Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Kristján Már Unnarsson skrifar 19. desember 2024 22:00 Ljósufjallakerfið nær frá norðanverðu Snæfellsnesi og suður í Borgarfjörð. Hjalti Freyr Ragnarsson Stærsti jarðskjálfti sem mælst hefur í Ljósufjallakerfinu til þessa, upp á 3,2 stig, varð þar í gærkvöldi og fylgdi honum skjálftahrina í nótt og fram eftir morgni. Eldstöðvakerfið teygir sig í gegnum byggðir á Vesturlandi. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um nýjustu jarðhræringar í eldstöðvakerfi sem kennt er við Ljósufjöll á austanverðu Snæfellsnesi. Það nær frá norðanverðu nesinu og suður í Borgarfjörð og hefur á undanförnum árum verið að minna af og til á sig. Skjálftahrinan í nótt átti upptök undir Grjótárvatni sem er inn af kirkjustaðnum Staðarhrauni á Mýrum. Upptök skjálftanna voru hins vegar á miklu dýpi, á 17 til 18 kílómetra dýpi, þannig að það virðist ekki svo að eitthvað sé að ná til yfirborðs svona alveg í bráð. Eldborg í Hnappadal tilheyrir eldstöðvakerfi Ljósufjalla.Stöð 2/Arnar Halldórsson Menn hafa lítt gefið þessu eldstöðvakerfi gaum. Þó eru þarna þekktar eldstöðvar nánast inni í byggðum sveitum, sumar raunar í alfaraleið, sem allar hafa gosið í nútíma, það er eftir að ísöld lauk. Gígurinn Grábrók við hringveginn í Norðurárdal tilheyrir þessu kerfi og hann er við skólasetrið á Bifröst. Sömuleiðis hin formfagra Eldborg í Hnappadal en þar eru einnig nokkrir sveitabæir í kring. Þá má nefna gígaröðina sem myndaði Berserkjahraun í Helgafellssveit rétt utan við Stykkishólm. Rauðhálsar í Hnappadal eru taldir hafa myndast í eldgosi í kringum árið 950. „Þar var bærinn, sem nú er borgin," segir í Landnámu.Stöð 2/Arnar Halldórsson Síðasta eldgos í þessu kerfi er talið hafa verið eftir landnám, í Rauðhálsum í Hnappadal. Það hefur verið tímasett í kringum árið 950, skömmu eftir að Alþingi var stofnað á Þingvöllum. Merkileg frásögn í Landnámabók, rituð um þrjúhundruð árum síðar, er talin lýsa þessu eldgosi. Þar segir: „Um nóttina kom þar upp jarðeldur, og brann þá Borgarhraun. Þar var bærinn, sem nú er borgin." Þannig kennir sagan okkur að þetta eldstöðvakerfi hafi eytt sveitabæ, sem hafi staðið þar sem eldgígurinn Rauðhálsar er núna. Bærinn er í Sturlubók Landnámabókar sagður hafa heitið því óvenjulega nafni Hripi, eins og lýst var hér í frétt Stöðvar 2: Í frétt Stöðvar 2 árið 2015 vakti Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur athygli á rannsókn sem sýndi fram á virkni Ljósufjalla og Snæfellsjökuls: Í þættinum Um land allt árið 2015, um eldvirkni Snæfellsness, fjallaði Haraldur nánar um Ljósufjallakerfið: Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Stykkishólmur Tengdar fréttir Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Skjálfti 3,2 að stærð varð við Grjótarvatn, um 26 kílómetrum norður af Borgarnesi, klukkan 22:50 í gærkvöldi. 19. desember 2024 06:07 Sjaldgæfur skjálfti á Mýrunum Snarpur jarðskjálfti mældist í eldstöðvakerfi Ljósufjalla á Vesturlandi í morgun. Skjálftinn var 2,9 að stærð og er sá annars stærsti sem mælst hefur á þessum slóðum í ár. 7. október 2021 16:16 Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um nýjustu jarðhræringar í eldstöðvakerfi sem kennt er við Ljósufjöll á austanverðu Snæfellsnesi. Það nær frá norðanverðu nesinu og suður í Borgarfjörð og hefur á undanförnum árum verið að minna af og til á sig. Skjálftahrinan í nótt átti upptök undir Grjótárvatni sem er inn af kirkjustaðnum Staðarhrauni á Mýrum. Upptök skjálftanna voru hins vegar á miklu dýpi, á 17 til 18 kílómetra dýpi, þannig að það virðist ekki svo að eitthvað sé að ná til yfirborðs svona alveg í bráð. Eldborg í Hnappadal tilheyrir eldstöðvakerfi Ljósufjalla.Stöð 2/Arnar Halldórsson Menn hafa lítt gefið þessu eldstöðvakerfi gaum. Þó eru þarna þekktar eldstöðvar nánast inni í byggðum sveitum, sumar raunar í alfaraleið, sem allar hafa gosið í nútíma, það er eftir að ísöld lauk. Gígurinn Grábrók við hringveginn í Norðurárdal tilheyrir þessu kerfi og hann er við skólasetrið á Bifröst. Sömuleiðis hin formfagra Eldborg í Hnappadal en þar eru einnig nokkrir sveitabæir í kring. Þá má nefna gígaröðina sem myndaði Berserkjahraun í Helgafellssveit rétt utan við Stykkishólm. Rauðhálsar í Hnappadal eru taldir hafa myndast í eldgosi í kringum árið 950. „Þar var bærinn, sem nú er borgin," segir í Landnámu.Stöð 2/Arnar Halldórsson Síðasta eldgos í þessu kerfi er talið hafa verið eftir landnám, í Rauðhálsum í Hnappadal. Það hefur verið tímasett í kringum árið 950, skömmu eftir að Alþingi var stofnað á Þingvöllum. Merkileg frásögn í Landnámabók, rituð um þrjúhundruð árum síðar, er talin lýsa þessu eldgosi. Þar segir: „Um nóttina kom þar upp jarðeldur, og brann þá Borgarhraun. Þar var bærinn, sem nú er borgin." Þannig kennir sagan okkur að þetta eldstöðvakerfi hafi eytt sveitabæ, sem hafi staðið þar sem eldgígurinn Rauðhálsar er núna. Bærinn er í Sturlubók Landnámabókar sagður hafa heitið því óvenjulega nafni Hripi, eins og lýst var hér í frétt Stöðvar 2: Í frétt Stöðvar 2 árið 2015 vakti Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur athygli á rannsókn sem sýndi fram á virkni Ljósufjalla og Snæfellsjökuls: Í þættinum Um land allt árið 2015, um eldvirkni Snæfellsness, fjallaði Haraldur nánar um Ljósufjallakerfið:
Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Stykkishólmur Tengdar fréttir Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Skjálfti 3,2 að stærð varð við Grjótarvatn, um 26 kílómetrum norður af Borgarnesi, klukkan 22:50 í gærkvöldi. 19. desember 2024 06:07 Sjaldgæfur skjálfti á Mýrunum Snarpur jarðskjálfti mældist í eldstöðvakerfi Ljósufjalla á Vesturlandi í morgun. Skjálftinn var 2,9 að stærð og er sá annars stærsti sem mælst hefur á þessum slóðum í ár. 7. október 2021 16:16 Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Skjálfti 3,2 að stærð varð við Grjótarvatn, um 26 kílómetrum norður af Borgarnesi, klukkan 22:50 í gærkvöldi. 19. desember 2024 06:07
Sjaldgæfur skjálfti á Mýrunum Snarpur jarðskjálfti mældist í eldstöðvakerfi Ljósufjalla á Vesturlandi í morgun. Skjálftinn var 2,9 að stærð og er sá annars stærsti sem mælst hefur á þessum slóðum í ár. 7. október 2021 16:16
Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13