnumarkaði. Það muni um 100 þúsund krónum á þessum bótum og lægstu laununum og segir Kristrún að sú kjaragliðnun geti ekki haldið lengur áfram. Einhugur um að samþykkja bókun 35 Kristrún segir ríkisstjórnina ætla að einbeita sér að því að samþykkja bókun 35 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið . Ráðherra ætli að leggja fram ályktun um bókunina og það væri einhugur um að samþykkja hana. Það mikilvægt að virða EES samninginn. Þessu muni eflaust fylgja miklar umræður en það væri einhugur innan ríkisstjórnar að fara þessa leið. Kristrún segir ríkisstjórnina einhuga um ýmis mál. Þau stefni á að leggja fram þingmálaskrá og frumvörp eftir áramót.Vísir/Vilhelm Kristrún segir liggja fyrir að lög um hvalveiðar væru úrelt. Þau verði tekin fyrir í atvinnuvegaráðuneytinu á kjörtímabilinu. Það hafi ekki verið útrætt hvernig það verði gert en það liggi fyrir að að endurskoða verði lögin. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða. Þetta er byggt á núverandi lögum,“ segir Kristrún spurð hvort standi til að afturkalla ný útgefin leyfi fyrrverandi ráðherra til hvalveiða. Það skipti máli fyrir atvinnuvegi landsins að hafa fyrirsjáanleika og það verði ekki farið á svig við lögin. „Við viljum gera hlutina rétt en þetta er eitthvað sem verður skoðað í ríkisstjórninni.“ Vonar að þing geti komið saman í janúar Kristrún vonar að þing geti komið saman í janúar. Ríkisstjórn stefni að því að leggja fram frumvörp um leið og þing kemur saman. Gerðar verði lítils háttar breytingar á fjárlögunum, til að mynda varðandi fjármagn til meðferðarúrræða. Það væru ekki háar upphæðir í stóra samhenginu en skipti margar fjölskyldur í landinu miklu máli.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagsmál Evrópusambandið Hvalveiðar Fjárlagafrumvarp 2025 Tengdar fréttir Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu Nýr dómsmálaráðherra segir ljóst að sú staða sem uppi er hjá embætti ríkissaksóknara vegna Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara geti ekki staðið í langan tíma. Ráðherra segist átta sig á að það sé á ábyrgð hans að liðka þarna til. 23. desember 2024 13:06 Inga tók jólalag á fyrsta fundi Fyrsti ríkisstjórnarfundur ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur var haldinn nú í morgun. Glatt var á hjalla og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og nýr félags- og húsnæðismálaráðherra, var kát og brast hún í söng. 23. desember 2024 11:12 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu Nýr dómsmálaráðherra segir ljóst að sú staða sem uppi er hjá embætti ríkissaksóknara vegna Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara geti ekki staðið í langan tíma. Ráðherra segist átta sig á að það sé á ábyrgð hans að liðka þarna til. 23. desember 2024 13:06
Inga tók jólalag á fyrsta fundi Fyrsti ríkisstjórnarfundur ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur var haldinn nú í morgun. Glatt var á hjalla og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og nýr félags- og húsnæðismálaráðherra, var kát og brast hún í söng. 23. desember 2024 11:12