Brást of harkalega við dyraati Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. desember 2024 11:27 Barnabarn konunnar, ung stelpa, var í heimsókn hjá henni. Hún sagði strákana hafa kastað steinum í húsið en strákarnir sögðu stelpuna hafa gert grín að sér út um gluggann. Vísir/Rakel Ósk Kona hefur verið sakfelld fyrir að draga ungan dreng sem hafði gert dyraat hjá henni frá leikvelli og upp tröppur að heimili hennar gegn vilja drengsins. Konan sagði háttsemina eins og þá sem viðhöfð sé í grunnskóla þar sem hún starfi en héraðsdómur sagði aðstæður ekki samanburðarhæfar. Það var dag nokkurn á höfuðborgarsvæðinu árið 2020 sem málið kom upp. Tveir drengir á grunnskólaaldri voru við leik á leikvelli við hlið heimilis konunnar. Hún hafði verið ökklabrotin og lent endurtekið í því að krakkar voru að gera dyraat hjá henni og fylgjast með henni koma til dyra á hækjum. Drengirnir léku sér með frisbídisk sem hafnaði á einhverjum tímapunkti á þaki við hús konunnar. Hún heyrði hljóð og um svipað leyti var bjöllunni hringt. Enginn var við útidyrnar en svo sá hún dreng fela sig. Hún fór til drengsins og dró hann í átt að húsi sínu. Drengurinn sagðist hafa barist á móti og grátið mikið en konan sagðist hafa beðið drenginn um að koma og ræða við sig, tekið í hönd hans og hann ekki hreyft við mótmælum. Framburður vitna studdi frásögn drengsins um að hann hefði ekki fylgt konunni sjálfviljugur og reynt að losna frá henni. Konan starfar sem grunnskólakennari og sagði fyrir dómi að sú háttsemi sem hún hefði viðhaft væri að öllu leyti í samræmi við vinnureglur í skóla þar sem hún starfi. Þar séu börn sem sýni af sér óæskilega hegðun leidd úr aðstæðum til samræðna. Héraðsdómur taldi aðstæður allt aðrar í þessu tilfelli. Konan hefði ekki umsjón með drengnum og var honum alveg ókunnug. Hann væri ungur drengur en hún fullorðin kona sem hefði þar af leiðandi mikla yfirburði í aðstæðunum. Skiljanlegt væri að konunni hefði gramist hátterni barna í hverfinu í hennar garð og haft ástæðu til að veita þeim tiltal. Háttsemi hennar hefði þó gengið of langt. Drengurinn hefði verið mjög skelkaður og grátið sáran. Engu að síður hafi konan ekki sleppt honum fyrr en fullorðin kona skarst í leikinn. Héraðsdómur ákvað þó að gera konunni ekki refsingu og skilorðsbinda dóminn til tveggja ára. Var litið til þess hve langt væri liðið frá atvikum en málið var látið niður falla áður en ríkissaksóknari sneri þeirri ákvörðun lögreglu við. Ákæra var ekki gefin út fyrr en fjórum árum eftir atvik. Konan var dæmd til að greiða drengnum 400 þúsund krónur í miskabætur. Líkamlegar afleiðingar hefðu verið minniháttar en þó nokkrar andlegar afleiðingar. Þetta er þriðji dómurinn á skömmum tíma á höfuðborgarsvæðinu þar sem fullorðinn einstaklingur er sakfelldur fyrir ofbeldi gagnvart börnum. Fréttir af hinum dómunum má sjá í tenglum hér að ofan. Dómsmál Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Ákærð fyrir að draga barn af leikvelli og upp tröppur Kona hefur verið ákærð fyrir ólögmæta nauðung og barnaverndarlagabrot fyrir að veitast með ofbeldi gagnvart dreng í Reykjavík þann 30. maí 2020. 23. október 2024 07:02 Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira
Það var dag nokkurn á höfuðborgarsvæðinu árið 2020 sem málið kom upp. Tveir drengir á grunnskólaaldri voru við leik á leikvelli við hlið heimilis konunnar. Hún hafði verið ökklabrotin og lent endurtekið í því að krakkar voru að gera dyraat hjá henni og fylgjast með henni koma til dyra á hækjum. Drengirnir léku sér með frisbídisk sem hafnaði á einhverjum tímapunkti á þaki við hús konunnar. Hún heyrði hljóð og um svipað leyti var bjöllunni hringt. Enginn var við útidyrnar en svo sá hún dreng fela sig. Hún fór til drengsins og dró hann í átt að húsi sínu. Drengurinn sagðist hafa barist á móti og grátið mikið en konan sagðist hafa beðið drenginn um að koma og ræða við sig, tekið í hönd hans og hann ekki hreyft við mótmælum. Framburður vitna studdi frásögn drengsins um að hann hefði ekki fylgt konunni sjálfviljugur og reynt að losna frá henni. Konan starfar sem grunnskólakennari og sagði fyrir dómi að sú háttsemi sem hún hefði viðhaft væri að öllu leyti í samræmi við vinnureglur í skóla þar sem hún starfi. Þar séu börn sem sýni af sér óæskilega hegðun leidd úr aðstæðum til samræðna. Héraðsdómur taldi aðstæður allt aðrar í þessu tilfelli. Konan hefði ekki umsjón með drengnum og var honum alveg ókunnug. Hann væri ungur drengur en hún fullorðin kona sem hefði þar af leiðandi mikla yfirburði í aðstæðunum. Skiljanlegt væri að konunni hefði gramist hátterni barna í hverfinu í hennar garð og haft ástæðu til að veita þeim tiltal. Háttsemi hennar hefði þó gengið of langt. Drengurinn hefði verið mjög skelkaður og grátið sáran. Engu að síður hafi konan ekki sleppt honum fyrr en fullorðin kona skarst í leikinn. Héraðsdómur ákvað þó að gera konunni ekki refsingu og skilorðsbinda dóminn til tveggja ára. Var litið til þess hve langt væri liðið frá atvikum en málið var látið niður falla áður en ríkissaksóknari sneri þeirri ákvörðun lögreglu við. Ákæra var ekki gefin út fyrr en fjórum árum eftir atvik. Konan var dæmd til að greiða drengnum 400 þúsund krónur í miskabætur. Líkamlegar afleiðingar hefðu verið minniháttar en þó nokkrar andlegar afleiðingar. Þetta er þriðji dómurinn á skömmum tíma á höfuðborgarsvæðinu þar sem fullorðinn einstaklingur er sakfelldur fyrir ofbeldi gagnvart börnum. Fréttir af hinum dómunum má sjá í tenglum hér að ofan.
Dómsmál Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Ákærð fyrir að draga barn af leikvelli og upp tröppur Kona hefur verið ákærð fyrir ólögmæta nauðung og barnaverndarlagabrot fyrir að veitast með ofbeldi gagnvart dreng í Reykjavík þann 30. maí 2020. 23. október 2024 07:02 Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira
Ákærð fyrir að draga barn af leikvelli og upp tröppur Kona hefur verið ákærð fyrir ólögmæta nauðung og barnaverndarlagabrot fyrir að veitast með ofbeldi gagnvart dreng í Reykjavík þann 30. maí 2020. 23. október 2024 07:02